Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 12
4 STÚDENTABLAÐ Ólafur H. Ólafsson, stud. med.: Er nóttin hljóð... Er nóttin hljóð var lygn sem ljóðs Og enginn hnjúkur hcerri var míns lind og höfg sem vín, en hjartans mikla þrá, af rauðri glóð þíns rauða blóðs og enginn dalur dýpri var bar ramman seið til mín. því djúpi, er hjartað á, Um gamlar slóðir fjöru og flóðs og enginn máttur meiri var lá för mín heim — til þín. því marki, er hjartað sá, Er dulinn hjör eins brönublóms því gamlar slóðir fjöru og flóðs mitt brjóst sem leiftur sló nú fundu sporin mín. og mund hvers dags svo meitilviss Frá rauðri glóð þíns rauða blóðs þér mynd í sál mér hjó, skar rökkrið geislasýn, sá seiður hófst, er hulduskœr og nóttin hljóð og lind míns ljóðs mitt hjarta til þín dró. mig leiddu heim — til þín. ') um verkum mestu anclans manna þjóðarinnar. Ýmsar hættur geta steðjað að fámennri þjóð með sérstæða menningu og sögu. Varhuga- verðasta hættan og sú, sem erfiðast er fyrir samtíðina að eygja og skilja, er gleymska vor sjálfra á þá þakkarskuld, sem vér stöndum í við land vort og guð. Ef hún gleymist, þá er tungu vorri og menningu hætt. 1 þeim efnum stoðar ekkert annað en vilji og geta okkar sjálfra. Eina aflið í veröldinni, sem getur varðveitt menningu og tungu íslenzku þjóðar- innar, er íslenzka þjóðin sjálf. Vér íslendingar höfum nú skipað oss á bekk með ýmsum frjálsum lýðræðisþjóðum heims. Stjórnskipun vorri, sem allur þorri þjóðar- innar telur sitt dýrasta hnoss, lýðræðinu, er mikill styrkur að þeirri samvinnu. Samt sem 'áður megum vér ekki varpa frá oss allri á- byrgð. Fullveldi og sjálfstæði Islands byggist á ást og virðingu á landinu og sannri þjóð- legri menningu kristinna þegna, sem byggja það. Undir því merki var lengst og mest bar- izt fyrir tilveru Islendinga sem þjóðar. Nú stendur þetta merki og fellur með því, hvort vér höfum vit til að gera kröfur til vor sjálfra og síðan, hvort vér erum menn til að verða við þeim kröfum. Ef íslenzka þjóðin gleymir þessu, gildir einu, hvort hér er her eða ekki. Þá er þjóðinni búin glötun. Ef íslenzka þjóðin aftur á móti er þessa stöðugt minnug, þá geta ekki allir heimsins herir unnið henni minnsta grand. Oss ber að stuðla að því, að helgidómar ís- lenzku þjóðarinnar verði framvegis sem hing- að til eign allrar þjóðarinnar. Sjálfstæðisvilji þjóðarinnar er órofa við- leitni hennar til að varðveita þá helgu dóma. Því fleiri, sem skynja líf sitt og framtíð í þeim fólgið, þeim mun meiri verður máttur þeirra til eflingar sjálfstæðrar hugsunar, því sterkari hvatning til þeirrar manndáðar og framtakssemi í öllu nýtu, fögru og góðu, sem ávallt er samfara einlægri ættjarðarást.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.