Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 6

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 6
6 STÚDENTABLAÐ þörfin við. Hana má leysa eftir þrem leiðum. Ríkissjóður hlýt- ur, eins og fyrr segir, að bera al.lan kostnað af rekstri skól- ans. Að auki hefur háskól- inn tvær leiðir. Önnur er auð- vitað happdrættið, en tekjur af því hafa runnið til húsabygg- inga og tækjakaupa. Er það dæmalaus þröngsýni af hálfu stjórnarvalda að taka 20 pró- sent af hreinum hagnaði þess. Hefði verið nær að láta þá peninga renna til vísindastarf- semi á vegum háskólans. 1 þriðja lagi ætti að vera unnt að fá einstaklinga og stofnanir til. að gefa háskólanum miklu meira fé en nú er raunin á. En þetta fæst ekki nema unnið sé að þessu með skipulegum á- róðri. Stofnunin verður að laga sig að nýjum tíma. Hún má t. d. tæplega þegja þunnu hljóði, þegar þingmenn á sjálfri löggjafarsamkundu Is- lendinga segja fullum fetum, að hún hafi brugðizt skyldu sinni eða jafnvel trausti þjóðarinnar (tannlæknamálið). Hví gerði háskólinn ekki hreint fyrir sín- um dyrum í þessu máli? Það er ástæðulaust fyrir hann að taka við húðstrýkingu af tillitssemi við einstaka stjórnmálamenn — eða af sofandahætti. Látlaust er klifað á því, að skilningur almennings og stjórnarvalda á þjóðfélagslegu gildi háskólans fari hraðvax- andi. Þetta er hverju orði sann- ara. Þó er það naumast þakkar- vert, þótt háskólinn njóti skiln- ings stjórnarvalda. Hitt varðar meira, hversu sá skilningur er sýndur í verki. Fjárframlög munu hafa þrefaldazt eða því sem næst á síðustu fimm árum, svo að stjórnarvöld virðast hafa staðið sig mjög vel. En ljóminn fer af þessu við nánari athugun. Ber tvennt til. Það lætur nærri, að allur kostnaður muni hafa á þessum árum tvö- faldazt eða jafnvel meira, sbr. t. d. allar launagreiðslur. En svo og hitt, að nemendafjöldi við háskólann hefur á þessu skeiði vaxið verulega, og hlýt- ur það að leiða af sér aukinn kostnað. Hin raunverulega hækkun til stofnunarinnar verður því, þegar öllu er á botninn hvolft, harla lítil. iÉg tel rétt í þessu sambandi að nefna tvö dæmi til að sýna, við hvaða örðugleika háskól- inn á að etja í samskiptum sín- um við stjórnarvöld. Mennta- málaráðuneytið hefur nýlega með bréfi neitað heimspeki- deild um fjárveitingu (um 12 þús. kr!) til að halda uppi kennslu í Islandssögu á þessu misseri á 1. stigi BA-náms. Er við borið, að fjárbeiðni þessi hafi komið af seint. Ef svo fer fram sem horfir, verður það í fyrsta sinni í sögu háskól- ans, sem kennsla í Islandssögu fyrir byrjendur fellur niður. Þess má geta, að eitthvað yfir 20 nemendur innrituðust í sagnfræði, sem Islandssagía er hluti af. Eins og nú er ástatt, er ekki unnt samkvæmt hinni nýju reglugerð háskólans að lesa til eftirfarandi prófa: BA- prófs þar sem sagnfræði er þáttur í; kandidatsprófs í sagn- fræði; kandidatsprófs í íslenzk- um fræðum og meistaraprófs í íslenzkum fræðum. Vonandi hefur þetta mál fengið ein- hverja lausn, þegar þessi grein birtist, því að allir hljóta að sjá, að við svo verður ekki bú- ið. Samkvæmt venju er haldið á vegum heimspekideildar nám- skeið í íslenzku máli og bók- menntum á þriggja ára fresti fyrir stúdenta frá hinum Norð- urlöindunum. Er þetta liður í norrænni samvinnu og Norður- landaráð hefur átt hlut að máli. Eitt slíkt námskeið á að halda á sumri komanda og gerði deildin áætlun um kostn- að. Var gerð grein fyrir hverj- um kostnaðarlið og öllu í hófi stillt eins og frekast var unnt. Var heildarkostnaður áætlaður 248 þús. kr. Féllst menntamála- ráðuneytið á þessar tillögur í einu og öllu. En síðar gerist það, að fjármálaráðuneytið setur á fjárlög aðeins 100 þús. kr. (100 þús. kr. eru fyrir hendi) án þess að benda á, á hvaða kostnaðarliðum megi spara. Deildin mun ekki telja sér fært að halda fyrirhugað námskeið með svo litlum tilkostnaði, og þar við situr. Ef að líkum lætur, hefst nú þóf mikið, þar til hin tilskilda upphæð fæst um ára- mót eða svo, en þá er komið í cindaga með námskeiðið eða allra síðustu forvöð að halda það. Þessi vinnubrögð eru lítils- virðing við háskólann. Að sjálfsögðu ber að nefna það, sem vel er gert. Hjá ráða- mönnum háskólans er margt á döfinni, svo sem húsabygging- ar, eðlisfræðistofnun, handrita- stofnun og hús fyrir lækna- deild. En hvenær á að byggja náttúrufræðistofnun og hefja kennslu í ýmsum greinum náttúrufræðinnar? Háskólaráð er einnig farið að gera ýmsar áætlanir um stúd- entaaukningu við háskólann, kennaraþörf á næstu árum o.s. frv., og ríkisvaldið mun hafa sýnt skilning í verki á þeim málum. Þrátt fyrir það er ég þeirrar skoðunar, að enn sem fyrr ráði ríkjum að mestu stefn- an: flýtur, á meðan ekki sekk- ur. Við stjórnarvöldin er ekki ein um að sakast í þessu efni. Háskólinn virðist stundum svo lítilþægur, að undrun sætir. Hann á eftir að læra að gera kröfur og neyta máttar síns. Það liggur í augum uppi, að gera þyrfti allsherjar könn- un á starfsemi háskólans og fjárþörf næstu árin, og ber rík- isstjórninni að gangast fyrir slíku. Með þessu móti yrði mörkuð ákveðin stefna í mál- um háskólans. Enda má benda á, að nú fara fram eða hafa þegar farið fram slíkar athug- anir við háskóla Norðurlanda. Af þessum lauslegu hugleið- ingum má ráða, að ég tek undir það með ritstjórn stúdenta- blaðsins ,,að róttækra úrræða er þörf til að afla þess fjár, sem háskólinn þarfnast“. VirÖingarf., Bjarni Guðnason. Jön Htpunihori Skorlgripoverzlun Gull og dýrir steinar Trúlofunarhringar „Fagur gripur er ce til yndis"

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.