Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 3

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 3
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands Ritstjóri: Guðmundur Sæmundsson (ábm.), Ráðgjafar- og útgáfuþjónustunni Klapparstíg 26, 101 R. S. 62 28 33 Útlit: Pröstur Haraldsson Ráðgjafar- og útgáfuþjónustunni Klapparstíg 26, 101 R. S. 62 25 19 í ritnefnd þessa tbl.: Hjördís Harðardóttir, Kristín Gestsdóttir, Magni Þ. Pálsson, Ronald Björn Guðnason, Sigurjón Þorv. Árnason og Sveinbjörg Sumarliðad. Blaðnefnd SHÍ: Óntar Geirsson, Félagi Umbótasinna, Runólfur Ágústsson, Félagi vinstri manna, Auglýsingasímar: 62 27 90 og 62 30 46 Önnur afgreiðsla: Skrifstofa Stúdentaráðs Stúdentaheimilinu s. 2 78 60 - 62 10 80 Prentvinna: Borgarprent Suðurlandsbraut 10 Næsta blað kemur út 28. mars n.k. Skilafrestur efnis og tilkynninga 11. mars Aukablað vegna kosninga kemur út 7. mars. Ritstjóri er til viðtals í s. 62 28 33 alla daga kl. 9-12. DÁLKUR RITSTJÓRA Aiidlili lyi*t á málgagni stádenta Eins og lesendur hafa tekið eftir hefur útliti blaðsins heldur betur verið breytt, - til batnaðar að allra áliti, vonum við. Það sem hefur gerst er þetta: Við mótun blaðsins í haust var lögð áhersla á að bæta efnisval, efnistök og umfjöllun um hagsmunamál stúdenta. Jafnframt var ákveðið að fyrst um sinn skyldu farnar ódýrari leiðir við útlit og upp- setningu. Var blaðið því sett og brotið í tölvu og útprentun í leysitölvu- prentara látin duga sem fyrirmynd plötutöku og prentunar í stað hefðbundinnar og dýrari vinnslu í prentsmiðju. Treyst var á að bætt efni yki augiýsingartekjur blaðsins og treysti rekstrargrundvöll þess. Þetta tókst. Blaðinu hefur nú verið skapaður fastur fjárhagslegur grunnur. Tími er því kominn til að taka næsta skref. Það er fólgið í því að bæta útlit blaðsins að miklum mun. Sérstakur útlitsteiknari hefur nú verið ráðinn að blaðinu, og hefur hann hannað blaðinu nýtt útlit, auk þess sem hann mun útlitsteikna það til vors. Litir verða notaðir í auknum mæli og betri pappír. Síðast en ekki síst, - hefðbundnum prentaðferðum verður beitt. Leturgæði úr setningartölvum eru enn sem komið er meiri en úr leysitölvuprenturum. Útlitsbreyting á borð við þá sem nú hefur orðið á Stúdentablaðinu hlýtur að fylla þá sem standa að því nýjum sóknarhug og áhuga. Við vonum að þess sjái merki í betra efni. Betra og fallegra blað í þágu allra stúdenta. Þetta skref í uppbyggingu blaðsins mun standa til vors. Að hausti er hugmyndin að taka næsta skref. En hvert og hve stórt það skref verður, ræðst af þeim árangri sem nú næst, þeim áhuga á uppbygg- ingu sem þá verður fyrir hendi og því starfi sem unnið verður næstu mánuði.- GSæm Guðmundur Sæmundsson ritstjóri STÚDEPITABLAÐIÐ 3

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.