Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 18
18 STÚDENTABLAÐ Böövar Guðmundsson dró saman effnivið Charles Bauleraire leic fyrst dagsins ljós hinn 9. apríl árið 1821 í París. Faðir hans, scm hafði nokkuð gott embætti með höndum, var þá um sextugt, en móðir hans einungis 28 ára. Þessi mikli aJdursmunur liefur af mörgum bókmenntasérfræð- ingi verið talin orsök þeirrar taugaveiklunar og óróa, sem hrjáði Baudelaire allt hans líf. Hvernig, sem slík niðurstaða er fengin, er víst, að fráfall föðurins, 1827, var hinum unga Baudclaire mikill harmur. Strax í bernsku var hann óvenju tilfinninga- næmur, hann lagði mikla rækt við minninguna um föður sinn, og eftir fráfall hans lagði hann ofurást á móður sína. Það má því nærri geta, hvernig honum hefur orðið við, er móðir hans gekk í hjónaband á ný, eftir einungis eins árs ekkjustand. Þegar hann var 1 1 ára, fluttist fjölskyldan til Lyon, þar sem stjúpi hans hafði fengið háa stöðu í hernum. I. Lyon gekk hann í skóla sem önnur börn embættismanna þessa tíma, þar til fjölskyldan fluttist aftur til Parísar 1836, eftir að stjúpa hans hafði verið úthlutað enn æðra embætti þar í borg. Sama ár innritaðist Baudelaire í mcnntaskóla Lúðvíks mikla (Lycóe Louis le Grand). Um þessar mundir var Baudelaire þegar farinn að fást dálítið við ljóðagerð, og sóttu skáldgrillur ákaft á hann. Eins og nærri má gcta var fjölskylda hans lítið hrifin af því, og lagði stjúpi hans, sem vildi að hann yrði embættismaður, mik- ið kapp á að koma fyrir hann vitinu. En það tókst ekki betur en svo, að Baudehlire varð brátt andvígur öllu námi. Tok hann nú mjög að þverskallast við reglum skolans, og kom svo um síðir, að hann var rekinn frá skóla Lúðvíks mikla 1839. Þetta tækifæri til að hætta skólanámi lót hann þó ónotað og lauk stúdentsprófi frá öðrum skóla sama ár. En þar með sagði hann líka stopp, — hvað scm. tautaði og raulaði skyldi hann verða skáld, — og þar við sat.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.