Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 24

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 24
tileinkað ég sé í móðu að dagurinn hefur komist í gegnum nóttina og regnið hefur rutt honum leið og allt er einhvern veginn orðið eins og saklaust barn sem bankar uppá og ég ligg með hálflokuð augun inn í snjóhúsi sem er að hrynja það er kalt og ég er frosið blóm í dvala það er kalt og hljótt og enginn til að taka mig burt skerandi tónninn verður sífellt sterkari afskræmt ópið berst gegnum kyrrðina og endar í endalausum dropum sem falla ég stend upp og dreg gluggatjöldin frá það glampar á hafflötinn þar sem fiskarnir synda um í þögninni stara útstæðum augum á ekkert ég geng niðrí fjöruna og leggst í volgan sandinn það er enginn á ferli sólin hlær við mér strykur mig Ieggst á mig með öllum sínum þunga hlýjan streymir frá henni hún Iýtur yfir mig strýkur hárið gengur léttfætt í fjörunni við leiðumst út í öldurnar og ég hleyp með hana til lands gef henni dagana næturnar sandinn stjörnurnar ég ligg á grúfu og sólin er farin þögnin skríður upp eftir bakinu og deyr í garginu frá sjófuglunum sandurinn undir mér er kaldur ég er með sand í munninum það er sandur í augunum það sést ekki út úr augunum fyrir sandstormi og ég er týndur í sandkornunum hún grípur um kviðinn ég legg eyrað að hlusta hún talar um freknur það á að verða með freknur við hlæjum og hún klappar á kviðinn ég stend berfættur og dreg hringi í sandinn hring eftir hring og fuglarnir fljúga endalaust út á sjónum hún er farin þau eru bæði farin ég er maður sem dreg hringi í sand ég horfi á hana kyrrðin yfír blíðri ásýndinni það logar á kerti og ég snerti kaldar varir hennar þeir koma og taka hana og ég er einn og sjófuglarnir steypa sér yfir mig og fiskarnir synda stjórnlaust og sólin er dáin og það er endalaus vetur 24 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.