Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 8
8
STÚDENTABLAÐ
Lokun tannlæknadeildarinnar
Nú í haust gerðist það, að ákveð-
ið var, að engir nýir stúdentar
skyldu teknir inn í tannlækna-
deildina að sinni. Stúdentaráð,
sem og stúdentar yfirleitt, litur
þetta mál mjög alvarlegum aug-
um. Var bæði Menntamálaráðu-
neytinu og Háskólaráði sent bréf
um málið. Síðan sendi Stúdenta-
ráð frá sér greinargerð til út-
varps og dagblaða varðandi þetta
mál, og er greinargerðin í heild
svohljóðandi:
Stúdentaráð Háskóla Islands
vill vekja athygli á því vand-
ræðaástandi, sem skapazt hefur
við tannlæknadeild Háskóla Is-
lands nú í haust við það, að
ákveðið hefur verið, að deildin
taki ekki við neinum nýjum stúd-
entum. Hefur Stúdentaráð kynnt
sér alla málsmeðferð vandlega og
aflað sér tilheyrandi gagna.
Lagt hafði verið til fyrir tveim-
ur árum, að leitazt yrði við að út-
skrifa 12—15 tannlæknakandi-
data á ári, samkvæmt athugun-
um Guðjóns Hansens trygginga-
fræðings, til að reyna að bæta úr
þeim mikla tannlæknaskorti, sem
ríkt hefur. Síðustu árin hafa ver-
ið teknir inn í deildina árlega 8—
10 stúdentar, en um það bil
helmingi fleiri hvort árið í fyrra
og hitteðfyrra. Námstíminn er á-
ætlaður 6 ár, og eru það síðari 4
árin, sem skapa aðalvandamálið,
en kennslan krafst þá afar mikils
húsnæðis og útbúnaðar. I fyrra
var áformað að taka inn í deild-
ina 8 stúdenta, en fyrir tilstilli
menntamálaráðuneytisins voru
teknir inn 15 á grundvelli loforðs
ráðuneytisins um stóraukinn
fjárhagslegan stuðning við deild-
ina. Deildin hefur verið til húsa í
Landspitalanum í leiguhúsnæði,
sem löngu er orðið alltof lítið, og
þar ofan á bætist, að útlit er fyr-
ir, að deildin þurfi að víkja úr
húsnæðinu að ári. Forsvarsmenn
deildarinnar litu því svo á í fyrra,
að með loforði ráðuneytisins
væri við það átt, að húsnæðis-
vandamál deildarinnar yrðu
leyst. Upp úr 15. september kom
í ljós, að þessi skilningur for-
svarsmanna deildarinnar var
rangur, þar eð ráðuneytið lét í
ljós, að það hefði aðeins ætlað að
veita þennan fjárhagslega stuðn-
ing til reksturs deildarinnar en
ekki til að leysa húsnæðisvanda-
málið, enda teldi það, að það
vandamál æt.ti Háskóli Islands að
leysa sjálfur með eigin fé.
Fyrir liggur áætlun frá síðasta
ári um húsnæðis- og tækjaþörf
tannlæknadeildar, ef vel ætti að
vera, og er áætlaður stofnkostn-
aður ca. kr. 50 milljónir. Er frá-
leitt að láta sér til hugar koma,
að Háskóli Islands geti með eigin
fé komið upp viðunandi húsnæði
fyrir deildina í náinni framtíð.
Það er því ljóst, að þar verður
ríkisframlag að koma til, og það
mjög fljótlega, eigi ekki að skap-
ast algjört neyðarástand í mál-
efnum tannlæknadeildarinnar.
Má t. d. benda á, að útlit er fyrir,
að þegar í vetur komi upp miklir
erfiðleikar á að sjá öllum stúd-
entum, sem þegar hafa hafið
verklega námið (búnir með tvö
ár), fyrir námsaðstöðu hérlendis.
Stúdentaráð Háskóla Islands
leyfir sér að átelja harðlega
framkomu menntamálaráðuneyt-
isins í þessu máli. Telur Stúd-
entaráð, að með þessum aðgerð-
um sé stefnt að því, að lögð verði
niður kennsla í tannlækningum
hérlendis, cn slíkar aðgerðir
hljóta að skoðast alvarleg skerð-
ing á frelsi íslenzkra stúdenta til
háskólanáms og geta hæglega
leitt tii þess á skömmum tíma, að
tannlæknaskorturinn verði sýnu
alvarlegri. Stúdentaráð hlýtur að
I krefjast þess, að þegar verði
hafnar raunhæfar aðgerðir, sem
leiði til skjótrar lausnar þessa
máls.
Ennfremur vill Stúdentaráð
eindregið átelja þann hátt, sem
á var hafður nú í haust, er dregið
var fram til 22. sept. að tilkynna
þeim 20 stúdentum (þar af einn
erlendur stúdent), sem sótt
höfðu um inntöku í deildina nú í
haust, hver úrlausn þeim yrði
veitt, og þeim þá öllum vísað frá.
Slíka framkomu telur Stúdenta-
ráð óverjandi gagnvart stúdent-
um í heild, en meðferð málsins í
heild telur ráðið hins vegar ó-
verjandi gagnva.rt öllum almenn-
ingi í landinu, eins og viður-
kenndum kröfum um heilbrigðis-
þjónustu er nú háttað. Nú sem
stendur kemur einn tannlæknir á
hverja 3000 íbúa hérlendis, en ef
vel ætti að vera er talið, að koma
ætti einn á hverja 1000 íbúa.
Góðir gestir
Dagana 14.—16. ágúst dvöldust
hér í Reykjavík tveir fulltrúar
færeysku stúdentasamtakanna,
Meginfélags föroyskra stúdenta,
í boði S.H.Í. Voru það Hans Deb-
es, formaður Meginfélagsins, og
Árni Olafsson, formaður utanrík-
ismálanefndar þess. Þessum
ágætu mönnum reyndi Stúdenta-
ráð að fagna sem bezt. Sátu þeir
meðal annars kvöldverðarboð á
Hótel Sögu og fóru í ferðalag til
Þingvalla, Geysis og Gullfoss á
vegum Stúdentaráðs. Ferðalagið
var að því leyti misheppnað, að
þegar kom austur fyrir Laugar-
vatn tók að rigna ákaflega, og
sáu gestirnir eftir það harla lítið
af íslenzku landslagi, og við Gull-
foss bættist regnið við úðann úr
fossinum, svo að allir gegnblotn-
uðu. Á Þingvöllum hafði hins
vegar verið gott veður, og var
koman þangað einkar ánægjuleg.
Fró heimsókn fœreyinganna: Fró vinstri: Sigurður Björnsson, Árni Ólafsson, Hans J. Deb-
es, Helgi Guðmundsson.
Fró vinstri: Jón E. Rcgnarsson, Jón Oddsson, Hans J. Debes, Sigurður Gizurarson, Björn
Teitsson, Árni Olafsson, Sigurður Ðjörnsson, Helgi Guðmundsson og Vésteinn Ólason.