Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 15

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 15
STÚDENTABLAÐ 15 að leiðarlokum. Hann stýrði þingfundum af sama skörungs- skapnum, en þó eins og í draumi. Það var sem gamall vani gæfi honum máttinn, en aldrei tók hann til máls á þessu þingi. Merkið var að i'alla úr höndum foringjans. Eftirmaður hans var ókominn. Þá lauk stjórnmálaferli Jóns forseta. Eftir þingslitin héldu Reyk- víkingar Jóni mikla skilnaðar- veizlu. I veizlunni var sem bráði af honum og flutti hann skörulega og innblásna ræðu, fulla af hvatningum til þjóðar- innar. Lagði hann út af orðun- um: Það skal fram, sem horfir, meðan rétt horfir. Skömmu síðar sigldi Jón ut- an. Var það í fimmtánda sinn, er hann sigldi af landi brott, í fyrsta sinn til náms, en fjórtán sinnum af Alþingi. 1 þrítugasta sinn, er hann fór yf- ir úfnar öldur Atlantshafsins þremur árum síðar, var hann liðið lík á heim leið til þess að hvíla í þeirri mold, sem líf hans var helgað. Grelöð, kona Áns rauðfelds, landnámsmanns á Eyri við Arnarfjörð, réði bólfestu hans þar, því að hún þóttist finna þar hunangsilms úr grasi. í lok rits síns um Jón Sigurðsson segir Páll Eggert: „Hinni fyrstu húsfreyju á Rafnseyri þótti ilmur úr grasi í Rafns- cyrarlandi, og réð það byggð- um hennar þar. Íslendingum mun ætíð þykja ilmur þaðan, meðan þeir minnast Jóns Sig- urðssonar“. Hf. Jöklar Austurstrœti 17 — Reykjavík Sími 21420 — Símnefni: JÖKLAR Skipastóll: M.s. Drangajökull M.s. Langjökull M.s. Vatnajökull M.s. Hofsjökull Ferðir til og frá helztu viðskiptalöndum vorum Ingólfs-Café opnar kl. 2 e. h. STÚDENTAR Drekkið eftirmiðdagskaffið í Ingólfs-Café Framreiðum einng kvöldmat. Ódýr og vistlegur veitingastaður. Stúdentar Bœjarins beztu framreiðslu er að fá á Gildaskálanum

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.