Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 25
STÚDENTABLAÐ
25
hljóðfræði fyrir alla þá, er
leggja stund á tungumál, eitt
eða fleiri, og í latínu fyrir þá,
sem ekki eru stúdentar úr mála-
deildum menntaskólanna.
— En hafa þessar breytingar
þá ekki áhrif á lengd námsins
miðað við gamla skipulagið?
— Þessar breytingar hafa
augljóslega í för með sér tals-
verða lengingu námstímans til
BA-prófs. Miðað er við, að próf-
stigunum sex sé að jafnaði lok-
ið á þremur árum, tveimur stig-
um á ári. Eru þá forprófin (þ.á.
m. íorspjallsvísindi) talin með,
sem verða jafnhliða aðalnáminu,
alm. málv. og hljóðfr. á fyrsta
ári, og latína á öðru ári, ef því
er að skipta. Þar til viðbótar
kemur svo uppeldisfræðaprófið
fyrir þá, er hyggjast gerast
kennarar. Má því gera ráð fyrir,
að BA-prófinu ljúki að jafnaði
á 4. námsári, miðað við að stúd-
ent einbeiti sér að náminu allan
tímann. Þó ætti að verða hægt,
með kappsamlegri ástundun, að
ljúka öllu náminu, að uppeldis-
íræðum meðtöldum, á þremur
árum, a.m.k. fyrir þá, sem ekki
þurfa að taka forpróf í latínu.
Rétt er að geta þess, og raun-
ar ber að leggja áherzlu á það,
að í hinni nýju námsskipan
verða settar reglur um hámarks-
tíma, á þá leið, að stúdent skuli
hafa lokið BA-prófinu (uppeld-
isfi. þó ekki með talin) innan
4(4 árs frá því, að hann innrit-
ast. Stúdent mun því aðeins hafa
1 til 1(4 ár upp á að hlaupa í
náminu umfram það, sem telja
má lágmarksnámstíma. Mark-
miðið er vitaskuld, að námstím-
inn nýtist sem bezt, og verða
því stúdentar að helga sig nám-
inu í miklu ríkara mæli en ver-
i'5 hefur. En þetta hlýtur að
leioa til stóraukinnar þarfar á
námslánum og -styrkjum til
handa þeim, er þetta nám
stunda.
Heildarnámstíminn til kand,-
prófs mun hins vegar ekki
breytast að marki. Er gert ráð
fyrir 2(4—3 ára námstíma eftir
BA-próf.
— Mörgum þeim, sem hefja
háskólanám, mun þykja snögg
umskipti í kennslu- og náms-
háttum frá menntaskólum, ekki
sízt þeim, sem innritast í íslenzk
fræði. Munu ekki hinar fyrir-
huguðu breytingar hafa áhrif á
kennsluhætti í íslenzkum fræð-
um?
— Jú, eflaust er það rétt, að
mörgum þykir snögg umskipti
í náms- og kennsluháttum, er í
háskólann kemur, ekki sízt í ís-
lenzkum fræðum. Stafar það
vitaskuld að nokkru leyti af
því, að háskólakennsla hlýlur
ætíð að verða með allmjög öðru
sniði en kennsla í menntaskól-
um. En einkum stafar þetta þó
vafalítið af því, að vegna fá-
menns kennaraliðs hefur að
mestu orðið að kenna öllum ár-
göngum nemenda saman í ís-
lenzkum fræðum, og hafa því
nýir nemendur á hverju ári orð-
ið að koma inn í kennsluna, þar
sem kennarar eru á vegi staddir
í yfirferð námsefnis á hverjum
tíma. Á þessu er stefnt að gagn-
gerum breytingum. Verður kom-
ið á árgangaskiptum í kennsl-
unni fyrstu þrjú árin (til BA-
prófs), þannig að er hin nýja
skipan verður komin á að fullu,
verður kennt í þremur árgöng-
um á hverju ári (1., 2. og 3. stigi,
og lýkur hverju stigi með prófi)
svipað og nú er í öðrum grein-
um til BA-prófs. Kennslustunda-
fjöldinn verður og aukinn.
Kennt verður 6-----9 stundir á
viku á hverju stigi. Hver nem-
andi, sem les tvær greinir sam-
hliða, mun því sækja 12—18
stundir á viku auk kennslu-
stunda undir forpróf. Þá verður
og stefnt að því, eftir því sem
framast eru tök á, að leggja
Út í gegnum dyr liáskólans
blasa við grœnar mýrar og gróin tún,
en umfram allt gnœgð landrýmis
Heimatökin eru hœg
að ráða bót á hrapallegum
húsnœðisskorti tannlœknadeildar.
Ekki þarf nema ,,íslenzkan hraða“
til þess að vonglaðir stúdentar geti
vœnzt þess að líta út um sömu dyr
myndarlegt starfshýsi tannlœknanema
á nœsta hausti.
prentuð eða fjölrituð rit til
grundvallar kennslunni í ríkara
mæli en verið hefur. Allt þetta
stefnir í þá átt að brúa bilið
fyrstu árin milli menntaskóla
og háskólans í kennsluháttum.
Hin nýja námsskipan mun og
hafa í för með sér verulega
breytingu á námsháttum til
kand.-prófs, þ.e. næstu þrjú ár-
in eftir BA-prófið. Er markmið-
ið að gera nemendum kleift að
helga sig sérgrein sinni, þ.e.
málfræði eða bókmenntum, þeg-
ar um er að ræða kand.-próf í
íslenzku, í miklu ríkara mæli
en verið hefur. Nú eru próf-
g'reinirnar hliðstæðar að öðru
leyti en því, að ritgerðarefni til
lokaprófs greinir á milli. En til
viðbcjtar er stefnt að því, að
önnur greinin verði í reynd að-
algrein, þar sem mönnum gefist
tækifæri til að sökkva sér niður
í áhugamál sín, en hin greinin
verði aukagrein, þar sem aftur
á móti sé dregið verulega úr
kröfum miðað við það, sem nú
er. Kemur þessi munur fram í
próffyrirkomulagi, en í auka-
grein er aðeins gert ráð fyrir
munnlegu prófi.
— Getur háskólinn komið
þessum breytingum á með nú-
verandi starfsliði?
— Nei, það er alveg óhugs-
andi. Breytingar, sem að ýmsu
leyti miða í svipaða átt, hafa
verið gerðar við háskóla í ná-
grannalöndum okkar og alls
staðar krafizt stóraukinna
starfskrafta og mikils fjár. En
það er samdóma álit þeirra,
sem til þekkja, að sá kostnaður
hafi verið léttvægur miðað
við ávinninginn. Heimspekideild
gerði ítarlegar áætlanir um þá
kennarafjölgun, sem nauðsyn-
leg væri til að fara af stað með
hina nýju námsskipan, og hefur
ríkisstjórnin fallizt á tillögur
deildarinnar í öllum atriðum.
Annars vegar er stofnun þriggja
nýrra prófessorsembætta, í
ensku, almennri sagnfræði, og
Norðurlandamálum, og er gert
ráð fyrir að lögfesta þessi emb-
ætti á næsta þingi. Hins vegar
er svo ráðning þriggja annarra
kennara, sem þurfa að vera
komnir til starfs áður en hin
nýja námsskipan kemur til
íramkvæmda. Eru það tveir
kennarar (lektorar) í íslenzku,
sem munu hafa fullt starft við
háskólann, og kennari í alm.
málv. og hljóðfr. til forprófs.
Að öðru leyti er kennaraaukn-
ing við deildina innifalin í 10
ára áætlun háskólans, en hluti
hennar, þ.e. sem varðar fjölgun
prófessorsembætta, hefur fyrir
nokkru verið lagður fyrir ríkis-
stjórnina. Loks má benda á, að
til viðbótar föstum kennara-
stöðum — en áætlun um aukn-
ingu á kennaraliði fjallaði aðal-
lega um þær — verður á næstu
árum væntanlega þörf á fjölgun
auka- og aðstoðarkennara í
ýmsum greinum, einkum ef
stúdentafjöldi vex eins og líkur
virðast benda til.
— Og þessar breytingar eiga
að koma til framkvæmda á
þessu hausti?