Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 17
STÚDENTABLAÐ 9 andi húsnæði Háskólabókasafnsins er heppi- legt til annarra nota. Þessi leið verður þvi að teljast hæpin. Oðru máli gegnir um Landsbókasafnið. Það hefur til skamms tíma, eins og kunnugt er, hýst þrjú söfn, sem koma því ekki við: Þjóð- minjasafnið, Náttúrugripasafnið og Þjóð- skjalasafnið. Þjóðminjasafnið er nú farið, og vonir standa til, að Náttúrugripasafnið muni eignast sérstakt húsnæði á næstu árum. En því hefur ekki verið hreyft, svo að ég viti, að reisa þyrfti sérstakt hús handa Þjóðskjala- safninu. Eru þrengsli þó orðin þar svo mikil, að við svo búið má ekki öllu lengur standa, og hlýtur fyi’r eða síðar að reka að því, að úr þeim verði að bæta. Ef Landsbókasafnið losn- aði við þessi óháðu söfn, myndi það hafa næg húsakynni til að geyma handritin frá Höfn og skapa mönnum góð vinnuskilyrði. Auk þess mætti i'ýma þar betur til með því að afhenda Bæjarbókasafniixu slatta af erlendum skemmtiritum, sem engum íslenzkum fræði- manni koma að gagni. Hús Landsbóka- safnsins mun nægilega traust, til þess að handritin séu þar örugg. Ég hygg því, að þessi tilhögun sé mjög athugunarverð, með því að fyrr eða síðar þarf að sjá Þjóðskjalasafixinu fyrir betra húsnæði, eins og fyrr var sagt, og með þessu móti hefðu memx á eixxum stað flestöll þau rit, preixtuð eða ópi’eixtuð, sem nota þarf við í'annsóknir íslenzki’a bókmennta. ömxur skylda, sem við tökum okkur á herð- ar við heimflutning handritanna, er útgáfa þeirra. Því hefur oft verið fleygt nxeð allmikl- um rétti, að Danir hafi ekki lagt mikið fé af möi'kum til þeiri'a hluta, og við megum ekki með nokkru móti lenda í sama fariixu. Alþýðu- útgáfur munu bera sig framvegis eiixs og hingað til sökum fróðleiksfýsi íslenzks al- memxings. Eix allt öðru máli gegnir um strangvísindalegar útgáfur, sem eru nauðsyn- legar xmdirstöður hinna. Slíkar útgáfur eru aðallega á tvo vegu. Gefa má einstök haixdrit stafrétt út, annaðhvort ein sér eða með orða- mun úr öði’um handritum. Þannig barf fyrst og frernst að fai’a með öll skinnhandritin, því að það hefur m. a. ómetanlega þýðingu fyrir málsögu okkar. I öðru lagi má gefa út ein- stök rit með samræmdri stafsetningu, þar sem reynt er að konxast sem næst orðalagi fi’umtextans eða staðgengils hans með því að flokka haixdritiix og rekja afstöðu þeiri’a hvers til amxars. Þess háttar útgáfur eru jafnan kostnaðarsamar og lítt við alþýðu hæfi. Er því engin von til, að þær beri sig, og vei’ður að afla þeim fjár úr einhvei’ri átt. Raunar virð- ist ekkex’t því til fyrirstöðu, að ýmis erlend félög haldi áfram vísiixdalegunx útgáfum síix- um, ef greitt er fyrir þeim hér eitir mætti, t. d. Det kongelige nordiske oldsknftseIskab, senx er með Dyskupa sögur, og Samfund til udgivelse af gammel nordisk iitteratur, sem hefur íxýlega seixt frá sér 63. ísleixzka forn- ritið. Saixxa máli gegnir unx Hið íslenzka fræðafélag, sem er nú m. a. að gefa út íslenzk rit síðari alda, eix líklegt er þó, að það félag myndi flytja til Islands nxeð handritununx. Bókaíorlag Einars Munksgaards myndi einn- ig geta haldið áfram ljóspreixtuix íslenzki'a haixdrita (Corpus codicum lslandicorum medii aevi), ef þau yi’ðu lánuð til Hafnar, og eixgixx ástæða er. til að hætta við útgáfu Nordisk filo- logi, sem í eru textar, ætlaöir til íxotkuixar í háskólum. Hins vegar myndi útgáfa Árna- sjóðsixefixdar sennilega falla íxiður, en á henn- ar vegurn eru íslenzk miðaldalcvæði og Biblio- theca Arnamagnæana (koniin 12 stór bindi). Sú útgáfa hefur notið styrks frá danska rík- inu og ýmsum dönskum sjóðum. Ekki veit ég, hvað verða myndi um Árnasjóð, en varla myndi hann renna óskiptur til okkar. Er því sýnilegt, að afla vei’ður fjár til að halda henni áfi’am, og er það þó ekki nóg. Okkur ber skylda til að auka útgáfuna, því að í dönskum söfnum eru enn mörg íslenzk rit, sem hafa aldrei verið gefin út eða svo illa, að ekki vei’ð- ur við unað til lengdar. Til f járöflunar í þessu skyni eru tvær leiðir færar. önnur er sú, að íslenzka ríkið leggi fram nægilegt fjái'magn á hverju ári, en hin, að stofnaður vei’ði út- gáfusjóður með frjálsum samskotum. Eg er í engunx vafa um, að íslenzkur almenningur myndi taka vel í það nxál, og ef svo skyldi fara, að fé það, senx nú er verið að safna til hand- ritasafnsbyggingar, yrði ekki notað til þeirra hluta, mætti vei’ja því til að stofna slíkan sjóð, svo fremi senx gefendur leyfa. Það yrði ekki síður göfugt hlutvei’k og gagnlegt. En þótt þessi leið vei’ði farin, má jafnan búast við því, að ríkissjóður verði að hlaupa undir bagga öðru hvoru. íslenzkar fornbókmenntir hafa að ýmsu leyti alþ.jóðlegt gildi og vinna okkur því bezt gagn, að þær séu sem kunnastar ei’lendunx þjóðum. Heimflutningur handritanna má ekki vei’ða til þess að torvelda þau kynni á neinn hátt. Við verðum því að greiða svo vel sem unnt er fyrir þeim útlendingum, sem hingað vilja leita til að í’annsaka handritin. En auk þess verður að gei’a hinar vísindalegu útgáfur svo úr gai’ði, að þeir eigi sem auðveldast með að hagnýta sér þær. Þar koma einkum þrjár

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.