Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 20

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 20
LÁNAMÁL Lögbrot Lánasjóðsius Fyrstu viðbrögð menntamálaráðherra við áliti Lagastofnunar H.Í., sem greint var frá í síðasta tbl. Stúdentablaðsins, eru nú komin fram. í lagaáiitinu er þeirri túlkun lýst að það sé ólöglegt að líta á meðlög sem tekjur foreldra, eins og Lánasjóður gerir nú. Akvæðid fellur brott 19881989 Strax og ráðherra barst þetta álit, ritaði hann stjórn Lánasjóðs bréf, þar sem hann mæltist fastlega til þess að þetta ákvæði yrði fellt brott úr úthlutunarreglum sjóðsins vegna skólaársins 1988-1989, en undirbún- ingur þeirra er nú þegar hafinn. Ráðherra hefur hins vegar ekki gert neinar ráðstafanir til að bæta fyrir þau mistök sem orðið hafa. Námsmenn lögðu fram á fundi sjóðsstjórnar 28. jan. sl. tillögu um að hin ólöglega regla verði þegar felld brott og útreikningur fyrir yfir- standandi skólaár verði leiðréttur. Þessari kröfu verður fylgt eftir, óháð úrslitum í stjórn Lánasjóðs. Reglan um að fengið meðlag skuli bætt beint við tekjur einstæðs foreldris var sett í úthlutunarreglur í fyrra og hefur því gilt frá því í haust. Ekki ætti að þurfa málshöfðun til að ná fram leið- réttingu á þessu, þar sem lokúthlut- un vegna yfirstandandi skólaárs hef- ur enn ekki farið fram. Verður því varla trúað að menntamálaráðherra heimili lokaúthlutun skv. reglum sem honum vitanlega eru ólöglegar. Meðlag í frain- færslumati til 1987 Óljósara kann að vera um túlkun á þeirri reglu sem gilti áður en tekju- reglan var tekin upp í haust. Þá var framfærslustuðull lœkkaður um 0.1, ef barn var meðlagsskylt. Verður ekki annað séð en að skv. þessari reglu sé á svipaðan hátt verið að blanda meðlagi vegna barns við framfærsluþörf og tekjur námsmannns, og þar með láta feng- ið meðlag hafa áhrif á upphæð hugs- anlegs námsláns. Þeir sérfræðingar um mál af þessu tagi sem blaðið hef- ur haft samband við, eru ekki á einu máli um þetta. T.d. álítur Sigurjón Valdimarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Lánasjóðsins að fram- færslutillit sé allt annars eðlis en tekjufrádráttarreglan og á það verði að líta allt öðrum augum. Sjálfsagt þarf að fara betur í saumana á þessari eldri reglu LÍN með tilliti til ólögmætis. Síðan þarf að berjast fyrir að fá það bætt, ef í ljós kemur að reglan hafi stangast á við lög. Námsmenn munu hvergi gefa eftir og ekki hika við að leggja málið fyrir dómastóla, ef það virðist álitlegur kostur. Einnig geta þeir notað þessi mistök ríkisvaldsins til að knýja fram réttmætar breytingar á úthlutunarreglum, reglugerð og jafnvel lögum um námslán og náms- styrki. Ardísbætt hvers vci»na? Árdís Þórðardóttir, stórkaup- maður, hefur nú verið leyst frá störf- um sem formaður stjórnar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Hún var skipuð af Ragnhildi Helgadótt- ur. í menntamálaráðherratíð Sverr- is Hermannssonar tók hún dyggan þátt í aðför hans að kjörum náms- fólks og árásum á starfsfólk Lána- sjóðsins, en þeim lyktaði með dæmalausum brottrekstri Sigurjóns Valdimarssonar, framkvæmda- stjóra, frá sjóðnum. Á tiltölulega skömmum tíma tókst Árdísi að skapa sér óvinsældir meðal námsmanna og ýmissa ann- arra. Það hlýtur því að hafa verið fremur óþægilegt fyrir nýjan menn- tamálaráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, Birgi ísleif Gunnarsson, að taka við yfirstjórn sjóðsins með Árdísi við stýrið, einkum þar sem Birgir hneigist að allt öðrum aðferðum og skoðanaáherslum en forveri hans í ráðherrastóli. Tvisvar síðan Birgir tók við embætti hefur hann þurft að setja bréflega ofan í við Árdísi, fyrst vegna andstöðu hennar við að gerð verði ný framfærslukönnun, síðan vegna ólöglegrar meðferðar á tekj- um einstæðra foreldra hjá sjóðnum í vetur. Þar að auki hafa fúlltrúar námsmanna í sjóðsstjórn einu sinni gengið á fund Birgis til að kvarta undan aðferðum Árdísar við með- ferð mála. Ekki verður reynt hér að giska á hvort Birgir hafi óskað eftir afsögn Árdísar, en hitt er ljóst að varla hef- ur hann tekið afsögninni með mikl- um trega. Enn minni er tregi námsmanna. Sem fulltrúi menntamálaráðherra í stjórn sjóðsins hefur tekið sæti Sig- ríður Arnbjarnardóttir, kennari. Er hún boðin velkomin til starfa með von um að hún reynist námsmönn- um betur en sú er á undan henni sat. (Innan sviga: Þeirri spurningu er jafnframt beint til Sjálfstæðismanns- ins Steingríms Ara Arasonar, hvort honum finnist ekki kominn tími til þess að segja af sér sem fulltrúi fjármálaráðherra og gefa Jóni dek- urbarnavini Baldvin kost á að skipa fulltrúa sinn í stjórnina.) 20 STÚDEBTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.