Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 14

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 14
14 STÚDENTABLAÐ var kláðamálið og dró til tíð- inda í því á Alþingi árið 1857. Samherjar Jóns, allir þjóð- kjörnir þingmenn, utan tveir, auk nokkurra konungskjörinna, vildu skera allt fé niður. Danska stjórnin, Jón og tveir þjóðkjörnir þingmenn vildu lækna hið sýkta fé. Á Alþingi urðu um þetta mjög harðar deilur, svo og land allt. Jóni blöskraði mjög skammsýni landa sinna, hélt margar ræð- ur um málið á Alþingi og beitti þá fyrir sig skemmtilegum og kjarnyrtum dæmum, sem gam- an er að rifja upp. í umræðum um írumvarp um víðtækar lækningaráðstaf- anir komst Jón svo að orði: „En ef stjórnin samþykkir ekki frumvarpið, þá eru veiktar til- raunir stiftamtmannsins, en styrkt sú hugsun almennings, að ekkert sé til bjargar, nema drepa allt niður, og mér þykir það sannarlega undarlegt, að Alþingi vilji stuðla til þess, að ónytjungarnir ráði, sem ekki vilja eða nenna að lækna, en hinir duglegri mennirnir, sem vilja stuðla til að frelso það, sem frelsað verður, verði látnir líða og beygja sig undir ónytj- ungsskap hinna. Þetta háttar- lag minir mig á þá hugsun manna hér fyrir skemstu, þeg- ar sumir álitu, að þilskip væru til skaða. Ég man svo langt, að það komu menn til mín, sem kváðust vera sannfærðir um, að þilskip væru ekki nema til helbers skaða fyrir hina fá- tæku, sem ekki hefðu efni á að leggja í þilskip, heldur yrðu að fiska á bátum, því að það væri svo sem auðvitað, að þilskipin drægju frá þeim alla björg, þar eð þau gætu farið djúpt undan landi, en bátarnir ekki, og tælt þannig aflann frá báta- mönnum, sem væri þá allur þorrinn. Ég get ekki neitað, að ég varð nokkuð hissa, og ég spurði því, hvort þeir vildu fyrirbjóða öll þilskip. „Já, ein- mitt það“, sögðu þeir, „vér vilj- um láta fyrirbjóða að fiska, nema á bátum“. Þetta og því um líkt forsvar eiga þeir jafn- an, sem ekki vilja taka sér fram, það er ætíð af umhyggju íyrir þeim fátæku, en enda- lyktin verður, að það verður til að gera fleiri fátæka“. Mikið var deilt um hugsan- legan niðurskurð á sannanlega heilbrigðu fé og skaðabætur fyrir slíkar aðgerðir. Um þetta sagði Jón: „Ef setning hins háttvirta varaíorseta (Jón ritstj. Guð- mundsson, helzti samherji Jóns í öllum öðrum málum), að menn yrðu að skera það, sem kynni að veikjast, væri rétt, þá ætti að skera allt niður, svo að engin kind gæti veikzt og orð- ið þannig öðrum til skaða. Það er hinn mesti munur á því, með tilliti til skerðingar á eignaréttinum, hvort skera skal sjúkt eður heilbrigt. Eignarétt- inn á að virða til hins ýtrasta og grípa inn í hann fyrst þá, þegar augljóst er orðið, að tjón fyrir aðra að öðrum kosti verð- ur að hljótast. Að grípa svona svona inn í eignaréttinn, án þess að skaðinn á hinn bóginn sé augljós, er rétt eins og mað- ur segði við mann, sem maður mætir með byssu: „Þú ert þar með hættulegt morðvopn, ég tek það af þér, því að þú kannt að gera skaða með því“. Þetta vitum vér þó allir, að engum dettur í hug að taka svo af manni eign hans, fyrir tóma grunsemd eða ótta.“ Það fór svo, þrátt fyrir skel- eggan málflutning Jóns, að niðurskurðarmenn báru hærri hlut á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum gegn fjór- um. Danska stjórnin lét, þrátt fyrir það, til skarar skríða við lækningarnar árið eftir og veitti til þess 30 þúsund dali. Jóni Sigurðssyni var falin fram- kvæmd um umsjón með að- gerðunum ásamt yfirdýralækn- inum í Danmörku. Þeir gengu í málið af oddi og eggju, þrátt fyrir mikla andstöðu á íslandi og leystu málið farsællega. Jón var mjög rógborinn fyr- ir þessar framkvæmdir og af- stöðu sína. I Norðra 1860 segir: „Það mun flestum hafa brugð- ið í brún, þegar hingað barst sú fregn, að herra J. S. væri orð- inn leiguþjónn hinnar dönsku stjórnar, og það í jafnóþakk- látu máli sem kláðamálinu. Vér létum segja oss það þrem sinn- um, eins og Njáll vígsmálið Þórðar leysingja11. í Norðanfarai segir 1867: „Frá byrjun kláðasýkinnar skiptust menn í tvær sveitir, þótt nið- urskurðarflokkurinn væri þeg- ar í upphafi miklu mannsterk- ari. Forseta Alþingis 1857 (J. Sig). tókst með umráði stift- amtmanns þá að vefja þinginu um fingur sér. Stjórnin lét síð- an, knúin og besetin af ein- hverjum illum anda, ginnast til að framfylgja lækningunum með óheyrðu afli. Stjórnin vildi nú vera viss um sigurinn, tók sér því í hönd „gimstein þjóðarinnar11 (J. S.), fékk hon- um í vasann þúsundfalda Júd- asarpeninga, með því að hún var nýbúin að lesa söguna af Hrólfi kraka á dönsku.“ En eftirmálin urðu stærri, Jón var ekki kjörinn forseti þingsins árið eftir og munaði einu atkvæði. Menn sáu þó síð- ar, að stefna Jóns í máli þessu hafði verið hin rétta og varð málið því síðar til þess að auka mjög hróður Jóns og efla traust þjóðarinna á honum. Sann- kláðamálið: „Allt að einu og mæli var það, sem Hirðir, blað af ræðum Jóns á Alþingi um lækningamanna sagði um eina það er víst, að margt af því, er þessi vor merkismaður hefur ritað um mál vor Islendinga, mun uppi verða, þá er vér sem nú lifum, erum lagðir undir græna torfu, svo ætlum vér og, að ræða hans á Alþingi í sum- ar muni, þá er tímar líða, ljóst bera vitni um það, hversu skarpskyggn hann var.“ Sagan hefur sannað, að þessi spámannlegu orð Hirðis voru sannmæli. Þakkarávarp þjóðhátíðarinnar 1874 til Jóns Jón forseti gat ekki komið því við að koma út til Islands og sækja þjóðhátíðina 1874. — — Helzta hátíð landsmanna var á Þingvöllum 5.—7. ágúst. Þar var kjörin nefnd til þess að semja ávarp, sem Jóni skyldi sent. í nefndina voru kjörnir Grímur Thomsen, Jón á Gaut- löndum og Eiríkur Magnússon. Ávarp þeirra var samþykkt í einu hljóði og sent Jóni undir- ritað af fundarstjóra og fund- arritara. Þar sem ávarp þetta mun lýsa vel hug landsmanna til Jóns á þessum árum, þykir rétt að birta það orðrétt hér áeftir: „Virðulegi herra! Á þessum hátíðisdegi þjóðar vorrar er það oss hin ljúfasta skylda, er þessi fundur fær fullnægt, að votta yður í nafni íslands sona og dætra systkina- legar þakkir fyrir hið mikla gagn, er þér hafið unnið landi yðar sem forvörður í frelsisbar- áttu þess, og fyrir hina miklu frægð, er þér hafið unnið því sem þjóðlegur vísindamaður, meðal hins menntaða heims. Elskaði bróðir! Oss hefur verið það sár sökn- uður að sjá yður ekki í hópi vorum á þessum hátíðisdegi þjóðar vorrar. En því heldur þykir oss, bræðrum yðar, það þjóðheilög nauðsyn að minnast þess, að þér hafið barizt í broddi frumherja þessa lands fyrir frelsi þess og frægð. Sókn yðar og vörn hefur náð þeim leikslokum, að vér fáum á þess- um degi horft fram á ófarnar brautir þjóðlífs vors með von í stað ótta. Þolgæði yðar, fyrir- hyggja og staðfest hefur reist yður þann minnisvarða á hinu heilaga lögbergi sögudísar þessa „sögu, stáls og söngva lands“, er um aldur og ævi mun uppi vera meðal hinna minnugu systkina yðar og bera blessunarávöxtu í hjörtum hinna frjálsbornu barna ætt- jarðar yðar. Vér biðjum af heitu bróður- hjarta, að guð megi lengja og farsæla yðar dýra líf og að þessi þjóð megi sem lengst verða aðnjótandi yðar vizku- fullu ráða og starfsömu hand- ar“. MerkiS er fallið úr hendi foringjans Enn kom Jón út til Islands til Alþingis 1877. Hann var þá farinn maður og hrumur. Hann var kjörinn forseti sam- einaðs þings og einnig neðri deildar með öllum greiddum atkvæðum, nema sínu eigin. Þingið vildi sýna foringjanum þessa hinztu sæmd, en engum duldizt, að hann var kominn

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.