Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 20
12 STÚDENTABLAÐ leysa. eru fjölmörg í okkar þjóðfélagi, og í öðrum greinum er a. m. k. æskilegt, að sér- fræðinga sé völ. Nægir hér að minna á sér- fræðilega menntaða lækna, sérfræðinga á vettvangi tæknivísinda og náttúruvísinda, tungumála, sögu og bókmennta, svo að nokkr- ar greinar séu nefndar, og ennfremur þurfa þeir, sem ráðast til kennslustarfa við háskól- ann, að sjálfsögðu að afla sér sérfræðilegrar menntunar. 1 flestum greinum hagar svo til, að kandí- datar geta ekki orðið sér úti um sérfræðilega menntun hér á landi. Bera til þess tvær megin- ástæður. Á bókasöfnum hér á landi er hörgull á fræðiritum í flestum fræðigreinum og skortur á rannsóknartækjum, þar sem þeirra er þörf. I öðru lagi er kennaralið hér við há- skólann svo fámennt, að lítill vegur er að sinna kandídötum við sérnám eða halda uppi kennslu fyrir þá, svo sem gert er víða er- lendis. Námsdvalir kandídata erlendis eru, sam- kvæmt því, sem nú hefur verið rakið, nauð- synjamál frá þjóðfélagslegu sjónarmiði í mörgum tilvikum, en ávallt æskilegar a. m. k. Þorri íslenzkra kandídata er, eins og kunnugt er, efnalitlir menn. Eiga þeir við lok háskóla- námsins almenna ekki annað fremur en náms- skuldir. Er því ljóst, að fáum þeirra er unnt að kljúfa óstuddir þann kostnað, sem samfara er framhaldsnámi erlendis. Er þá ástæða til að athuga. hvers fjárstuðnings kandídatar eigi völ í þessu skyni, eins og nú horfir. II. Fjárveitingar af hálfu fjárveitingavalds- ins almenna til þeirra, sem stunda háskóla- nám fram til lokaprófs, eru aðallega með tvennu móti, svo sem kunnugt er. Heima- stúdentar hafa til skamms tíma notið sér- stakra námsstyrkja og húsaleigustyrkja. Með gildistöku laga nr. 5, 20. janúar 1952, um lánasjóð stúdenta voru styrkirnir felldir íirott með öllu, en í stað þeirra eru komin námslán. Stúdentar, er nám stunda erlendis, eiga kost á námsstyrkjum, er menntamálaráð úthlutar, ýmist svonefndum fjögurra ára styrkjum eða styrkjum, sem háðir eru veitingu ráðsins ár- lega. S. 1. ár var nokkrum hluta af fé því, sem ráðið úthlutar, varið til námslána, en ekki veitt sem styrkir. Samkvæmt frumvarpi, sem borið hefir verið fram á Alþingi því, sem nú situr, um Lánasjóð íslenzkra námsmanna er- lendis, er lagt til, að þriðjungurinn af fé því, sem menntamálaráði er falið að úthluta ár- lega, sé veittur stúdentum að láni, en tveimur þriðju hlutum fjárins sé varið til náms- styrkja. Auk þessara opinberu lána og styrkja eru styrkir veittir úr einstökum sjóð- um til háskólanáms heima og heiman. Fjárstuðningur við stúdenta, er stunda almennt háskólanám, er sízt of mikill, svo að ekki sé fastara að orði kveðið. Ef litið er til þess fjárstuðnings. sem kandídatar njóta hér á landi til að standast kostnað af framhalds- námi. blasir þó við enn óglæsilegri mynd. Ekki er kunnugt, að almenna fjárveitinga- valdið leggi nú neitt af mörkum í þessu skyni. Þó er skylt að geta þess, að menn, sem gegna opinberum störfum, hafa stundum fengið að halda óskertum launum, þótt þeir 'hafi dvalið nokkra hríð erlendis við nám. Þá hefir það og borið við, að menn hafi hlotið styrk til fram- haldsnáms á fjárlögum. Menntamálaráð mun hinsvegar jafnan hafa talið, að fé það. sem ráðinu er ætlað til úthlutunar, verði ekki að neinu leyti veitt kandídötum til framhalds- náms. Eandídat, sem hyggur á framhaldsnám, á því ekki að miklu að hverfa hjá almenna fjár- veitingavaldinu. Hinsvegar sinna nokkrir sjóðir kandídötum og þörfum þeirra. Af þeim sjóðum er Sáttmálasjóður langöflugastur. Síðustu árin hafa kandídatar hlotið 5000 króna styrk úr honum til utanfarar. Aðal- reglan hefir verið sú, að menn hafa aðeins hlotið styrk úr sjóðnum í eitt skipti, en þó hefir æði oft brugðið af því, svo að kandídat hefir notið styrks fleiri ár en eitt. Úr Styrkt- arsjóði séra Hannesar Árnasonar, dósents, hins mæta fróðleiksmanns og fræðavinar, er veittur styrkur sjötta hvert ár. Nýtur styrk- þeginn styrkjar um fjögurra ára bil. Sá sjóð- ur hefir komið í mjög góðar þarfir. Þá má og minnast hér á Legat Guðmundar prófessors Magnússonar, en sá sjóður gegn- ir fyrst og fremst því hlutverki að veita mönnum, sem búa sig undir kennslustörf í læknadeild háskólans. styrki til sérnáms. Þess ber enn að geta, að íslenzkir kandídatar hafa alloft hlotið erlenda styrki til framhaldsnáms í því ríki, sem styrkurinn stafar frá, þ. á m. frá Bandaríkjunum (ríkisstyrkir og styrkir frá einstökum skólum og stofnunum), Bret- landi (einkum frá British Counsil) og Noregi (ríkisstyrkur og Nansensstyrkur). Ber að minnast þessara styrkveitinga, sem hafa verið mjög mikilvægar, með þakklæti. Hitt er ljóst, að ekki er stætt á því að byggja á er- lendum styrkjum í þessu skyni. Okkur hlýtur að vera það keppikefli sjálfum að skipa þess- um málum svo, að viðunandi sé, eftir því sem

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.