Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 26
26
STÚDENTABLAÐ
— Já, reglugerðin tekur
væntanlega gildi hinn 1. okt. n.
k. Heimspekideild {hefur gefið
út leiðbeiningar fyrir stúdenta
um hina nýju námtilhögun, og
fást þær á skrifstofu Háskóla
íslands.
— Hvaða áhrif hafa breyt-
ingarnar á nám þeirra stúdenta,
sem þegar eru innritaðir í há-
skólann?
Hin nýja námsskipan hefur
engin áhrif á nám þeirra, þeir
eiga allir rétt á að Ijúka námi,
innan hæfilegs tíma, sam
kvæmt, j núgildandi reglugerð.
Hin nýja námsskipan nær að-
eins til þeirra, er innritast eft-
ir að hún tekur gildi. Hins veg-
ar verður eldri stúdentum,
þeim sem telja sér hag að því,
heimilað að stunda nám eftir
hinni nýju reglugerð, og er
kveðið nánar á um það í 12. lið
leiðbeininganna.
— Gera þeir, sem að þessum
breytingum standa, ráð fyrir
mikilli fjölgun háskólamennt-
aðra kennara á komandi árum?
—• Það er von háskólans, að
þessar breytingar stefni í þá
átt. Raunar getur háskólinn
ekki haft bein áhrif á þessi mál.
Menn koma í háskólann af
frjálsum vilja, stunda þar nám
af eigin hvötum, og geta lokið
því eða horfið frá því, ef þeim
sýnist. Það, sem úrslitum ræð-
ur í þessum efnum, er að kjör og
aðbúnaður kennara, bæði meðan
þeir eru við nám einkum eftir
að þeir eru komnir til starfs,
sé þannig á hverjum tíma,
að kennarastarfið sé eftirsókn-
arvert. Háskólinn getur aðeins
haft óbein áhrif hér, nefnilega
með því að gefa mönnum kost
á eins haganlegu námi og unnt
er, þ. e. námi, sem er hvort-
tveggja í senn, fullgilt almennt
háskólanám, reist á vísinda-
legri kennslu, og undirbúning-
ur undir þau störf, sem menn
takast á hendur síðar, t. d.
kennarastörf. Að þessu marki
stefnir háskólinn.
Við veitum
háskólastúdentum
10% afsláft
af innlendum og erlendum bókum gegn
framvísun stúdentaskírteinis.
25% afslóttur
af útgófum Móls og menningar
og Heimskringlu.
Útvegum allar fáanlegar erlendar bœkur,
blöð og tímarit.
Bókabúð Máls og
menningar
Laugavegi 18 Símar 15055 og 18106
Hljómplötur
Hljómplötur
Ávallt fyrirliggjandi feikna úrval
af klassiskum hljómplötum. —
Dans- og dœgurlög tekin upp vikulega.
Póstsendum.
FÁLKINN HF.
Laugavegi 24.
SAMVINNUBANKINN
Greiðir hœstu vexti af sparifé
ANNAST ÖLL INNLEND BANKAVIÐSKIPTI