Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 41

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 41
FRÉTTIR *£ Frá setningu tölvuskólans. Þorvarður Elíasson skólastjóri í ræöustól. Tölvuskóli Verdunarskólans settur í íyr^lu s»úm Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunar- skóla íslands setti föstudaginn 15. janúar s.l. í fyrsta skipti tölvuháskóla Verzlunarskólans. Skólinn getur tekið á móti 56 nemendum inn á hverja önn, en nemendur eru teknir inn tvisvar á ári, í janúar og september. 104 umsóknir um skólavist bárust, þannig að vísa þurfti nokkrum hluta umsækjenda frá. Skólavistin tekur þrjár annir og þá útskrifast nemendur sem kerfis- fræðingar. í setningarræðu sinni sagði Þorvarður meðal annars að hann teldi það rétta ákvörðun hjá skólanefnd Verzlunar- skólans að taka mið af akademískum kröfum við stofnun tölvuháskólas, þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt hefði verið að það leiddi til áreksturs við einstaka háskólamenn. Það tryggði það að skólinn einangrað- ist ekki og samkeppni á þessu svið væri til góðs. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamála- ráðherra sagði í ávarpi að það væri fagnaðarefni að tölvuháskólinn væri tekinn til starfa, sem tæki ntið af þörfum atvinnu- og viðskiptalífsins. Þörfin væribrýn, þar sem tölvur hefðu breytt ntiklu í þjóðfélaginu á undanförn- um árum og tímamót væru nú að verða í tölvuvæðingu grunn- og framhaldsskóla. Hann sagði að fjölbreytni í kennslu á háskólastígi væri sífellt að aukast, þó að Háskóli íslands yrði áfram höfuðvígi rannsókna og vísinda. Þessir nýju sérgreindu háskólar einbeittu sér einkum að þörfum atvinnu- og viðskiptalífs og myndu gegna auknu hlutverki í framtíðinni. 50 herbergi, með baði, beinum síma, útvarpi, lit- sjónvarpi «g video, niini- bar og herbergisþjónustu. Hótelið hefur nýiega verið stækkað og endurnýjað og allur aðbúnaður rétt eins og best gerist. Njótið góðra veiga og veit- inga í notalegu umhverfi. Glæsilegir veitingasalir, bar og kaffitería. HOTEL KEA AKUREYRI Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri, Pósthólf 283 Sími: (961-22200, Telex: 2195 kea is STÚDENTABLAÐIÐ 41

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.