Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 19
STÚDENTABLAÐ 19 Stórborgin París hafði að vonum upp á allfjölbreytta reynslu að bjóða fyrir hinn unga Baudelaire, enda væri synd að segja, að liann léti öll tækifæri ganga sér úr greipum. Öróleiki hans og taugaveiklun ágerðust mjög um þetta leyti, hann hneigðist mjög til svalls og hvers kyns óreglu, svo að fjölskyldu hans of- bauð brátt og ákvað að senda hann í heimsreisu, ef vera mætti, að jxað gæti komið fyrir hann vitinu og gefið honum tækifæri til að endurskoða ákvörðun sína. Því fór þó fjarri, að hann breytti um ákvörðun á flakki sínu um heiminn, J)ótt viðhorf hans til lífsins hafi tekið nokkrum stakkaskiftum á leiðinni. Nýjar J^jóðir með framandi lifnaðarhætti bar fyrir augu hans, lifnaðarhætti, sem hann ýmist óttaðist eða hreifst af. Mest hreifst hann af einföldum o<r frumstæðum háttum hitabeltis- O búa, og J)egar hann var kominn heim miklaði hann slíkt mann- líf fyrir sér og dreymdi um Jxtð sem fagurt og fullkomið. Þegar hann kom aftur til Parísar úr ferð sinni 1824, fékk hann álitlega fjárupphæð til að lifa af, en honum tókst að gjör- eyða henni á ótrúlega stuttum tíma. Stofnaði hann sér brátt í stórskuldir og rétti aldrei fjárhagslega við eftir Jxið. Afkastamikill var Baudelaire aldrei, og það er ekki fyrr en 1 857, að hann lætur gefa út sína fyrstu og einu ljóðabók, Fleurs du mal. Bókin vakti strax mikla eftirtekt, en meir var hún hneykslunarcfni en aðdáunar, enda samdist yfirvöldum svo um, að sex af Ijóðum hennar væru brot á almennu yejsæmi. Var nú Baudalaire ákærður fyrir þetta tiltæki sitt, en slapp með ein- ungis 50 franka sekt. Munu Jxið hafa verið góð orð keirasa- frúarinnar, Eugénies, sem urðu Jiyngst á metaskálunum, er brot hans var verðlagt. Auðvitað fékk bókin ekki að koma mcir fyrir almenningssjónir, meðan hin siðspillandi kvæði voru í henni, en eftir að hann hafði gert yfirbót, og ort inn í liana sex ný ljóð í stað hinna gömlu, var útgáfa hennar og sala gefin algerlega fljals. Bokin kom svo út alls þrem sinnum að Baude- laire lifandi, 1857, 1861 og 1867, og var hver ný útgáfa hennar aukin nýjum ljóðum. Auk þess kom út hefti prósaljóða cftir hann 1865, Le spleen de Paris. Skal nú vikið lítið eitt nánar að ljóðagcrð hans. Viðhorf Baudelaire til listarinnar var það, að listin væri ein og óháð út af fyrir sig, rart-pour-l’art. Þegar hann sætti gagn- rýni vegna ósiðlegra viðfangsefna sinna og uppátækja, svaraði hann því til, að Ijóðagerð væri tiJgangur í sjálfu sér, og að list og siðgæði ættu hreint enga samleið. Eftir að stjórnmálaáhugi hans, sem vaknaði upp úr byltingunni 1848, rénaði og hvarf, fór hann að hatast við allt scm vék að þjóðfélagsmálum og stjórnmálum, og hann reyndi að halda sér sem mest utan við öll dægurmál, eða eins og hann segir sjálfur: ,,Hið almenna málaþras skal aldrei þvinga mig til að taka mér í munn mál- lýzku aldarinnar eða blanda bleki við dyggð." I Ijóðum hans má oft finna hliðstæðu við fjarstæðukennda og óhlutdræga listdýrkun samtíðarskálda hans, Gautiers og Le- conte dc Lisles. í sonnettunni La Bcauté, lætur hann hið guð- dómlcga segja: Jc tröne dans l’azur comme un sphinx incompris; j’unis un cæur de neige á la blancheur des cygnes; je hais le mouvement qui déplace les lignes; et jamais je ne pleure et jamais je ne ris. En jafnframt hæðist hann að heiðna skólanum, þar sem ,,Po- emes antiques" dæmir reglur og lög listarinnar óhæf vegna listarinnar sjálfrar. Þessi tvískinnungur hans kemur mjög snemma fram. I einu bréfa sinna segir hann um Fleurs du mal: „Leyfist mér að gefa yður, sem hafið þusað heil ósköp um hið gagnstæða, til kynna, að í Jx:ssa vondu bók hef ég lagt allt mitt hjarta, alla mína samúð, öll mín trúarbrögð, allt mitt hatur. Það er satt, að stundum hiýt ég að vera á öðru máli, að ég hlýt að sverja við guðina, að þetta er verk hreinnar listar, blekkingar og loddaraskapar, — og í því hlýt ég að ljuga í kapp við þá, sem draga út tennur." Hvert þessara sjónarmiða hans á Fleurs du mal er sannast 02 réttast er ekki svo auð- velt að sjá, ef til vill hefur hann ekki verið sjálfur á Jwí hreina. Sé hann álitinn listrænn loddari má sanga út frá leiða hans á hinni rómantísku hugsjónastefnu, — á göfugum og forfínuð- um hugsanagangi, sem átti að hefja hverja mannlega hvöt til æðri skilnings, — þreytu, sem er að finna hjá velflestum sam- tímaskáldum lians. Baudelaire þyrsti í eitthvað nýtt og ferskt, eitthvað, sem enn var ekki fundið upp af mannlegu ímynd- unarafli og gyllt af ljóðlistinni, — og hið nýja, sem hann leit- aði að, fann hann einmitt í hinu illa 02 lastanle^a, afve^aleidd- um kynórum og sjúkleika, því sem undanfarnar kynslóðir áræddu aldrei að nefna vegna siðgæðisfjötra sinna. Fyrirmyndir slíkrar nýbreytni hafði hann allt í kringum sig í París, í hús- um vændiskvennanna, spilavítunum, kránum, fástækrahverf- um úthverfanna og í lastafullri veröld drykkju og ólifnaðar. Hvað við kemur eymd og drunga fástækrahverfanna hefur Baudelaire fyrirrennara, þar sem franska skáldið Saint-Beuvc er. Þegar Baudelaire yrkir um sína veiku sönggyðju (La muse malade), minnir það á brjóstveika ljóðagerð Saint-Beuves, en munurinn er sá, að Saint-Beuve sýslir eingöngu með hið sjúka og raunverulega, ekki lesti og ruddaskap. Sú kona, sem Baude- laire hyllir og lofar, tilbiður og hatar og lýsir djöfullegri fegurð hennar með háfleygum myndhvörfum og af fágaðri innfjálgi, sá kona er hóran, ástin, sem ætíð er annar haldmestur Jxáttur Ijóðagerðar hans, er hin keypta ást vændiskonunnar. Hinn meginþáttur ljóða hans er dauðinn, og hann lýsir á næsta na- túraliskan hátt verkun hans á líkamann. Samfara þessari natni í lýsingu á hinum líkamlega dauða er svo ónáttúrlcg ást hans á hrollvekjandi kirkjugörðum, líkhúsum og draugum. En hann gengur feti lengra en rómantískir hugsanabræður með jiví að láta fara me ðatriði, sem enginn Jiorði áður að minnastá, óþverra og þefjan rotnunarinnar og nag maðkanna. Meistaraverk hans í slíkum viðbjóði er ,,Une charogne", sem lýsir Jwí af ná- kvæmni, hvernig líkaminn leysist upp. A miðjum fögrum vor- morgni ber ófögnuðinn fyrir augu, ódaunninn veldur svima og heyra má til ormanna eins og um sjaldgæfa, stígandi og fall- andi tónlist sé að ræða. En öllum þessum óhugnaði er komið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.