Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 12
12 STÚDENTABLAÐ Jón E. Ragnarsson, stud jur.: Svipmyndir úr Iffi Jóns forseta Dálkar þeir, sem hér fara á eftir voru að mestu teknir saman fyrir Morgunblaðið 17. júní 1961, en þá voru liðin 150 ár frá fœðingu Jóns Sigurðssonar. Þegar hinn ágœti ritstjóri Stúdentablaðs bað mig að lcggja af mörkum til blaðsins, þá varð mér grein þessi tiltœk, ekki vegna þess að nú sé fremur en endranœr tilefni til þess að minnast Jóns forseta, því að það er alltaf meðan við munum sögu okkar. Astœðan er sú, að mér virðist sem persóna Jóns Sigurðssonar hafi orðið mjög ,,stíliseruð“ með árunum, drœttirnir orðnir jafn harðir og í eirmyndinni við Austurvöll. Það er svo sjaldan, sem við reynum að skyggnast inn úr spanskgrœnunni á minningu þessarar hetju frelsissóknar okkar. Þá verður fyrir okkur hinn skynsami og rökfasti leiðtogi, sem er harla ólikur fyrstu hugmynd okkar af leiðtoganum, sem safnaði þjóðinni saman og hvatti menn til dáða. Slíkir menn nálgast oft hugmynd okkar af múgœsingamanninum, sem höfðar meira til tilfinninga en skynsemi og raunsœi. Við teljum þetta oft afsakanlegt og nauðsynlegt að þessir leiðtogar hneigjast til meinlœta og öfga. Þegar við kynnumst Jóni forseta birtist gagnólík persóna og við undrumst, þegar þar kemur í Ijós, að holzta áhugamál hans í stjórnmálum voru efnahagsmál, sem minna eru til þess fallin að skapa vakningu, en innblásnar rœður um frelsi, og baráttu sem hann hélt þó mjög á lofti. Það hefði verið fróðlogt að fjalla hér meira um tvo höfuðþœtti starfs Jóns forseta: Frœðistörf hans við útgáfur og rannsóknir á almennri sögu Islands og réttarsögu og rökfasta baráttu fyrir fjárhagsmálinu 1865 og verklegum framförum á Island, sem hann áleit forsendu frelsisins. Þessar svipmyndir úr lífi óskabarns þjóðarinnar eru hér allt og sumt. Fyrir 150 árum var fæddur á Raínseyri við Arnarfjörð Jón Sigurðsson. Síðan hefur ljómað af þessum degi í sögu þjóðar vorrar. Við hann, þá og síðar tengjast helgustu minningar, stærstu vonirnar. Stofnun Há- skóla íslands fyrir 50 árum, endurreisn lýðveldis á íslandi fyrir 17 árum, dagur þjóðarinn- ar síðan. Jón Sigurðsson hefur þegar hlotið heiðurssess í Islandssög- unni. Engum manni hefur ver- ið meiri sómi sýndur, bæði í bundnu máli og lausu, rit hans og ræður hafa verið gefin út í vönduðum útgáfum, bréf hans hafa verið birt. Þess er því vart að vænta, að margar nýjungar komi fram á 150 ára fæðingardegi þjóðhetj- unnar. Hér mun leitazt við að bregða upp svipmyndum úr lífi Jóns forseta og hefur verið stuðzt við ýmsar heimildir, einkum þó hið mikla ritverk dr. Páls Eggerts Ólasonar. Svipir úr mannlýsingum Þegar séra Sigurður, faðir Jóns, hafði búið hann undir háskóla- nám, fer Jón úr föðurhúsum á 19. ári og stendur á eigin fótum upp frá því. Hann þrónði þá þegar með sér þá mannkosti, sem. ásamt meðfæddum hæfi- leikum hans og þekkingu urðu lykillinn að stjórnmála- og fræðaframa hans. Sagt hefur verið um Jón, að iðjusemi hans, atorka og afkastasemi héldust í hendur við trúmennsku og vandvirkni með eindæmum. Þar við bættist dæmafá skarp- skyggni, gott og trútt minni, fjölbreyttar gáfur og óvenju- djúpstæð þekking á þeim við- fangsefnum, sem hann fjallaði um. Iðjusemi Jóns var viðbrugö- ið. Sagt var að hann talaði við- stöðulaust við þá, sem hjá hon- um voru, en ynni jafnframt að hinum erfiðustu rit- og fræði- störfum. Hann skoraðist aldrei undan að taka þátt í gleðskap kunningja sinna á námsárun- um, en lét það þó aldrei bitna á skyldustörfum sínum. Páll Mel- steð segir frá því, að væri Jón úti fram undir miðnætti á laug- ardagskvöldi, þá hefði hann alltaf sezt við lestur og skriftir, þegar hann kom heim og sagzt þurfa að ná því, sem hann hafi af sér haft við útiveruna. Gleð- skapur og smásvall var Jóni einungis hvíld og hressing, tímaþjófi leið hann engu að vera til hafta störfum sínum. Eiríkur Briem segir, að Jón hafi drukkið vín við tækifæri, eigi síður en aðrir, en aldrei verið ölvaður, svo að á bæri, hefði hann eflaust þolað mikið. Skömmu eftir aldamótin gerði eitt rit templara orð á drykkju- skap Jóns, en tók þau ummæli þó jafnharðan aftur. Þegar á leið varð mikil gesta- gestanauð á heimili Jóns í K,- höfn. Hélt hann ævinlega mikla risnu fyrir gesti sína, og var ekki smátækur á romm hjá kaupmanni sínum, að hætti höfðingja þeirra tíma. Hann verzlaði alltaf hjá sama kaup- manni. Á afmæli sínu hafði Jón jafnan sérstakt við. Voru þá á borðum ungversk vín, alltaf sömu tegundir. Allur annar Þessi mynd, sem er eftir málverki í ÞjóSminjasafninu, mun vera af Jóni Sigurðssyni 25 ára gömlum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.