Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 12
ÞEMA: AKUREYRI liu tímu var liaiui jafiuvel fieinmismál Viðtal við Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra A engan mun hallað þótt Ingvars Gíslasonar, fyrrverandi þing- manns og menntamálaráðherra og núverandi ritstjóra, sé sérstaklega getið vegna þáttar hans í að gera drauminn um norðlenskan háskóla að veruleika. Stúdentablaðinu lék forvitni á að heyra hann rifja upp gang málsins. Hann varð góðfúslega við beiðni okkar um viðtal. rpphaf málsius - Eg var nýr og ungur þingmaður á árunum upp úr 1960. Að sjálfsögðu var þá ýmislegt að brjótast í manni. Ég velti mjög snemma fyrir mér skólamálum og þróun þeirra og ekki síður almennum nienningarmálum. Á þessum tímum var einnig mjög mikið rætt um jafnvægi í byggð landsins og hvernig landsbyggðin héldi sínu, atvinnulífið yrði eflt og reynt að koma stöðugleika þar á. Á þeim árurn fóru sjómenn og verkafólk fyrir norðan og á Aust- fjörðum í mikum mæli til Vest- mannaeyja og Suðurnesja til að stunda sjóróðra. Það var eitt af bar- áttumálum á þessum árum að reyna að breyta þessu þannig að við gætum líka stundað útgerð að norðan. Svo blandaðist inn í þetta líka, að mér fannst, að það yrði að efla ýmis konar þjónustustörf. Það yrði að finna út hvaða opnberar stofnanir gætu verið úti á landsbyggðinni. Ég kynnti mér hvernig þessi mál voru í Noregi, en þar voru ýmsir merkileg- ir hlutir að gerast í landsbyggðar- Kveðja til nemenda Háskólans á Akureyri frá formanni Stúd- entaráðs Þegar fréttir bárust fyrst af stofnun háskóla á Akureyri setti ugg aö ýmsum. íslendingum hættir til neikvæöni og að draga fram galla og meinbugi, áöur en litið er til kosta og jákvæöra þátta. Mér er efst í huga að samgleðjast Akureyringum, Norðlendingum og ykkur, nemendum í Háskólanum á Akureyri, vegna þessa mark- verða skrefs. Auðvitað hafið þið getu til að koma upp fullboölegum háskóla, sem sinni jafnt kennslu sem rannsóknum, fræðum og menn- ingu sem þörfum atvinnulífs. Auðvitað eiga háskólastofnanir ekki að einskorðast við Reykjavík og næstu bæi. Okkur sem ættuð erum ann- ars staðar af landinu finnst stundum nóg um og fögnum því allri til- hneigingu til dreifingar. Og nú er Háskólinn á Akureyri kominn af stað, orðinn að tilraun sem tekst. Það er orðið of seint að nöldra. Vissulega vantar fé til H.Í., en að sjálfsögðu getum við reynt að ráða bót á því án þess að það þurfi að koma niður á framlögum til Háskólans á Akureyri. Það vantar fé til að bjarga húsnæðismálum ykkar. Areiöanlega verður því bjargað án þess að okkar aðstaða skaðist. Ég hef svo sem fátt að segja til viðbótar, annað en að ég vona að við getum liaft sem best samstarf í framtíðinni. Við munum leita til ykkar með ýmis mál og vonum að þið verðið ekki rög við að leita til okkar í málefnum þar sem við höfum meiri reynslu. Segir ekki einhvers staðar að sælla sé að gefa en þiggja? Ómar Geirsson formaður Stúdentaráðs 12 STÚDCnTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.