Stúdentablaðið - 01.02.1988, Síða 15
eyri á allt sitt undir því að draga fólk
að sér og má ekki verða þröngsnið-
inn hreppsskóli. Þá bara deyr hann.
Þess vegna má húsnæðisekla ekki
verða til þess að skólinn nái ekki að
vaxa eðlilega. Við höfum af þessu
miklar áhyggjur. Skólayfirvöld eru
áhyggjufull. Og raunar eiga fleiri
hlut í slíkum áhyggjum, nefnilega
yfirvöld og nemendur Menntaskól-
ans og Verkmenntaskólans. Vel er
hugsanlegt að eitthvert samstarf geti
orðið á milli þessara þriggja skóla.
Húsnæði til
félagsstarfs
- Húsnæðisleysið kemur einnig
fram í aðstöðuleysi fyrir félagsstarf
ÞEMA: AKUREYRI
nemenda. Við höfum þó ekkert
stórfelldar áhyggjur af því á meðan
stúdenta vantar stað að búa á. Það er
mikilvægara. En hitt kemur líka -
seinna. Sama gildur um t.d. þörfina
fyrir háskólabókasafn með lestrar-
aðstöðu, sem við þurfum reyndar
strax að fara að huga að.
Útibú fráLána-
sjóði námsmaima
- Annað aðalhagsmunamálið snýr
að Lánasjóði. Mér finnst að það sé
kominn tími til að Lánasjóður fari
að hyggja að þeim umbjóðendum
sínum sem ganga í skóla utan
Reykjavíkur. Það er ekkert sjálfgef-
ið að svona sjóður starfi aðeins á ein-
um stað. Það gæti orðið hluti þess að
draga úr samþjöppuninni á einn
blett á landinu ef sett yrði á stofn hér
á Akureyri útibú frá Lánasjóði
námsmanna.
Annað sem varðar Lánasjóð er að
nú er komin upp sú staða að nokkur
hópur lánþega sjóðsins á ekki tök
að hafa áhrif á gjörðir hans með
þátttöku í samtökum sem skipa full-
trúa í stjórn sjóðsins. Við í
Háskólanum á Akureyri eigum
hvorki rétt á aðild í SHÍ, SÍNE, eða
BÍSN. Þetta þarf að færa til betri
vegar. Við höfum mikinn áhuga á
samstarfi við SHÍ um þau mál sem
snerta LÍN, svo og ýmis önnur mál.
G.Sœm.
Pakkanámið lienlar mci* ve1
segir Helga Lára Helgadóttir, nemandi í hjúkrunarfræði
- Ég hefði ekki farið í skóla í vetur, ef Háskólinn á Akureyri hefði
ekki tekið til starfa. Ég var óákveðin en langaði í háskólanám. Það
hafði þó ekki hvarflað að mér að fara til Reykjavíkur til að læra
hjúkrun. En svo þegar þessar tvær brautir fóru af stað leist mér vel á
hjúkrunina. Og ég sé ekki eftir því.
Þetta segir Helga Lára Helgadóttir, hjúkrunarnemi í Háskóla
Akureyrar, fædd og uppalin á Akureyri.
Betri fjárliagnr
- Það skiptir heilmiklu máli að
geta verið áfram heima hjá foreldr-
unum, en samt komist í háskóla-
nám. Ég er hrædd um að námslán
dygðu skammt til að búa ein suður í
Reykjavík og borga leigu, mat og
allt annað. Þó að ég fái lægri náms-
lán af því ég bý í foreldrahúsum,
kemur þetta betur út svona, auk
þess sem það er skemmtilegra.
Pakkanám
- Mér líður alveg ágætlega í þessu
námi. Mér líkar vel við „pakkanám-
ið“ - þ.e. að þjappa hverri grein sam-
an og læra hana á stuttum tíma. Ég
get þá einbeitt mér betur að henni og
komist betur inn í hana. Námsgrein-
unum er einnig raðað í mjög rökrétt
samhengi, þar sem eitt dýpkar eða
tekur við af öðru. Þetta form hefur
einnig gert okkur fært að ljúka
haustprófunum fyrir jól og eiga jólin
þar með sjálfar.
- Annar kostur við námið hér er
að í svona litlum hópi er miklu auð-
veldara um vik að aðlaga námið
hópnum. Ef okkur finnst t.d. að
prófadagsetningarnar þrengi að
okkur, látum við bara vita. Og þá er
allt gert til að fara að óskum okkar.
Vegna fámennis erum við líka í betri
tengslum við kennara, yfirstjórn
skólans og einnig hver við aðra.
Kennara-
tilbreyting
- Við höfum verið heppnar með
kennara í haust. Sumir þeirra eru
héðan, en aðrir hafa komið að sunn-
an eða jafnvel frá útlöndum til að
kenna okkur í stuttan tíma og fara
síðan heim. Einn slíkur kom í dag, -
og hann er sá fimmti sem við fáum
„aðsendan“. Þetta er ágætis tilbreyt-
ing. En með því er ég alls ekki að
finna að þeim kennurum sem eru
héðan, síður en svo. Sjúkrahúslækn-
arnir sem hafa kennt okkur eru hver
öðrum fróðlegri.
Aðstaðan
- Jú, auðvitað eru líka gallar. Það
er t.d. erfitt að vera í þessum fyrsta
hópi, meðan allt er ómótað og
aðstaðan er í rauninni ekki orðin til.
En það var ekkert hægt að bíða
lengur. Þörfin fyrir hjúkrunarfræð-
inga hér er orðin svo mikil að þessi
kennsla mátti til að fara í gang. Og
það var tiltölulega auðvelt að koma
henni í gang, af því hve mikið er hér
af menntuðu fólki á sviði heilbrigð-
isvísinda.
- Ég er staðráðin í að vera hér í 4
ár og ljúka þessu námi hér við
skólann. Annars á námið að vera
þannig skipulagt að hægt sé t.d. að
fara suður í H.í. í miðju námi, eða
koma hingað að sunnan.
Áfram gakkS
- Mér finnst að það eigi að fjölga
námsgreinum við skólann og leggja
áherslu á greinar sem ekki er hægt
að læra fyrir sunnan. Það er af nógu
að taka.
STÚDEMTABLAÐIÐ 15