Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 6
6
F Á L K I N N
Jeg gat ekki hugsað til þess
að sitja heima og hafa ekkert
fyrir stafni, og þó hann væri að
gera byl á útnorðan tók jeg
til útstöðva minna, sem eru ná-
hundana mína og lagði af stað
lægt 50 mílum fyrir sunnan
tjaldið mitt hjerna. Jeg var ekki
kominn langt þegar hundarnir
minir fóru að hnusa, eins og þeir
hefði þef af bráð, þeir hertu á
sprettinum og hlupu beint upp
í vindinn. Jeg átti dýraboga á
þeim slóðum og var farinn að
hlakka til að fá veiði, þegar jeg
sá tóu, sem hafði orðið einhvers
óvenjulegs vör, og tók á rás
beint til hafs. Hún finnur spor-
ið, sperrir upp skottið og renn-
ur norður snjóinn á harða
spretti. Hundarnir mínir eltu.
Björn! datt mjer í hug og
hafði byssuna mína viðbúna, því
þegar tóan er soltin slæst hún
oft í för með birninum til þess
að jeta eftir hann leifarnar.
Björn, Björn! söng innan í
mjer. Hver veit nema það yrði
skemtilegt jólakvöld úr þessu,
eftir alt saman.
Jeg ók lengi án þess að jeg
yrði nokkurs vísari og veðrið fór
síversnandi. Jeg var kominn
langt af rjettri leið, því hund-
arnir eltu alt af slóðina eftir ref-
inn, og ætlaði nú að fara að
taka af þeim ráðin og fara á
rjetta leið aftur. En þá sá jeg
refinn aftur, og nú var hann að-
eins stuttan spöl frá og horfðist
í augu við mig. Svo hvarf hann
aftur, en hundarnir höfðu sjeð
hann líka og runnu aftir honum
á fleygiferð.
Nú sá jeg þúst skamt fram
undan. Það gat ekki verið björn.
Þegar jeg kom nær sá jeg að
þetta var skinhoraður Eskimóa-
hundur, sem tóan hafði haft þef-
inn af.
Hundur? En hvernig stóð á
honum, hjerna langt úti á ís!
Jeg hljóp af sleðanum til þess
að afstýra því, að hundarnir
mínir rjeðust á þennan aum-
ingja, grindhoraðan og glor-
hungraðan, en þá kemur rifa í
skaflinn alveg hjá mjer; jeg
heyri ofurlítinn skræk og þarna
kemur gömul kona upp úr
skaflinum, skjálfandi á beinun-
um af kulda. Hún var svo að
fram komin að hún gat ekki
sagt eitt einasta orð, og henni
varð brátt ljóst, að það var ekki
Eskimói sem hún hafði hitt fyrir
heldur einhver útlendingur, svo
að hún fór að baða út öllum
öngum og benti í sífellu til Stap-
ylton-flóa. Mjer var óskiljanlegt
hvernig í ósköpunum hún var
komin þarna. En það var enginn
timi til umhugsunar ef hún átti
ekki að lognast út af þarna und-
ir handarjaðrinum á mjer. Jeg
vafði hana í flýti inn i ábreið-
urnar sem jeg hafði á sleðanum
mínum og ók svo eins hart og
hundarnir gátu hlaupið heim í
tjaldið mitt, sem jeg hafði flúið
fyrir fáeinum klukkustundum.
Hundurinn kerlingarinnar kom
i humátt á eftir og virtist vera
glaður í bragði. Það var eins og
hann gengi þess ekki dulinn að
hann hefði rækt starf sitt vel, og
komið gömlu konunni til manna-
bygða.
Og nú er bráðum komið að
sögulokum, þvi við gátum ekki
talast mikið við. Hún fjelck önd-
vegissessinn á bríkinni minni,
og jeg Ijet meira að segja hund-
inn hennar inn í hlýjuna, en það
fá minir hundar aldrei. Og svo
hjeldum við jólin hátíðleg. Alt
góðgætið sem jeg hafði geymt
var borið fram, og jeg ljet mjer
svo umhugað um, að dekra við
jólagestinn, að jeg vissi ekki
neitt af neinu fyr en komið var
fram á nótt. Jeg kveikti á kert-
um alstaðar sem mögulegt var
að koma kerti fyrir og var í svo
góðu skapi, að jeg man ekki til
að það hafi legið eins vel á mjer
i mörg herrans ár. Jeg hafði
bjargað mannslífi og til endur-
gjalds hafði jeg fengið að reyna,
að jólin eru því aðeins jól að
maður geti fengið tækifæri til að
vera eitthvað fyrir aðra.
Þegar gamla konan var kom-
in í samt lag aftur eftir útileg-
una og sultinn ók jeg henni á-
leiðis í áttina, sem hún hafði alt-
af verið að benda í, þarna um
kvöldið þegar jeg fann hana.
Það var auðvelt að rekja sig eft-
ir sleðaslóðinni og eftir nokkra
daga komust við til ættingja
hennar, sem nú voru teknir til
við selveiðina. Þeir voru ckki lít-
ið hissa þegar við komum, því
þeir höfðu ekki hugmynd um,
að nokkur hvítur maður byggi
á þessum slóðum, og datt ekki
annað í hug, en að gamla konan
væri frosin í hel.
Hjer lýkur jólaæfintýrinu
mínu.
Nú bar Johnson fram kjöt og
lax og við drógum á bátinn með
þeirri lyst, sem þeim er gefin,.
er ferðast hafa langan dag. Svo
kom kaffið og pípurnar voru
teknar upp. Við sátum þarna i
þjettum tóbaksreyk og nutum
þeirrar miklu vellíðunar sem
góður gestgjafi ávalt veitir.
Það var nú orðið áliðið þegar
við skriðum i svefnpokana og
löngu eftir að ljósið hafði verið
slökt og alt samtal var þagnað
hljómaði fyrir mjer einbeitt
rödd, sem mælti þessi sjálfsögðu
og sönnu orð:
„Jólin eru því aðeins jól, að
maður geti fengið tækifæri til
þess, að vera eitthvað fyrir aðra.
Sex til sjö ára gömul telpa kem-
ur í fyrsta sinni i barnaskólann. Hún
heitir Matthildur Patfjörð. Kennarinn
skrifar nafnið hennar og spyr svo r
— Hvað heitir hann pabbi l>inn?
— Hann heitir Patfjörð!
— Já, jeg veit það, en hvað er
skirnarnafnið hans?
— Það veit jeg ekki, hann heitir
bara Patfjörð.
— Jeg veit það, segir kennarinn f
vandræðum. Loks dettur honum rá&
i hug:
— Hvað kallar hún mamma þiit
hann?
— Nú skil jeg hvað þjer meinið,
segir telpan. — Hún mamma er altaf
vön að kalla hann Skrögg.
* * *
— Þú elskar mig ekki, Georg. Þu
gætir að minsta kosti klappað mjer..
— Klappa og klappa. Hvernig á jeg.
að klappa þjer þegar jeg er með báð-
ar hcndurnar í buxnavösunum?
m
m
æ®
DRJUGUR ER MJALLAR DROPINN
Næsl þegar þjer kaupið rjóma þá munið eftir að biðja um
ÞEYTIRJÓMA 25§ feitan
en ef þjer ætlið aðeins að nota hann í KAFFIÐ, þá er
KAFFIRJÓMI 12§ feitur
tilvalinn, báðar bessar teg. hafa hlotið einróma lof allra neytenda.
MJALLAR MJÓLKINA
getið þjer einnig fengið í nálega hverri einustu búð á landinu,
HÚN E R VIÐURKEND FYRIR GÆÐI.
WCMT Styðjið innlendan iðnað!
Avalt íYrirlnsiaiiili
Nýir ávextir allar teg. Þurkaðir
ávextir allar tegundir. Niðursoðnir
ávextir allar teg. Sardínur fl. teg.
í olíu og tomat. Ansjósur. Fiska-
bollur. Kindakjöt í V1 °9 72 dósum.
Sultutau í glösum oglausri vigt. Vindl-
ar fl. teg. Reyktóbak. Handsápur.
Fægilögur. Skúripúlver. Skóá-
burður. Kryddvörur allar teg. Kex
og Kökur. Ostar 4 teg. Lifrarkæfa.
----- ÁTSÚKKULAÐI -----------
ca. 30 tegundir af hinu þjóðfræga.
C I D A
er nú selst meir af en nokkurri annari teg.
SUÐUSÚKKU LAÐI 5 tegundir.
LAKKRÍS. Toffee. Karamellur.
Egoert Kristjáissoi k Co.
Símar 1317 og 1400.
KoJ