Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 6
STÚDENTAPÓLITÍK lRSIH Ilvcr verða helstu stefiunmál nýs félags? Þegar þetta Stúdentablað fór í prentun var ekki búið að ganga frá stefnuskrá fyrir nýja félagið. Við uröum því að láta okkur nægja að Brcytir öllum forscudum Við spyrjum Runólf Ágúsfs- son, nýráðinn framkvæmda- stjóra Stúdentaráðs og einn af forystumönnum vinstri manna í Stúdentaráði, hvernig honum lítist á sameininguna? — Breiðfylking félagshyggjufólks í kosningunum í vor breytir öllum forsendum í stúdentapólitíkinni. Hún sameinar námsmenn um bar- áttumál sín. Vökumenn hafa því miður ekki sýnt að þeir hafi burði til þess að starfa að málefnum stúdenta á faglegum grunni, heldur eru þeir með reglubundin pólitísk upphlaup. Þeir hafa sífellt verið að reyna að reka fleyg í samstöðu stúdenta, t.d. í Rótar-málinu og fleiri góðum málum. Peir hafa metið öll okkar hagsmunamál út frá sínum pólitísku forsendum og ekki komið fram á þann hátt að það hafi verið málefn- um stúdenta til framdráttar. „pumpa“ þá sem að félaginu standa til að komast að stefnunni í öllum helstu meginmálum. Það skal því tekið fram að það er á ábyrgð blaðsins, ef eitthvað er orðað miður en vert væri. I kosningablaði verður farið nánar í stefnuna og hún sett fram af félaginu sjálfu. * Hagsmunamálin - Lánamálin Félagið er stofnað um hagsmuna- baráttu stúdenta og mun bjóða fram bæði til Stúdentaráðs og Háskóla- ráðs. Umbótasinnar og vinstri menn bjóða ekki fram. Lánamálin ber hæst allra hags- munamála. Byggt er á þeim grund- velli að hér skuli ríkja jafnrétti til náms, og Lánasjóður skuli því vera félagslegur framfærslusjóður sem láni í samræmi við framfærsluþörf. * Félagsstofnun Félagsstofnun ber að reka með félagsleg sjónarmið og hagsmuni stúdenta að leiðarljósi, en án halla- reksturs í heild. Byggingarsjóð stúdenta verður að efla verulega. * Menntamál Stúdentar fái aukin áhrif á rekstur og námskeiðaframboð Háskólans. Barist verður gegn fjöldatak- mörkunum og gegn öllum skerðing- um á sjálfstæði Háskólans. * Baráttuaðferðir Velja þarf baráttuaðferðir með tilliti til þess hverju á að ná fram. Sterkasta vopn námsmanna er fjöldinn, og því þarf að tryggja fjöldavirkni. Upplýsingastreymi þarf að vera öflugt. Því er áframhaldandi upp- bygging námsmannaútvarpsins í Útvarpi Rót mikilvæg, auk þess sem námsmenn þurfa að láta í sér heyra sem víðast á opinberum vettvangi. Breyta þarf þeirri ímynd sem náms- menn hafa meðal almennings. Xn liæUmti vtö að skemmta skrattamu Ómar Geirsson er formaöur Stúdentaráðs og einn af forystu- mönnum umhótasinna í Stúd- entaráði. Hvernig lýst honum á sameininguna? - Hún er rökrétt framhald af því sem verið hefur að gerast í stúdenta- baráttunni í vetur. Að starfa áfram í tveimur fylkingum væri bara að skemmta skrattanum. Nú eru uppi áform hjá stjórnvöldum um stór- hertar endurgreiðslur og vexti á námslán. Þaöskiptir miklu málifyrir stúdenta að til sé í Háskólanum stú- dentapólitískt afl sem getur snúist gegn slíkum áformum af þrótti. 6 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.