Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 4
4 STÚDENTABLAÐ Flárþöpf Fjárþörf Háskóla íslands er eitt höfuðverkefnið, sem stjórn háskólans á við að etja. Fjárþörf háskólans fer vaxandi ár frá ári, en fjárveitingar á fjárlögum eru of hœverskar, ef miðað er við vöxt fjárlaganna sjálfra í kapp við verðbólgu í landinu. Um langt skeið hefur háskólanum verið mikill styrkur að happdrœtti sínu, en á undanförnum árum hefur sá styrkur farið þverrandi, meðal annars vegna samkeppninnar við önnur happdrœtti. Efling háskólabókasafnsins og greindar ástœður valda því meðal annars, að róttœkra úrrœða er þörf til að afla þess fjár, sem háskólinn þarfnast. En hvar skal tekið það fé, sem háskólinn þarfnast? Fé háskólans verður ekki tekið upp af steinunum frekar en peningar til annarra hluta. Ber háskólanum að treysta algerlega á ríkiskassann eða freista þess að verða að sem mestu leyti fjárhagslega sjálfstœður? [ tilefni þessa fór ritstjórn Stúdentablaðs þess á leit við einn prófessor úr hverri deild háskólans, að hann léti uppi skoðun sína á því, hvernig mœtti með beztu móti bregðast við knýjandi fjárhagsvandrœðum háskólans. Þakkar ritstjórnin kœrlega fyrir þau greinargóðu svör, sem hér fara á eftir. Stúdentablaðið spyr, hvernig bregðast megi við knýjandi fjárhagsvandræðum Háskólans. Þessari spurningu getur fjár- málaspekingur einn svarað. En ég skal gera grein fyrir skoð- unum mínum á málinu, þótt einhverjum kynni að finnast þær léttvægar. 1. Áður en könnuð eru úr- ræði, þarf að rannsaka hver fjárhagsþörfin er, og hversu ört hún muni vaxa á næstu áratugum. Þörf er lieildstœðrar könnunar á þörfum þjóðfélags vors fyrir menn með sérþekk- ingu. Það má ekki draga slíka könnun þar til í nauðir rekur. Fjarri fer því að Háskólinn eigi hér einn hlut að máli. Upp- bygging iðnvædds þjóðfélags krefst rannsóknar á áætlunar- tölu manna með sérþekkingu t.d. í iðnaði og öðrum tæknilegum sérgreinum, og manna með sér- þekkingu á hinum almennu mannlegu vandamálum sem helzt steðja að í iðnvæddu þjóð- félagi. Þá þarf að kanna hversu sú tala vex og hver sé fjár- magnsþörf hinna ýmsu stofn- ana, svo sem tækniskóla, kenn- araskóla, háskóla, sem veita skulu umrædda sérþekkingu. Erlendis er engin hagræn áætl- anagerð talin fullunnin fyrr en lokið er þessum þætti hennar, sem snýr að hinum sérmennt- aða mannafla þjóðfélagsins. 2. Hvað Háskólann áhrærir sérstaklega, þarf stöðugt að efla þau tvö fjáröflunarfyrirtæki, sem Háskólinn á og rekur. Fyr- ir dugnað stjórnar Háskólabíós er tekið að síga á gæfuhlið um fjármál þess fyrirtækis, þótt hægt fari, og í Happdrætti Há- skóla íslands hefur stöðugt ver- ið unnið að aukinni tekjuöflun. 3. Það er ekki ólíklegt (svo að ekki sé meira sagt) að könn- un sú sem að ofan greinir muni leiða í ljós, að fjárveiting fjár- laga ásamt aflafé fyrirtækja Dr. Þórir Kr. Þóröarson Háskólans sé allsendis ónóg til þess að Háskólinn geti sinnt hlutverki sínu. En þegar Ijóst er hver fjármagnsþörfin er og hvernig hún muni vaxa, þarf auðvitað að semja fjárfesting- aráætlun, til að mynda til tíu ára. Það er þýðingarmikið að menn geri sér grein fyrir að hér er um fjárfestingu að ræða, og er hún engu þýðingarminni en fjárfesting þjóðarinnar í þeim verksmiðjum, tækjum og stofnunum, sem hinir sérmennt- uðu menn eiga að þjóna. Ég er þeirrar skoðunar að fá nauð- synjamál séu brýnni fyrir þjóð- ina en það að Alþingi og ríkis- stjórn láti fram fara heild- stæða rannsókn á fjárfestingar- þörf allra þeirra stofnana, sem sjá eiga hinu Nýja Islandi fyrir mönnum með sérþekkingu; enn- fremur að kannaðir verði starfs- hættir og stjórnun þessara stofnana með rationaliséringu fyrir augum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.