Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 3
> @0 o o o o o o o o o o o o o o o©o o o o o o o o o o o o o o o o©o O O O 0 o o o o o o o o o o o®o O O O O • • O 0 O O ®£)0 O O O O O O O 0 o o o©c O O O 0 o o o c o o o©o o o o o o o o o o o o©o • o o o o o o c o o 0(2)0 o o o • o o • o o o o oo.0o°aoo® cP ° ® O °Ooo°I ÁHRIFAMAÐURINN MESTI Q- : JOLAHUGLEIÐING o I Eftir dr. theol. JÓN HELGASON biskup o o o Qoooooooooooo 000 0 0000 00*1^0000000000000000 O . o”? o O °°2 oO oo 9°^ ° H Hd Ö o . o ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo O O O oO OoðOoO „Af hans gnægð liöfum vjer allir fengið“ (Jóh. 1, 16). ’ÓLIN sera fæðingarhá- tíð frelsarans er um fram alt minningarhá- tíð. En þegar vjer höldum minningarhá- tíð einhvers manns, sem vjer vitum oss í þakkarskuld við, þá dettur oss sjaldan í hug að dvelja við fyrstu byrjun lífs hans, heldur dveljum vjer við Iíf haiis fulltíða, því að mæti hans stendur ávalt og fyrst og fremst í sambandi við það, hvílíkur hann var i lífi sínu og hvað hann fjekk afrekað öðr- um til heilla. Og eins er farið minningunum um Jesúm Krist. Þær hljóta allar að snúast fyrst og fremst um það, hvílíkur hann var sem fulltíða maður og hvað vjer eigum honum að þakka. — En þetta tvent stendur i nán- asta sambandi hvað við annað. Þegar vjer af sjónarhæð nú- tímans rennum augunum yfir þróunarferil mannkyhsins um næstliðnar 19 aldir, þá dylst oss ckki, að þar verður fyrir oss sægur mikilla áhrifamanna, sem mannkynið er í þakkarskuld við. En einn er sá, er ber ægishjálm yfir alla aðra áhrifamenn ver- aldarsögunnar og meiri ljóma leggur af en öllum öðrum. Þessi • æini er maðurinn Jesús Kristur. Meiri áhrifamaður lifði aldrei hjer á jörðu. Hver áhrifamaður hann var, kom þegar í ljós á holdvistar- dögum hans, eins og þeim er lýst i guðspjöllum vorum. Al- staðar þyrpist fólkið að lionum til að hlýða á mál hans og sjá verkin, sem hann vinnur, svo að hann fær aldrei að vera i friði, nema helst blánóttina, sem hann þá einkum notar til þess að eiga tal við sinn himneska föður og auðgast við það að nýjurn þrótt og nýrri djorfung. Að sjálf- sögðu hefir fox-vitnin dregið marga, enda fer því fjarri, að að allir þessi mörgu menn tryðu á hann. En hvað sem þvi líður, þá var aðsóknin mlkil alla jafna. Sjerstaklega voru það þó þeir, er ininst áttu undir sjer, sem hændust að honum og leituðu samfunda hans, óbreytt alþýða og öreigalýður. Fyrstu lærisvein- ar hans voru, sem kunnugt er, allir óbreyttir alþýðumenn. Fyrsti söfnuðurinn, sem mynd- ast um hann, hefir vafalítið að ixieiri hlutanum verið fólk, sem telja mátti til öreigalýðs, sem nú er svo kallað. Það er þvi síst að furða þótt öreigalýðurinn i heiminum hafi einatt viljað eigna sjer Jesúm Krist sjerstak- !ega, enda verður þvi aldrei neitað, að Jesús var vinur ör- eigalýðsins öllum öðrum fremur, sem lifað hafa á þessari jörð. En hann var það sem „vinur syndaranna“ yfirleitt og allir voru í vissu tilliti öreigar fyrir guði í hans augum. En liitt er jafnvist, að Jesiis kendi sjerstak- lega í brjósti um alla þá menn, sem urðu á einhvern hátt að fara varhluta af þvi, sem ahnent er talið lífsgæfa, og fyrir því söfnuðust slíkir menn sjerstak- lega að honum. Þeir fundu, að hjer var sá, sem vildi þeim vel, ekki þekti neitt manngreinarálit, ekki leit niður á þá, svo sem ein- hverja óæðri tegund manna, heldur elskaði þá sem bræður og systur, sem börn eins og sama föður, sem þá, er allir væru jafnt ákvarðaðir til arftöku i guðs ríkinu. Ekki síst fundu þeir til þessa, sem, eins og tollheimtu- menn og bersyndugir, sættu al- mennri fyrirlitningu, eða þá þeir, sem manmiðarleysið og harð- ýðgin vildi helst útiloka úr mannlegu fjelagi fyrir það eitt, að þeir voru haldnir einhverjuin sjúkdómi, sem þótti vera vottur guðlegrar reiði vegna sjerstakra synda þeirra. En þeir voru fleiri, sem leituðu á fund Jesú. Vjer sjáum meðal þeirra einnig menn af hinum æðri stjettum, menn, sem sist verða taldir til öreigalýðs, menn eins og t. a. m. hundraðshöfð- ingjann í Kapernaum, sam- kunduhússtjórann Jairus, ráð- herrana Nikódemus og Jósef frá Arimatea, rika unga manninn o. fl. En Jesús gerði þeim ekki i neinu hærra undir höfði en liin- um. í hans auguin voru þeir allir öreigar fyrir guði, menn, sein þurftu hjálpar og Jesús að sjálfsögðu var boðinn og búinn til að hjálpa. En öllum þessum mönnum kemur saman um það, að Jesús sje ekki eins og fólk flest. Allir kannast þeir við hann sein sjer- stakan yfirburðamann, hvernig sem standi á yfirburðum hans. Og allir kannast þeir við hann sem afburða-áhrifmann, bæði vinir hans og óvinir. Hversu vinir hans fundu til þess, sjáum vjer við hvert fót- mál hans. Þegar við fyrstu sam- fundi verður Símoni Pjetri að orði: „Far frá mjer herra, þvi að jeg er maður syndugur". Hann er þá ekki heldur i vafa um hvernig á yfirburðum hans stendur, er hann við annað tæki- færi segir við hann: „Til hvera ættum vjer að fara, þú hefir orð eilifs lífs“. Og fyrstur allra ber Símon Pjetur fram játninguna miklu: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda guðs“. Þá dylst ekki heldur hundraðshöfingjanum hver áhrifamaður Jesús sje: „Bjóð þú aðeins með einu orði, og mun sonur minn verða heil- brigður“. Eða samkunduhús- stjóranum, er laut honum og mælti: „Dóttir mín er nýskilin við, en kom þú og legg hönd þína yfir hana, þá mun hún Jifna“. Eða þá blóðfallssjúku konunni, sem trúði því, að hún mundi heil verða, fengi hún að- eins snortið yfirhöfn hans. Og svona mætti lengi halda áfraitf til að sýna hver áhrifamaður Jesús var. Algengasta viðkvæðið verður: „Hann talar eins og sá, er vald hefir, en ekki eins og fræðimenn þeirra“. En einnig óvinir Jesús geta ekki orða bundist: „Sjá allur lýðurinn heldur sjer fast að honum og hlýðir á hann“, sögðu æðstu prestarnir og hlestu menn þjóð- arinnar, og Farisearnir sögðu fullir gremju: „Hvað eigum vjer til bragðs að taka, þar sem þessi maður gjörir svo mörg krafta- verk?“ En áhrif Jesú eru sist bund- in við jarðlíf hans. Aldrei kem- ur það á stórfeldari hátt í ljós hvílíkur áhrifamaður hann er, en eftir burtför hans úr heim- inum að sýnilegum návistum. Öll kristnisaga heimsins er saga Framhald á 15. siðu. 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.