Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 24

Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 24
24 F Á L K I N N Makaskifti. — X-'rú Baranfie? Látið |)jer Irana koma inn! Louis Fourcronoy, seni sat yfir kaffiboílanum í besta hægindastóln- um sínum stóð upp til að taka á móti gestinum. — Frú Barange — alein — Ung, fríð og ljóshærð kona kom inn. Hún var i ákafri geðshræring. — Kæra frú hvað kemur til að þjer------? — Paul er farinn frá mjer — Paul er horfinn — skildi eftir brjef. Klæðaskápurinn hans tómur — svo datt mjer í hug að fara til yðar — besta vinar hans. — Æ, það er hræði- legt — jeg elska liann — ómögulegt að liann sje hættur að elska mig — en lesið ])jer brjefið. Æ, nú hefi jcg gleymt þvi, jeg er viti mínu fjær. En — það stóð í brjefinu að hann elsk- aði aðra — æ, jeg verð brjáluð. Hún njeri hendurnar alt í einu og fór að kjökra. Fourcronoy horfði undrandi á liana. Þetta fór henni ekki vel, hún var sköpuð til að brosa og vera glöð og nú var hún að skæla. Eftir að hann hafði kynst frá Bar- ange liafði ást til hennar vaknað i brjósti lians, en vitanlega hafði hann altaf leynt tilfinningum sínum. Hún var glöð og ánægð eiginkona vinar hans. Nei, aldrei hafði hann ætlað sjer að verða hjónadjöfull. Og nú var hans fyrsta hugsun sú, að hugga og hjálpa. Trygðarof Paul Barange hrygðu hann en komu honum ekki á óvart. Hann þekti ljettúð vinar sins. Þetta var sannarlega ekki i fyrsta sinn, sem hjónabandið hafði fengið ágjöf. En átti hann að segja henni þetta? Og að ást hennar ætti annað og betra skilið en binda trúss við Paul? Ilann hætti fljótt við það og fór i staðinn að kumra nokkur huggunarorð yfir licnni — augnabliks veiklciki — skyndileg hughrif — hann mundi bráðum sjá að sjer — kæmi bráðum aftur. Ó, að hann gcrði það! sagði hún mcð grátstafinn í kverkunum — jeg get ekki lifað án hans — en hann kemur áreiðanlega til yðar, því liann sagði í brjefinu, að þjer ættuð að vera milligöngumaður okkar i þessu máli — alveg eins og alt væri úti á milli okkar. Það er óttalegt! Nú snökti hún átakanlega. Hann huggaði þvi meir, og loks mannaði hún sig upp og sagði: — Þakka yður lijartanlega fyrir — já, við skulum vona að hann komi aftur. Þjer talið við hann og svo lcem jeg til yðar á cftir. Mjer er svo rótt þegar jeg er hjá yður — það er nærri því eins og jeg væri hjá honum. Jeg er að tcfja yður. Jeg sjc að þjer ætl- ið út. • Daginn eftir kom Paul. Hann var i æsing er liann talaði um flóttann og ástina til þeirrar nýju. Hún var svart- hærð, andrik og gáfuð — þau tilbáðu livórt annað. Um kvöldið kom frú Barange. Hún grjet skelfingar ósköp, hún ællaði að biða trygðarofans alt fram að bana- beðinum, og hún þakkaði Fourcronoyr fyrir að hann ætlaði að hjálpa henni. Fourcronoy var altaf að hjálpa, dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Hann var einka athvarf og huggari einstæðingsins. Hún heimsótti hann i raunum sín- um, þau fóru saman á fámenn kaffi- hús og göfgandi hljómleika og þau töluðust stundum við tímunum sam- an — altaf um Barange. Frúin fór að sætta sig við örlögin en vildi þó ekki sleppa allri von. Og Fourcronoy varð ástfanginn af licnni með hverjum degi, ekki sist eftir að hann gat farið að liugga hana með því að ást Paul til þeirrar svarthærðu væri farin að kólna. Svona leið hjerumbil ár. Þá koin Barange einn morgun til Fourcronoy og sat fram undir hádegi og borðaði morgunverð. Loksins fór Fourcronoy í símann og þegar hann kom aftur þaðan sagði hann: — Hún kemur klukkan þrjú? Fourcronoy opnaði sjálfur dyrnar fyrir frúnni. — Hann iðrast, hvlslaði hann að henni, — og jeg hefi sagt honum, að þjer munuð fyrirgefa hon- um. — Æ, hamingjan lijálpi mjer, stundi frúin og var rjett liðið yfir hana. Þau gengu saman inn í stofuna. Barange kom brosandi á móti henni. — Genevióve, jeg er kominn aftur. Jeg veit að þú héfir liðið mikið, en Fourcronoy vinur minn hefir sagt mjer, að þú munir fyrirgefa mjer. Og svo laut hann fram og ætlaði að kyssa hana. En þá kiptist liún við og þaut — beina leið í faðminn á Fourcronoy. — Nei, láttu mig vcra, æpti liún. Jeg kæri mig ekkert um þig — - það er hann sem jeg ............ Og hún þrýsti sjer upp að „milligöngumann- inum“. Barange ætlaði í fyrstu að fara að skakka leikinn. En svo hætti hann við það. Hann ypti öxlum — og fór út. Storkurinn og börnin. A Norðurlöndum er börnunum talin trú um, að það sje storkurinn ‘ sem keraur með þau í þennan hoim. Hjer á landi hafa storkar aldrei verið til, og því má það vera nágrannaþjóðum vorum ráðgáta, eða rjettara sagt börnunum þar, hvernig i ósköpunum börnin skuli fara að þvi að fæðast á íslandi. Nú hefir danskur dýrafræðingur sýnt fram á, hvernig á þessari kenn- ingu standi, um storkinn og ungbörn- in. Storkurinn lifir m. a. á froskum, veiðir þá og flýgur með þá i nefinu i hreiðrið sitt. Til að sjá eru froskarn- ir ekkert ólikir smábörnum. Þaðan hafa hugvitssamir menn fengið hug- myndina um storkinn og börnin, sem fæðast inn í þennan heim, segir dýra- fræðingurinn. Það hefir rnargt verið fullyrt lýgilegra. Breskur vísindamaður þykist geta sannað ]>að, að Kínverjar hafi iðkað knattspyrnu um 300 árum fyrir Krists burð. Það á að hafa verið Cseng Ti keisari sein fyrstur kom á knatt- spyrnu. En engar sannanir liefir breski vísindamaðurinn gert kunnar þcssu viðvikjandi. Yngsti sonur Bretakonungs, Gcorge, var nýlega á bresku herskipi við vesturströnd Ameríku. Meðan skipið lá i Los Angelos stalst pilturinn burt og brá sjer til Hollywood. Kvikmynda- leikkonurnar urðu himinlifandi glaðar yfir heimsókninni. Douglas Fairbank og Mary Pickford slógu upp dansleik fyrir prinsinn. Á þeim dansleik var hann svo óheppinn að rifa buxurnar sínar svo að annað lærið var nærri nakið. En leikkonurnar hlógu dátt. m IJM í eífts 0 f 0 a) «2* <p 1 0 <5'<Aíd 1, Hentugar Jólagjafir fáið þjer í ritfangadeild V. D. K. svo sem: CONKLIN lindarpennar og blýantar, hafa 15 ára reynslu hjer á landi, varahlutar venjulega fyrirliggjandl. Brjefsefnakassar, Brjefsefni í veskjum. Peningabuddur, Brjefaveski, Spilapeningar, SPIL, Teiknigerðar, Peningakassar, Lausablaðabækur, Pappírskörfur, Gjafa-umbúðapappír og kort. Verslunin Ðjörn Kristjánsson. 0 m i ® SUUc) f M 0 « f 0 f 0 m karla og kvenna eru kærkomnar Jólagjafir og vil jeg minna á mitt fjölbreytta úrval og hagkvæmu borgunar- skilmála. — Einnig mikið úrval af hringum, armböndum, armhringum, menum, festum, nálum o. fl. o. fl. handa ungu stúlkunum. — Silfurvörur og plettvörur eru líka öllum kærkomnar ti! jólanna. — Komið því meðan MT nógu er úr að velja hjá mjer. "08 GUÐNl í AUSTURSTRÆTl 1. □ □ Hattaverslun e □ □ □ Margrjetar Leví □ LJ O □ hefir mjög mikið og fallegt úrval af dömu- og ung- 0 O lingahöttum nú fvrir jólin. — Verð við allra hæfi. □ □ o ( (• ( ( ( ( ( ( Skrautiegt úrval af Bro Cade skóm. Lakkskór og allskonar Skinnskór, kven, karlm., ung- linga og barna, í afarfjölbr. úrvali. Stefán Gunnarsson. Skóverslun. Austurstræti 12. > ) ) > ) ) ^ ocPo0o0°0000°.°o°ooo.°°o°°ooooooooooooooooooooooooooOOO Oo°00000"o í Látið blómin bera jólakveðjur yfir hafið. Sendið pantanir yðar strax, á blómaskeytum til útlanda. °To o §o° ( °o° o o o o °oo0o°°:ó o o o o o O o Q Þjer eigið marga fjarstadda vini, sem þjer hugsið til, og sem yður langar til að gleðja, ekki síst fyrir jólin. Þeir mundu verða hissa og glaðir, ef þeir fengu blómvönd með nafnspjaldinu yðar heim til sín á jólakvöld. Við afgreiðum blóm um allan heim. Sendið pantanir yðar sem fyrst. o Blómaverslunin „Sóley". Bankastræti 14. Sími 587. o O o o “o 0°o0°oO 'At°°0 O0O°OOOO OOO.OOOÚOO..ODOOO.O.ODOOOO.SOOOO o0°°o° >0OOO00OO°°

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.