Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Qupperneq 18

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Qupperneq 18
LÁNAMÁL Natarskatíur Jóns Baldvins Leggst hann þyngra á stúdenta en aðra? Hinn 9. janúar s.l. ritaði Bolli Þór Bollason, hagfræöingur fjármála- ráðuneytisins, mjög svo upplýsandi grein í Morgunblaöinu um áhrif skattkerfis- og tollahreytingar á framfærlukosnað heimilana. I grein- inni er tilgangi breytinganna skilmerkilega lýst og áhrifuni af þeim, jafnfram reynt að svara ýmsri gagnrýni sem fram hefur komið, eink- um á matarskattinum, þ.e. að lagður var 25% siiluskattur á matvörur sem ekki voru skattlagðar áður. Matvönir liækka 7% Bolli hrekur þá stafhæfingu að all- ar matvörur hækki með þessu um 25%. Auknar niðurgreiðslur brýn- ustu matvara kom þarna á móti. Hann segir orðrétt: ..Það er auðvitað Ijóst. að mat- vælaliðurinn hækkar nokkuð með álagningu söluskatts á allar matvör- ur nú um áramótin. Þessi hækkun er talin geta orðið um 7% að meðaltali. Ástæðan fyrir því, að matvælaliður- inn hækkar ekki meira, þrátt fyrir álagningu söluskatts á öll matvæli er meðal annars sú. að ýmsar mikil- vægustu matvörur heimilanna eins og mjólk, smjör, skyr og dilkakjöt hækka alls ekki í verði. Auk þess hækkar fiskur einungis um 10% og sama gildir flestar aðrar kjötvörur, egg ogosta. „Og stuttu síðar: „Ef við lítum aftur á vísitölufjöl- skylduna, mælist þessi 7% hækkun á matvælaliðnum í kringum 1.800 kr. á mánuði, rúmlega 20 þúsund krón- ur á heilu ári." Lágtekjufólk— livað nicd þad? Bolli gerir sér grein fyrir því aö matarskatturinn vegur enn þyngra hjá lágtekjufólki. Gefum honum orðið: „Hækkun á verði matvæla kemur náttúrulega ekki jafnt við pyngju allra heimila. Barnmargar fjölskyld- ur og tekjulág heimili verja stærri hluta af tekjum sínum til matarinn- kaupa en önnur. Það var ekki síst af þessum ástæðum. að ákveðið var að grípa til stórfelldra niðurgreiðslna, þannig að helstu nauðsynjavörur hækkuða alls ekkert í verði. I sama tilgangi voru barnabætur hækkaöar sérstaklega um 9-10% og lífeyris- greiðslur um 6-8%. Auk þess voru gerðar lagfæringar á barnabótaauk- anum, sem koma barnmörgum fjöl- skvldum sérstaklega til góða. Með Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra. Bolli Þór Bollason, hagfræðingurfjármála- ráðuneytisins. þessu er leitast við að tryggja, að barnmargar og tekjulágar fjölskyld- ur beri ekki skarðan hlut frá borði vegna skattbreytinganna nú unr ára- mótin." Gloppa hjá Bolla Það er óheppilegt aö Bolli skuli ekki meta það í tölum, t.d. prósent- um. hversu þungt matarskatturinn sjálfur vegur í framfærslukostnaði lágtekjufólks. t.d. þeirra sem hafa undir 40 þúsund kr. í mánaðartekj- ur. í rauninni er það eina fræðilega gloppan í þessarri grein. En. hvað um það. - við verðum þá aö taka af honum ómakið. Hann nefnirað fyrir vísitölufjölskylduna nemi útgjalda- hækkunin um 1.800 kr. á mánuði. Ef viö reiknum með að allir þurfi svip- 18 STÚDEI8TABLAOID

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.