Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 23
Hteodór Grímur OuðmuiHksoii cr látinn Theodór Grímur Guðmundsson, annar af framkvæmdastjórum Stúdentaráðs og fulltrúi þess í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna lést 2. janúar s.l. Theodór var aðeins 21 árs gamall og hóf sagnfræðinám í Háskóla íslands haustið 1986. Eftir síðustu Stúdentaráðskosningar hóf hann störf á skrifstofu SHÍ og í stjórn LÍN. Á stuttum tíma tókst honum að þoka mörgum málum áleiðis, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Theodór skrifaði fastar greinar í Stúdentahlaðið í haust og var auk þess drjúgur heimildarmaður blaðsins um ýmsa þætti lánamála. Einnig þar er því skarð fyrir skildi við brotthvarf Theodórs. Það er ekki í anda Theodórs að dvelja lengi við þá sorg sem ótíma- bært andlát vekur óhjákvæmilega, heldur skal hafist handa á ný. Stúdentablaðið leyfir sér að tala fyrir munn allra stúdenta, þegar það þakkar Theodóri góða viðkynningu, einarðan málflutning og sam- viskusemi og elju í þrotlausu starfi í þágu allra stúdenta. Minning hans lifir. I*iii*1‘iiiii »ð sinna i*áðuiiii>ai*iiiáliii viðtal við Jón Tryggva Héðinsson, formann Félags Iæknanema - Markmið eða starfssvið félagsins er þríþætt. í fyrsta lagi snýr starf- semi þess að ýmiskonar félagsmálum, samskiptum við erlend félög læknanema, skipulagningu á ýmis konar uppákomum, fþróttastarf- semi og fleira. í öðru lagi Iætur félagið sig verulega varða kennslumál, beitir sé fyrir úrbótum á aðstöðu læknanema og vinnur ýmis konar starfsemi varðandi fræðin. í því felst að lialda fræðslufundi, ásamt rekstri „Fræðabúrsins“ en í því má finna safn gamalla prófa og glósur frá eldri nemum, auk einhverra tímarita. Loks er það svo þriðji þáttur starfseminnnar sem er e.t.v. það svið þar sem Félag læknanema sker sig frá öðrum félögum í Háskólanum, en það snýr að ráðningarmálum. Félagið raðar nemendum á 4. og 5. ári í læknisfræði niður á stöður, þegar að sumarstarfi keniur. Við höfðum svipað verkefni hvað varöar nema í hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun, en þar sem skortur á stöðum þar er ekki lengur eins mikill og var, gerist þess ekki lengur þörf að við röðum niður á stöð- urnar. Á þessa leið lýsti formaður Félags læknanema starfsemi félagsins, þegar blaðamaður Stúdentablaðsins kom að máli við hann fyrir nokkru. Við biðjuni liann að segja okkur nánar frá daglegri starfsemi félagsins. Dagleg síaríscmi - Viö höldum félagsfundi aö meö- altali einu sinni í mánuði og eru þar allar helstu ákvarðanir félagsins teknar. Auk þess fara þar oft fram fjörugar og gagnmerkar umræður. Dagleg starfsemi fer svo að miklu leyti fram í félagsheimilinu okkar að Suöurgötu 26 b. Par fundar stjórn félagsins og hinar ýmsu nefndir, ágæt vinnuaðstaða er þar, bæði ljós- riti og ritvél auk þess sem félagið á einar þrjár tölvur. Það er upplagt fyrir félagsmenn að vinna í þeim verkefni og skýrslur, auk þess sem þær eru mjög mikilvægar fyrir starf- semi félagsins. Af nefndum félagsins má nefna kennslumálanefnd, fræðslunefnd, fulltrúaráð, rannsóknarnefnd og hópslysanefnd, en hver þessarra nefnda starfar aö sínum málaflokki. Auk þess eiga læknanemar sæti í deildarráði læknadeildar, náms- nefndum sem í eru tveir nemar og tveir kennarar og loks þá eigum við þrjá fulltrúa í kennslunefnd, en hennar hlutverk er að hafa námsefni læknanema í sífelldri cndurskoöun. Útgáfustarf Af útgáfustarfseminni má fyrst nefna blaðið „Læknanemann". Auk þcss er gcfið út reglulega fréttabréf sem fjallar um það helsta i starfsemi félagsins. Loks má nefna „Pestina" sem er símaskrá félags- ins. STÚDENTABLAÐID 23

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.