Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Qupperneq 4

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Qupperneq 4
iilíft STÚDENTAPÓLITÍK I lífÍfH Yinstrí iiiciin oí> umbótasiimar sameinast í eitt ielag Sameiginlegt framboð til Stúdentaráðs og Háskólaráðs er fyrsta verkefnið Þau tíðindi hafa nú gerst í stúdentapólitíkinni að stofnað hefur verið nýtt pólitískt félag, sem ætlað er að spanna allt sviðið vinstra megin við Vöku. Þessu nýja félagi er ætlað að koma í stað Félags vinstri manna og Félags umbótasinna, enda stofnað af forystumönnum beggja félaganna. Félögin tvö munu þó starfa áfram, m.a. vegna þess að þau eiga fulltrúa í Stúdentaráði. Hópar starfa að stefuumótiui Hugmyndin að þessari samein- ingu hefur verið að gerjast meðal forystumanna vinstri manna og umbótasinna síðustu vikurnar, en ákvarðanir eru aðeins nokkurra daga gamlar, þegar þetta blað kem- ur út. Hópar hafa starfað að stefnu- mótun og skipulagningu starfsins fyrir hið nýja félag. Andstæður skerpast Ljóst er að þessi félagsstofnun verður til að hleypa nýju lífi í stúd- entapólitíkina og skerpa anstæður. Vinstri menn og umbótasinnar munu sjálfsagt reikna með því að fylgi við þá aukist við þessa atburði. Vaka mun vafalaust hins vegar einn- ig eflast. Félagsmönnum hennar mun þykja að að sér sótt með stofn- un þessa félags og munu því herðast og eflast í baráttunni. Það er því engan veginn útséð um áhrif samein- ingarinnar á fylgi pólitísku fylking- anna í Stúdentaráði. Hins vegar get- ur hún orðið til að efla áhuga hins almenna stúdents og stórauka kosn- Frá einum af undirbúningsfundunum þar sem ingaþátttöku. Atburðir á svið lána- mála og annarra hagsmunamála síð- ustu vikurnar og horfurnar í þeim efnum gefa einnig tilefni til stórauk- innar þátttöku almennra stúdenta í hagsmunabaráttunni. Hér á eftir verður birtur útdráttur úr stefnu hins nýja félags. Forystu- mönnum Vöku var boðið að skýra sín sjónarmið í viðtali eða fá birta yfirlýs- ingu. Það boð var ekki þegið. stofnun nýs félags er rædd. 4 STÚDEMTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.