Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Qupperneq 30

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Qupperneq 30
LÁNAMÁL IJjV-iVcttír Þrátt fyrir „heitar“ umræöur um málefni Lánasjóðsins undir lok síðasta árs hefur starfsemin gengið samkvæmt áætlun. í árslok var búið að afgreiöa allar umsóknir lánshæfra háskólanema sem sóttu um fyrir lok nóvember. I janúar verður reynt að Ijúka afgreiðslu ferða- styrkja og lána til þeirra sem sóttu um í desember. Á sama tíma hefst undirbúningur að lokaafgreiðslu sem áætlað er að geti hafíst í lok mars. Fyrir lokaafgreiðslu verður lánið endurreiknað miðað við nýj- ar tölur um framfærslukostnað, en hann hækkaði 1. desember s.l. og mun hækka aftur 1. mars. 1. árs nemar fá ekki skuldabréf sent fyrr en um miðjan mars, því ekki er gert ráð fyrir að upplýsingar um náms- árangur berist frá Haskólanum fyrir febrúarlok. Skilyrði fyrir afgreiðslu og skilafrestur upplýsinga Síðasti hluti námsláns á yfirstand- andi skólaári verður greiddur út þann 15. apríl n.k. Afgreiðsla loka- láns er bundin því skilyrði að full- nægjandi upplýsingar varðandi endanlegar tekjur á árinu 1987 ber- ist Lánasjóðnum á tilskildum tíma til viðbótar þeim upplýsingum sem eiga hafa borist nú þegar. Háskólanemar hafa verið minntir á skilyrði rir lokaafgreiðslu með dreifibréfi sem þeim var sent í janú- ar ásamt sérstöku eyðublaði varð- andi upplýsingar um endanlegar tekjur á árinu 1987. Þeir þurftu að skila eyðublaðinu útfylltu og undir- rituðu ásamt ljósriti af skattframtali á íslandi árið 1988 fyfir 10. febrúar n.k. Þeir námsmenn glata rétti sínum á námsláni á yfirstandandi ári sem skila ekki fyrir lok námsársins þeim upplýsingum sem þeir hafa verið beðnir um. Ferðastyrkir og ferðalán Um afgreiðslu ferðastyrkja og ferðalána gilda sérstakar reglur. Þeir námsmenn sem eiga lögheimili sem er lengra en 100 km frá náms- stað eiga rétt á ferðastyrk. Að öllu jöfnu er ferðastyrkur greiddur út tvisvar á námsárinu. Fyrri hluti er afgreiddur að hausti til greiðslu kostnaðar vegna ferðar til námsstað- ar. Seinni hlutinn er afgreiddur að vori til greiðslu kostnaðar vegna heimferðar í lok skólaárs. Frá þess- arri meginreglu eru gerðar tvær undantekningar: Umsjón með IJjV-i*rétlum f.h. Uáuasjóðs: Porður G. Valclimarsson Þorbjörn Guðjónsson, ábm. Annars vegar geta þeir sem sækja eingöngu um ferðastyrk fengið styrkinn óskiptan þegar þeir leiggja inn beiðni um afgreiðslu ásamt upp- lýsingum um staðfestan útlagðan ferðakostnað og eðlilega námsfram- vindu. Hins vegar getur námsmaður sem ekki fer heim að vori geymt rétt sinn í eitt misseri og nýtt sér hann til greiðslu kostnaðar vegna heimferð- arum næstu jól. Þeirnámsmennsem nýttu sér ekki rétt sinn síðastliðið sumar geta núna eftir heimferð um jólin fengið afgreiddan óskiptan ferðastyrk þegar þeir leggja inn beiðni um afgreiðslu ásamt staðfest- ingu á útlögðum kostnaði. Ferðastyrkur er ætlaður til greið- slu ferðakostnaðar að fullu upp að ákveðnu hámarki. Þegar slíkt hámark er ákveðið er miðað við upplýsingar frá Ferðaskrifstofu stúdenta um kostnað vegna ferða innanlands á íslandi. Lán til bóka-, efnis- og tækjakaupa Við útreikning á námsláni er tekið mið af áætluðum námskostnaði. Einn liður hans er kostnaður vegna bóka-, efnis- og tækjakaupa. Miðað er við kostnaðartölur sem Lánasjóð- urinn fær frá deildum Háskólans. í haust við ári. Nú berast nýjar upp- lýsingar sem lagðar verða til grund- vallar við lokaútreikning. Lán til greiðslu kostnaðar vegna tvöfalds heimilis- halds Þeir námsmenn sem vegna sér- stakra aðstæðna verða að halda tvö- falt heimili vegna náms við Háskól- ann geta sótt um aukalán til greiðslu kostnaðar vegna tvöfalds heimils- halds. Lánið má nema allt að 50.000 kr. Skilyrði fyrir lánveitingu er að árstekjur maka séu ekki hærri en tvöfaldur sá framfærslukostnaður sem námsmanni er ætlaður við útreikning námsláns. Námsmenn á 1. misseri og kröfur um námsfrmavindu Afgreiðsla lána til 1. árs nema tek- ur 2-3 vikur eftir að upplýsingar um námsárangur á haustmisseri ásamt öðrum nauðsynlegum gögnum hafa borist og ljóst er að námsárangur fullnægir kröfum Lánasjóðsins. Ekki er ætlast til að háskólanemar komi sjálfir upplýsingum um námsárangur til sjóðsins. Lánasjóð- urinn fær slíkar upplýsingar beint frá Háskólanum. Þar sem þessar upp- lýsingar berast sjóðnum varla fyrir lok febrúar, er gert ráð fyrir að 1. árs háskólanemar fái skuldabréf sín send í fyrsta Iagi um miðjan mars. í nóvember var öllurn 1. árs nem- um sent bréf þar sem gerð er grein fyrir þeim kröfurn sem Lánasjóður- inn gerir til árangurs á fyrsta misseri í námi við HÍ. Það er því óþarfi að endurtaka upplýsingar þess efnis hér. íslensk nafnnúmer. Lánasjóðurinn notar enn íslensk nafnnúmer námsmanna sem lykil að skráningu upplýsinga í tölvukerfi sjóðsins. Námsmenn eru beðnir að muna að skrá nafnnúmer sitt á öll gögn sem þeir senda sjóðnum. 30 STÚDEbTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.