Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 33

Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 33
F Á L K I N N 33 sá hún hvíta fallega veru við rúmgaflinn. „Jeg er engillinn þinn, Imba litla“, var sagt, „guð sendi mig til að gæta þín. Öll börn hafa sinn engil, en jeg fjekk ekki að hjálpa þjer, þú rakst mig burt. Jeg hefi oft grátið yfir ,þjer Imba lilla, og það ekki í fyrsta skifti í dag!“ „Jeg skil hvað þú átt við“, sagði barnið, „og nú skal jeg segja þjer hvernig var. Við telpurnar lentum í áflogum á fimtudaginn í skólanum, og mjer varð á, að rífa gat á kjólinn hennar Borgu frá Sandi, og hún mamma hennar kallaði á eftir mjer, þegar jeg fór heim lir skólanum, að hún skyldi segja kennaranum frá því. Og svo varð jeg „veik“ til þess að þurfa ekki að koma í skólann aftur fyr en eftir jólin, því þá hjelt jeg að þetta mundi vera gleymt. Jeg ætlaði að bjóða henni Borgu heim um jólin “. „Þú hjelst að guð mundi ekki sjá til þín, Imba íitla? — í hvert skifti sem þú sagðir ó.satt, jafn- vel þó það væri ekki nema smá- skreytni til þess að fá sykur- mola, kom svartur blettur á hvíta kjólinn minn“. Og engillinn sýndi henni hvíta kjólinn sinn, — hann var alsettur svörtum blettum. „Nei, nei —Imba litla grjet og nuddaði blettina með hárinu á sjer, en það var vætt í tárum. „Get jeg ekki náð þeim af?“ „Ekki svona“, svaraði engill- inn hryggur, „en í hvert skifti sem þú ert hreinskilin og góð, og ert ekki hrædd við að segja frá því, sem þjer hefir oiðið á, þá hverfur einn blettur af kjóln- um mínum. Og ef þú verður eins og guð heyrði að þig langaði til að vera, þá skulum við syngja saman síðar á snjóhvítum kjól- um á stóru jólahátíðinni á himn- um“. Imbu litlu fanst hún heyra þyt, og í sama bili hvarf engillinn. En hún glaðvaknaði. Hún vissi ekki hvenær draumurinn Jiafði hætt og vakan byrjað. En það kom fyrir sama. Það sem borið hafði fyrir hana var svo merki- Iegt, að það hafði þýðingu fyrir alla æfi hennar. Hún lá vakandi, og spenti greipar og þakkaði guði. Hún gleymdi alveg að vera hrædd við mýsnar á gólfinu, gleymdi að breiða sængina upp yfir höfuð, þó að kalt væri í gamla eldhús- inu og glóðin fyrir löngu út- brunnin. Hún gleymdi líka, að Anna, sem lá í rekkjunni. fyrir ofan hana, gat heýrt til hennar — hún þakkaði guði og hugsaði ekki um neitt annað. Hún játaði fyrir honum öll ósannindi sem hún hafði sagt, alt frá því hún borð- aði berin í garðinum hennar móðursystur sinnar. Hún nagaði berin svoleiðis, að kjarnarnir hjengu eftir á kvistunum, svo að frænka hennar hjelt að fuglarn- ir hefðu jelið þau. Hún lieyrði að Anna fór fram úr og inn til móður sinnar og hvíslaði að Imba litla mundi vera fárveik, hún væri með ó- ráði. Vinnupilturinn var líka kominn ofan og sagðist ætla að fara til læknis og láta draga úr sjer vondu tönnina; hann gæti þá beðið hann að koma um leið. En nú stakk Imba litla höfðinu fram úr rúminu og kallaði: „Jeg hafi enga löngun til að segja ó- satt eða skrópa lengur og geri það aldrei framar". Móðirin hljóp að rúmi hennar, frá sjer af hræðslu. Og við brjóst hennar skriftaði svo Iihba litla, og því meira sem hún sagði þess fastar þrýsti móðir hennar henni að sjer. Allir á heimilinu heyrðu um drauminn og lærðu af honum. Imbu litlu var leyft að fara til Borgu með nýjan kjól, sem henni sjálfri hafði verið ætlaður í jólagjöf, og aldrei lifði hún jafn yndislegt jólakvöld og í þetta sinn. Henni fanst eins og hún væri alt kvöldið í hvítum kjól, sem enginn blettur væri á. AIECCANO er meira en leikfang. Það þjálfar hugsunina — og glæðir starfsáhugann. i & «-. Gefið drengnum yðar það í jólagjöf. Fæst í flestöllum stærðum í Getur þú það? samari, leggja vinstri handlegginn á bakið og beygja þig niður og styðja liærgri hendinni á gólfið, ná vasa- klútnum (eða fimmeyringnum) upp með munninum og standa upp aftur. Það er ekki eins auðvelt og þú held- Legðu vasaklút á gólfið (eða þá fimmeyring, og þá er þrautin enn erf- iðari). Nú áttu að standa á tánum og halda hnjánum og fótleggjunum vel Stattu um handleggslengd þina frá vegg og beygðu liöfuðið inn að veggn- um, eins og inaðurinn gerir á mynd- inni. Lyftu svo stólnum upp og reyndu hvort þú getur losað höfuðið frá veggnum og rjett úr bakinu. Það eru ekki margir sem geta það. (7% Það eru 24 börn í bekknum hjá mjer, sagði kennarinn, og í dag vant- aði 8% af liundraði. Hve mörg börn voru þá í skólanum? „BIG BEN“. I turninum á þinghúsinu i London er stór klukka, sem menn kalla „Big Ben“. Þessa klukku verður að draga upp þrisvar í viltu — og það tekur tvo menn fimm klukkustundir að draga hana upp. ‘'Vé) (<§r~ ^Jarslun <3ncji6jarcjar cZo/ínson. --------------------------------------4 Veistu það? Hjerna eru nokkrir spurningar handa þjer til að spreyta þig á um jólin. Reyndu nú livað þú getur svar- að mörgum þeirra af eigin liyggjuviti, en fáðu þá sem eldri eru og fróðari til að hjálpa þjer með hinar, og hættu ekki fyr en þú getur svarað þeim öllum. 1. Hvenær dó Snorri Sturluson og hvernig? 2. Hvað er klukkan í New York þeg- ar hún er 3 i Reykjavík? 3. Hvað halda mörg eimskipafjelög uppi reglubundnum ferðum milli íslands og útlanda? 4. Hvað liafa margir ráðherrar verið á íslandi siðan 1904. 5. Hvað heitir stærsti jökullinn i Ev- rópu? 6. Hver komst fyrstur á norðurlieiin- skautið og hver á suðurheims- skaulið? 7. Hvaða skáld orkti „Ó fögur er vor fósturjörð"? 8. Hvernig stendur á þvi, að sjórinn frýs síður en stöðuvatn? 9. Hvaða vatn er stærst á íslandi? 10. Hver bjó til líkneski Jónasar Hallgrimssonar? 11. Hver er voldugasti maðurinn á Spáni? 12. I-Ivað heitir konungurinn í Svi- þjóð? 13. Hvenær var Hákon gamli uppi? 14. Hverjir drápu Höskuld Hvitanes- goða? 15. Hver er stærsti kaupstaður á Austurlandi? 16. Hvaða fiskur er nytsamastur fs- lendingum? 17. Hvenær var Safnahúsið bygt? 18. Hvenær var sæsiminn lagður til íslands? 19. Hver sendi fyrstur loftskeyti? 20. Fyrir hvað er Edison frægur? 21. Hvar er fullkomnasti vitinn á ís- landi? 22. Úr hvaða steini er Alþingishúsið bygt? 23. Hvenær voru síðast stórir jarð- skjálftar á fslandi? 24. Hvaða blað er elst á íslandi af þeim sem nú korna út? 25. Hvenær gaus Iíatla seinast? Ef ]>ú getur svarað öllum þessum spurningum umliugsunarlítið veistu meira en margur maðurinn fullorðinn. er jólagjöf Manchetskyrta Ullarpeysa Silkitrefill Skinnhanskar eða bindi frá Guðm. B. Vikar. 7 ^ Altaf fyrirliggjandi: „]UNO“-ELDAVJELAR hvít- emailevadar allar stærðir. „0RANIER“-0FNAR græn eml. — Svartar ELDAWJEL- frá HUSQWARNA. - LIN- OLEUM tnargar fallegar teg. Filtpappi. Þakpappi. Gólf- og Veggflísar. Saumur og m. m. fl. Á. Einarsson&Funk Byggingarvörur & Eldfæraverslun. Best kaup hjá J. Þorláksson & Norðmann. Kvensokkar í miklu úrvali f Hanskabúðinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.