Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Qupperneq 13

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Qupperneq 13
STÚDENTABLAÐ 13 Háskólinn var stofnaður á aldarafmœli Jóns Sigurðssonar. Við hann hefur þjóðin tengt margar sínar björtustu vonir. Hér er brjóstmynd Jóns í anddyri háskólans yfir dyrum hinna glœsilegu húsakynna háskólabókasafnsins. munaður Jóns voru vindlar á kvöldin. Alltaf sama tegund, keypt hjá sama kaupmanni. Af reikningum Jóns virðist hann hafa drukkið mikið te. Um skemmtanir virðist hann hafa haft gaman af söng og hljóð- færaslætti, því hann hefur tíð- um farið í óperuna. Jón var viðmótsþýður mað- ur jafnan, við hvern sem var, hinn alúðlegasti í framkomu og látlaus, en í samkvæmum er því viðbrugðið, hver fagnaðar- auki var af honum. Sæti hann og væri að hugsa um eitthvað, þá var eins og nokkurs konar mók færðist yfir hann, en í við- ræðum var hann hinn skemmti- legasti maður og jafnaðarlega skrafhreffinn, í samkvæmum var hann allra manna glaðast- ur og talaði þá einatt af fjöri, sagði Eiríkur Briem. Indriði Einarsson segir svo frá: „Ef stúdent, sem var kunn- ur forseta, mætti honum ein- um á götunni, þá stakk forseti oft hendinni undir arm honum, sneri honum við og mælti: „Þér hafið ekkert að gera, — gangið þér með mér.“ Allir þessir göngutúrar enduðu, hvað mig snerti, á sama hátt. Forseti tók mig inn á eitthvert dýrasta kaffihúsið í Khöfn, heimtaði listann yfir vínin, og veitti stórt glas af portvíni, sem var ekki hugsandi til að drekka, nema það kostaði eina krónu, bauð vindla, sem urðu að vera á 25 aura upp að einni krónu, til þess að það gæti komið til mála að líta við þeim. Fyrir utan kvaddi hann mig með virktum, vonaði að sjá mig næsta sunnudagskvöld — heima hjá sér, setti hattinn langt niður á hnakkann og gekk létt og fjörlega heim á leið“. Jón var skartmaður mikill í klæðaburði alla ævi, að höfð- ingjahætti og að tízku þeirra daga. Myndi hver tízkumaður mátt við una þá reikninga, sem Jón fékk frá klæðskera þeim, er hann verzlaði við jafnan. Jón var hið mesta glæsi- menni og mun mjög hafa geng- ið í augu kvenna í Khöfn á yngri árum og var oft kallaður „Den smukke Sívertsen“. Það var því ekki að undra, að heitmey Jóns uppi á íslandi gerðist mjög óróleg, enda töldu margir í Khöfn hann afhuga því ráði. Svo var þó ekki og kvæntist Jón Ingibjörgu frænd- konu sinni Einarsdóttur eftir fyrstu þingsetu sína 1845. Hafði hún þá setið í festum á Islandi í 12 ár.---- A þeirri stundu eignaðist landið leiðtoga 9. dagur ágústmánaðar 1851 síðasti fundardagur Þjóðfund- arins, var myrkur dagur í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Á þjóðfundinum eignuðust Islend- ingar þó nýja von. Það var prestssonurinn að vestan, fræði- maðurinn frá Kaupmannahöfn. Fundargerð 16. fundar þjóð- fundarins birtist hér orðrétt á eítir úr Tíðindum frá Þjóð- fundi íslendinga. Á þessum íundi gerðust sögulegustu at- burðir sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öldinni. Á þessum fundi var Jón Sigurðsson stærstur í aug- um þjóðar sinnar. „Allir á fundi, Gjörðabók frá síðasta fundi lesin og sam- þykkt. KONUNGSFULLTRÚI (Trampe greifi): Einúngis eitt af þeim málum, sem fundurinn fékk til umræðu, er á enda kljáð (þ.e. Frumvarp til laga um ákvarðanir nokkrar, áhrær- andi siglingar og verzlun á Is- landi); hin tvö önnur: „Um stöðu íslands í ríkinu“, og „Um Þetta er með þekktari myndum af Jóni for- seta og sýnir glöggt höfðinglegt fas og klœðaburð. kosningar til alþingis", eru enn þá óbúin. Um hið síðar nefnda mál er enn þá alls ekki komið nefndarálit til fundarins, og hvað hið fyr nefnda mál snert- ir, þá eru að vísu 2 nefndar- álit komin um það til fundar- ins í fyrra dag; en álit meiri hluta nefndarinnar er svo úr garði gjört, að fundurinn ekki heí'ur nokkra heimild til, að taka það til umræðu, og máli þessu gæti því ekki orðið frek- ar framgengt, nema því að eins, að því væri vísað aptur til nefndarinnar til nýrri og lög- legri meðferðar. Þessi tvö mál eru þannig líkt á veg komin, og þá ég lagði þau fyrir fundinn, og lenging þingtímans um fáa daga, gæti því ekki haft annan áránagur en þann, að landið fengi að bera enn þá fleiri út- gjöld til einskis gagns, en þeg- ar hvíla á því. Til að baka landi þessu fleiri óþarfaútgjöld, en orðið er, sé ég alls ekki ástæðu, og mun ég því, samkvæmt þeim myndug- leika, sem vor allra- mildasti konúngur hefur gefið mér til þess, og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan. OG LÝSI ÉG ÞÁ YFIR I NAFNI KONUNGS. J. kandid. SIGURÐSSON: Má ég biðja mér hljóðs, til að forsvara að- gjörðir nefndarinnar og þings- ins? FORSETI: Nei. AÐ FUND- INUM ER SLITIÐ. J. kandíd. SIGURÐSSON: Þá mótmæli ég þessari aðferð. KONUN GSFULLTRÚI: (Um leið og hann og forseti (Páll amtmaður Melsteð) gengu burt ú sætum sínum: Ég vona, að þingmenn hafi heyrt, að ég hef slitið fundinum í NAFNI KON- IJNGS OG ÞJÓÐARINNAR þessari aðferð, og ég áskil þing- inu rétt til, að klaga til kon- úngs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi. Þá. risu upp þingmenn og sögðu flestir í einu hljóði: VIÐ MÓTMÆLUM ALLIR. Á. meðan þessu fór fram, þokuðust þeir, konúngsfulltrú- inn og forseti, út úr þingsaln- um; en er þeir voru komnir út, kallaði einn þingmanna: „Lengi lifi konúngur vor, FRIÐREKUR HINN SJÖUNDI“ og tóku þingmenn undir í einu hljóði. Síðan var gengið af fundi“. Orðrétt og stafrétt og með leturbreytingum Tíðinda frá Þjóðfundi íslendinga. Rvík 1851). í andstöðu við samherjana I einu máli lenti þó Jón Sig- urðsson í andstöðu við sam- herja sína á Alþingi, en átti samstöðu með Trampe greifa og dönsku stjórninni. Þetta lét hann þó ekki ráða gerðum sín- um, heldur fylgdi hann ótrauð- ur fram sannfæringu sinni, studdri þekkingu og framsýni. I máli þessu vann hann líka einn sinn stærsta sigur. Þetta

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.