Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 29

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 29
Fréttir Byggingarsjóöur stúdenta - draumur eða veruleiki? Pað hefur frést að á döfinni sé að gera breytingar á sjóða- kerfi Stúdentaráðs, og að þær breytingar tengist eitthvað byggingu nýrra hjónagarða og Byggingarsjóði stúdenta, sem stofnaður var í fyrra. Sjóðakerfi Stúdentaráðs er þannig að Stúdentaskipta- sjóður, sem ætlaður er til að styrkja ferðir á vegum deild- arfélaga og annarra félaga innan háskólans, hefur fengið 10% af innritunar- gjöldum. Síðan er Félags- málasjóður sem sinnir fé- lagslííi og útgáfustarfsemi. Hann hefur fengið á bilinu 5- 7%. Við höfðum samband við Ómar Geirsson, formann Stúdentaráðs, og báðum hann að segja okkur hvað væri á seyði. 10% innritunargjalda - Við ætlum að endurskipuleggja þessa sjóði. Við ætlum að draga úr framlögum til Stúdentaskipta- sjóðs. Við teljum að það sé ekki þörf á svo millum íjármunum í þessi erlendu samskipti. Þess í stað ætlum við að stofna þriðja sjóðinn, Byggingasjóð stúdenta, sem er reyndar orðinn til, en við ætlum að útfæra hann nánar. Við ætlumst til að hann muni smám saman standa undir byggingum stúdenta al- mennt, ekki eingöngu nýju hjóna- görðunum, sem eru fyrsta verk- efnið hans. Við sjáum þannig fram á öflugan sjóð sem mun geta reist garða, dagheimili, námsmanna- heimili o.s.frv. Sjóðurinn mun fá fast framlag, lágmark 10% innrit- unargjalda, og við ætlum að fara fram á það við Háskólann og ríkið, að þeir leggi fram samsvarandi fé á móti. Gegnumstreymissj óður - Ef horft er til þess að peningar til t.d. stúdentagarða skila sér aftur, þegar notendur fara að greiða íyrir að búa þar, er ljóst að fljótlega fara að streyma peningar inn í sjóðinn. Þetta verður gegnumstreymis- sjóður, eins og það er kallað. Eftir um það bil 10 ár ætti þetta því að vera orðinn öflugur sjóður sem getur fjármagnað byggingar stúd- enta, þannig að við verðum ekki svo gjörsamlega háðir duttlungum stjómvalda á hveijum tíma eins og við emm nú. - GSæm. Samvinnubankinn: SKÓLAVELTA NÝ TEGUND SKÓLABÓKA Samvinnubankinn hefur sett á stofn nýja þjónustu fyrir náms- menn. Er hér um að ræða nýtt sparnaðarform, svipað því sem hingað til hefur tiðkast hjá ýmsum bönkum vegna húsnæðiskaupa eða annarra fjárfestinga. Spamaöar- form þetta heitir “SKÓLAVELTA" . Stúdentablaðið fór á stúfana til að kynna sér þetta tilboð. Að því er starfsmenn Samvinnu- bankans upplýstu hefst spamað- urinn með því að námsmaður undirritar samning við bankann um stofnun sérstakrar bókar, “SKÓLABÓKAR”. í honum er ákveðið hve lengi ætlunin er að spara og hve mikið í hverri viku eða mánuði (lágmark og hámark). Spamaðurinn er síðan bundinn á þessari bók þar til viku eftir lok spamaðartímans. Skólabókin ber sömu vexti og bundnir 3 mánaða reikningar bankans, eða 15%. Að loknu sparnaðartímabili lánar bankinn námsmanni allt að jafnhárri upphæð og spamaðurinn nam. Lánsréttur þessi hefst mán- uði eftir lok tímans og helst í allt að níu mánuði frá lokum spamaðar, jafnvel þótt námsmaður hafl tekið innistæðuna út. Að þvi er starfsmenn bankans tjáðu okkur er einn helsti kostur þessara lána sá hve lánstíminn er sveigjanlegur, þannig að náms- menn geta stillt saman útborgun væntanlegs námsláns og afborg- unum skólaveltunáms. Þeir geta jafnvel samið um aö greiða lánið af sumartekjum næsta sumars. Skólaveltulánin bera sömu vexti og almenn skuldabréfalán bankans. Að því er okkur sýnist er full ástæða til að hvetja menn til að kynna sér þessa þjónustu Sam- vinnubankans, sem er sérstaklega ætluð námsfólki. Auk þess er ástæðulaust annað en fagna því að námsfólki séu boðin sérstök kjör og þjónusta í bönkunum. - GSæm.. STYRKTARLÍNUR Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f., Fosshálsi 27, s. 67 20 00 Garðsapótek, Sogavegi 108, s. 3 30 90 Háaleitisapótek, Austurveri, s. 8 21 01 Stúdentablaðið 17

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.