Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 21
KYNNING: ORATOR ■■■■
30-40 injög
viridr iclagai*
Það er óhætt að segja að Orator, félag laganema sé eitt þeira deild-
arfélaga hér við skólann sem er hvað virkast. Að minnsta kosti skilst
okkur af ýmsum stúdentum í lagadeild að þar sé nóg hægt að hafa fyr-
ir stafni við félagslíf deildarinnar. Til að kanna réttmæti og trúverð-
ugleika slíkra fullyrðinga fór Stúdentablaðið í vettvangskönnun í
Lögberg og spjallaði um stund við Frans Jezorski, en hann vermir
formannssæti þessa félags. Franz var hinn viljugasti að segja okkur
frá starfscmi félagsins.
- Af föstum uppákomum má
nefna framsögunámskeið og ræðu-
keppni, en Orator var upphaflega
stofnað sem mælskufélag. Þá var
farið í allnokkrar vísindaferðir út
fyrir höfuðborgina og semínar var
haldið í orlofshúsi í Brekkuskógi í
lok janúar, þar sem umræðuefnið
var dómstólar og fjölmiðlar. Tveir
fræðafundir hafa verið haldnir, þá
um ákveðin málefni sem snerta
fræðin, og hefur verið gífurlega góð
mæting á þá fundi, nú síðast um 130
manns sem mættu. Þá má nefna að
við héldum jólaball 18. des. í sam-
vinnu við viðskiptafræðinema og
hjúkrunarfræðinema. Auk þess
stöndum við í víðtækum erlendum
samskiptum við laganema frá
Norðurlöndum. Einnig höfum við
samskipti við bæði ísraelska og
bandaríska laganema. Árlega tök-
um við á móti 20 manns og álíka
hópur fer út frá okkur.
Árshátíð 16. febrúar
- Loks má nefna árshátíðina sem
er án nokkurs vafa stærsti atburður
ársins í félaginu. Hún er alltaf haldin
16. febrúar ár hvert, á afmæli Hæsta-
réttar. Nú sem endranær er sérstök
nefnd sem sér um árshátíðina, og er
hún skipuð 7 ákaflega myndarlegum
lagastúdínum á2. ári, semhafaunn-
ið mjög vel að undirbúningi hátíðar-
innar.
Hátíðardagskrá okkar laganema
hefst strax að morgni þess ló.febrú-
ar með málflutningi og hátíðarer-
indi. Þá verður boðið upp á veitingar
og eitthvað fleira verður til gamans
gert þangað til menn mæta prúðbún-
ir á sjálfa árshátíðina sem haldin er á
Hótel íslandi. Þar verður boðið upp
á vandaða dagskrá við allra hæfi.
Sérstakur heiðursgestur kvöldsins
verður Þorsteinn Pálsson, forsætis-
ráðherra.
Tölnivcr
Orator rekur tölvuver. Við spurð-
um Franz, hvernig það væri tilkom-
ið.
- Við tókum þetta tölvuver í notk-
un í nóvember síðastliðin. Við sótt-
um um fé til tækjakaupanefndar
háskólans og fengum fimm tölvur.
Síðan höfum við haldið fjögur stutt
námskeið til að kenna mönnum á
tölvurnar. Þetta hefur gefist mjög
vel og eru tölvurnar töluvert notað-
ar.
Útgáfustarfeemi
- Af útgáfustarfsemi má nefna
Úlfljót sem er fræðirit og kemur út
fjórum sinnum á ári. Síðan er það
Grímur Geitskór sem er fréttabréf
og eins konar spéspegill, m.a. mikið
notaður við að gera grín af formanni
Orators hverju sinni. Auk þess hef-
ur Orator staðið fyrir bókaútgáfu og
núna í október gáfum við til dæmis
út bókina Samningarétt eftir dr. Pál
Sigurðsson, prófessor.
Gód aðstaða og
jákvætt hugarfar
Að lokum spurðum við Franz,
hvernig félag sem byggir allt sitt á
sjálfboðavinnu færi að því að halda
uppi svo viðamikilli starfsemi.
- Ég held að skipulag námsins eigi
verulegan þátt í því. Við erum alltaf
í heils árs námskeiðum nema á fyrsta
ári og félagstarfsemin því ekki slitin
í sundur á miðjum vetri með
prófum. Eins má benda á það að við
erum hér öll í sama húsi, en ekki
dreifð út um allan bæ eins og margar
námsgreinar. Þá má nefna mjög
góða félagsaðstöðu hér í húsinu, það
er gert ráð fyrir nemendum í þessu
húsi. í Lagadeildríkiralmenntmjög
jákvætt hugarfar í garð Orators.
Starfseminni væri ómögulegt að
halda gangandi, ef ekki kæmi til
fjöldi fólks sem er tilbúið að leggja
töluvert á sig til að halda uppi öflugu
félagsstarfi. Þannig eru ekki færri en
30-40 laganemar sem eru mjög virkir
í félaginu á hverju ári.
Ég vil að lokum koma á framfæri
þakklæti til allra þeirra er lagt hafa
hönd á plóg nú í vetur - án þeirra
hefði þetta ekki verið hægt.
Árshátíðarnefnd Orators, f.v.: Björg Thorarensen, Kristbjörg Stephensen, Sigríður
Arnarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Helga Jónsdóttir (fremst), Linda Bentsdóttir
og Margrét Gunnarsdóttír.
STÚDErtTABLAÐlÐ 21