Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 34

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 34
STÚDENTAR HAFA ORÐIÐ Tuttngu þúsimd kroimr tll hagsbóta fyrir stádenta Nú í haust ákvað Stúdentaráð Háskóla íslands að verja 20.000 krónum af sameiginlegum fjármunum stúdenta til kaupa á hlutabréf- um í nýrri útvarpsstöð, Útvarpi Rót hf. Miklar deilur urðu um þetta mál og er því full ástæða til að rekja það nú, þegar hin nýja stöð hefur hafið útsendingar. Þegar hlutabréfakaupin komu til afgreiðslu Stúdentaráðs, þá var því haldið fram af fulltrúum Vöku að hér væri stjórn SHÍ að misnota vald sitt gróflega til að hyggla vinstrisinn- uðu fyrirtæki. Benedikt Bogason formaður Vöku sagði að þeir sem stæðu að stöðinni væru dæmdir terr- oristar, kommúnistar og menn sem hefðu beitt sér gegn frjálsu útvarpi. Málið var rætt á mörgum fundum Stúdentaráðs og minnti málflutn- ingur minnihlutans óneitanlega nokkuð á ofsóknir og kommúnista- veiðar í Bandaríkjunum á 6. ára- tugnum. Sérstaklega voru árásirnar grófar í garð þáverandi fram- kvæmdastjóra SHÍ, Theódórs Gríms Guðmundssonar og var framkoma ýmissa stúdentaráðsliða minnihlutans þeim til ævarandi van- sæmdar. Er óskandi að í framtíðinni megi ræða hagsmunamál stúdenta á drengilegri hátt er gert var í þessu máli. En til hvers er útvarp Rót? í því galdrafári og moldviðri sem þyrlað var upp við hlutabréfakaupin gleymdist sá ávinningur sem stúd- entar hafa af því að eiga aðgang að útvarpi Rót. í fyrsta lagi standa allar náms- mannahreyfingarnar að stöðinni og ætla sér að nýta hana í hagsmuna- baráttu sinni. Stúdentaráð, Banda- lag ísl. sérskólanema og Samband Runólfur Ágústsson. ísl. námsmanna erlendis halda úti sameiginlegum þætti vikulega: Námsmannaútvarpinu. Tilgangur þess er að koma upplýsingum frá samtökunum til félagsmanna sinna milliliðalaust og að vera vettvangur hagsmunabaráttunnar. í öðru lagi á námsmannaútvarpið að koma til skila upplýsingum um uppákomur og atburði innan Háskólans. í þriðja lagi geta deildarfélög nýtt sér útvarpið til þáttagerðar fyrir sín sérmál og hefur þegar komið fram áhugi hjá mörgum þeirra í því sam- bandi. Fljótlega má því vænta sér- þátta þeirra. í fjórða lagi gefur Útvarp Rót þann möguleika að nemar í fjöl- miðlafræði geti hugsanlega nýtt sér það í námi sínu. í fímmta lagi veitir Útvarp Rót ómetanlega reynslu sem kemur til góða þegar og ef af Háskólaútvarpi verður. Þannig er ljóst að fyrir þessar 20.000 krónur hafa stúdentar fengið mikið fyrir lítið. Allt tal um eyðslu og sóun í þessu sambandi er hin arg- asta rökleysa. Útvarp Rót er hlutafélag og eig- endur þess, einstaklingar og félaga- samtök, skipta hundruðum. Útvarpið er „grasrótarútvarp“, þ.e. ætlað til þess að allir sem áhuga hafa 34 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.