Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Side 13

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Side 13
STÚDENTABLAÐ Dr. Gunrilaugur Þórðarson: Hugvekja um rétt íslendinga í landhelgismálum Islenzkir stúdentar hafa jafnan látið sig miklu skipta þau mál, er varða sjálfstæði landsins. En um eitt mál hafa þeir þó verið svo fáskiptnir, að furðu gegnir, og á ég þar við landhelgismál Islands. Mönnum verður æ bet- ur ljóst, að undirstaða sjálfstæðis hverrar þjóðar er efnahagslegt sjálfstæði hennar. Efnahagslegt sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar byggist að mjög miklu leyti á því, sem fiski- miðin umhverfis landið veita henni. Afkoma sjávarútvegsins er fyrst og fremst undir því komin, að fiskstofninn á landgrunninu verði ekki gjöreyddur og að Islendingar fái einir að búa að þessum nytjum sínum. Enda hefur það verið viðurkennt, að landhelgismálið er mikilvægur þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar og veigamesta baráttumálið, sem þjóðin hefur átt í, síðan lýðveldið var stofnað. Það var því vel til fundið, þegar ritnefnd Stúdentablaðsins ákvað að ljá því máli rúm í Stúdentablaðinu 1. des. 1952, og ekki vildi ég skorast undan beiðni ritnefndarinnar um að skrifa nokkur orð um það mikilvæga mál. Á það hefur verið bent, að það var gæfa íslenzku þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu hennar, að hún átti jafnan forvígismenn, sem settu sér fjarlægara mark en þeir gátu verið öruggir um að ná þegar í stað, þeir gerðu það framtíðarinnarvegna,og sagan hefur sannað, að þessir framsýnu menn, sem á hverjum tíma héldu fram ýtrustu kröfum, höfðu rétt fyrir sér. Ef til vill er tiltölulega fámennur með þjóðinni sá hópur manna, sem trúir á hinn forna rétt Islands í landhelgismálinu, þ. e. að við munum nokkurn tíma fá framgengt kröfunni um landgrunnið allt eða 16 sjómílna landhelgi, en í því sambandi má minnast þess, að um síðustu aldamót voru aðeins örfáir menn með þjóðinni, sem trúðu á sjálfstæði íslands. Skal hér til glöggvunar farið nokkrum orð- um um fornan rétt Islendinga í landhelgis- málum. Frá upphafi landnáms allt fram á 15. öld bjuggu Islendingar algjörlega einir að fiskimiðunum umhverfis landið, en á 15. öld tóku erlendir fiskimenn að sækja á Islands- mið. Af því tilefni voru gefnar út tilskipanir um bönn við fiskveiðum erlendra manna við landið. Var í fyrstu miðað við 8 mílna breitt belti meðfram strönd landsins, og margtbend- ir til þess, að um norskar mílur hafi verið að ræða og hafi landhelgisbelti þetta því í fyrstu verið allt að 50 sjómílur, ella 30 sjómílur, miðað við danskar mílur. En frá miðri 17. öld allt fram til 1901 var landhelgi Islands að réttu lagi 16 sjómílur, eða allt fram til þess, er Danir og Bretar gerðu með sér samning um þriggja sjómílna landhelgi við ísland. Við brottfall þess samnings hlaut réttur Islend- inga að verða sá sami og fyrir gildistöku hans, ef ekki sá sami og á þjóðveldistímunum. Af þessu verður mönnum ljós hinn forni eða sögulegi réttur Islands, og honum ber að framfylgja, þá er Islendingar vilja beita sjálfsákvörðunarrétti sínum í landhelgismál- um. Samtök sjómanna og samtök á sviði stjórn- mála hafa eigi alls fyrir löngu krafizt alls landgrunnsins til handa Islandi, en nú er furðu hljótt um þessar kröfur, eftir að frið- unarreglugerðin frá 19. marz s. 1. var sett. Alþingi virðist ekki ætla að hreyfa máli þessu frekar, heldur láta reglugerðina frá 19. marz duga, að því er tekur til landhelgismáls- ins. Svo virðist og sem íslenzk stjórnvöld séu

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.