Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 28

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 28
28 STÚDENTABLAÐ Mens sana in I Bandaríkjunum kom út fyrir nokkru bók, sem nefnist Physi- cal Fitness and Dynamic Health; Titillinn er líkur fjöldanum af nafngiftum á bókum um sama efni. En þessi bók er eftir Tho- mas K. Cureton, sem er prófess- or við University of Ulinois og hefur verið sérlegur ráðunautur forsetanna Eisenhowers, Kenne- dys og Johnsons um heilsurækt. Og margt er athyglisvert í bók- inni. George Bernhard Shaw komst cinu sinni svo að orði, að „Æsk- unni væri eytt á hina ungu“. Eitt hinna mörgu vizkukorna í þess- um orðum er, að ungt fólk gerir sér ekki grein fyrir, hvað góð heilsa er, fyrr en það hefur misst hana. Góð heilsa er ein af stærstu gjöfum lífsins, en enginn getur gengið að henni vísri. Miður ald- ur og þverrandi kraftar sækja ekki hvern heim samkvæmt á- kveðinni stjarnfræðilegri stunda- töflu; þessi einkenni koma, þegar þeim er boðið heim. Allt of marg- ir okkar hafa þetta heimboð allt of snemma. Á öld vélarinnar, þegar lífið hefur orðið þægilegra en nokk- urn hafði órað fyrir, þegar lík- amleg áreynsla hótar þvi að verða úrelt, veitum við flest meiri athygli vélum okkar — bílum , sjónvarpi, strauvél eða rafmagnsskóbursta — en við gef- um gaum að okkar eigin líkama. Samt eru líkamar okkar miklu fallegri og margbrotnari vélar en nokkur önnur, sem hingað til hefur verið smíðuð eða líklegt er að nokkurn tímann verði smíðuð. En ólíkt hinum mannsmiðuðu vélum er mannlegur líkami í þennan heim kominn án nokk- urra snoturra leiðbeininga um viðhald og notkun. Ef til vill fer þetta betur, nema að svo miklu leyti sem flest okkar förum þann- ig með líkama okkar, eins og hann þarfnaðist einskis viðhalds. Gagnstætt skoðun Georges Bernhards Shaw telur Cureton, að æskunni þurfi ekki að vera só- að í unga fólkið. Áralangar rann- sóknir hans hafa leitt í ljós, að enginn er of gamall til að hefj- ast handa um þjálfunarkerfi hans, og í sveita síns andlits af erfiðri þjálfun, getur hver sem er orðið vel að sér ger um allar líkamlegar íþróttir. Cureton bendir á, að venjuleg- ir ungir menn í menningarlönd- um vestursins hafi líkama mið- aldra manns. Tuttugu og sex ára að aldri hefur meðalmaðurinn þol manns á fimmtugs aldri. Um það bil, er hann kemst á fertugsaldur- inn, hafa líkamlegir annmarkar hans komist á það stig, sem eðli- legt má telja, að fylgi manni, sem er helmingi eldri. Hinn venjulegi miðaldra mað- ur er ekki fjarri dauðanum. Hann er aðeins eins taugaáfalls eða skyndilegrar áreynslu fjarri al- varlegum hjartabresti — og hjartaveikin er nú orðið megin- banamein í þessum löndum. Van- rækt á þeirri vél, sem á að flytja okkur í gegnum lífið hindrar okkur í að njóta lífsins einungis vegna þess að skortur á atgervi hindrar líkama okkar í að starfa á fullkominn hátt. Fólk getur ekki starfað með fullum afköstum, get- ur ekki reynt og notið hinna miklu unaðssemda, sem lífið hef- ur upp á að bjóða. En það sem alvarlegra er: Hk- amleg hnignun hefur í för með sér eyðileggingu æðakerfisins, ó- fullnægjandi blóðrás hindrar, að lífsnauðsynlegt blóð fái dreifzt nægilega um allan líkamann. Af- leiðingin er, að við erum líkleg til að verða vör við þreytu, sem einkennist af því, að við berum okkur illa, erum klaufaleg í hreif- ingum og höfum lítið úthald. Loks er þess að geta, að skort- ur á líkamlegu atgervi er ægileg heilsuáhætta. Með því að láta eftir hinum líkamlega drunga, sem alltaf sækir á, verðum við mjög næm fyrir minni háttar kvillum, sem aftur á móti eru fyrirboðar alvarlegra veikinda. Bláköld staðreynd er, að líkurnar fyrir aidurtila fyrir aldur fram eru mjög háar fyrir sjö af hverj- um tíu mönnum, sem reynast illa á sig komnir líkamlega á tuttugu og fimm ára aldri. Dýrmæt lífsorka og æsku- þrungin atorka eiga rætur sínar að rekja til góðrar blóðrásar, sterkra samhæfðra vöðva, og við- námi gegn þreytu og „krónísk- um“ sjúkdómum. Þessar æski- legu eigindir koma aðeins frá þróttmikilli líkamlegri athafna- semi. Og fyrst af öllu verða menn Sparnaður er þjóðardyggð og þjóðarnauðsyn Sparifé er undirstaða efnalegs sjólfstœðis IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF Lœkjargötu 10 — Sími 20580 Reykjavík Útibú: Strandgötu 34, Hafnarfirði Sími 50980

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.