Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 12
12
F A L Iv I N N
gekk hún nær honum, lil þess
að heyra betur, hvað hann væri
að segja. Og smátt og smátt fór
hann að koma á land og standa
hjá henni á bryggjunni og svo
fóru þau að hittast i rökkrinu,
án þess að nokkur vissi af, því
að faðir hennar mátti ekki sjá
nje heyra útlendinga. Það hafði
lagt af honum tjöru- og sápu-
lykt þegar hann kom til hennar,
og hann hafði sagt henni, með
skemtilega skrýtnu orðfæri, ým-
islegt úr sínu landi, og hún
hafði sagt honurn sitt af hverju
úr sínu landi. Og svona hjeldu
þau áfram að hittast, jiangað til
daginn, sem viðgerð skipsins var
lokið, og það átti aftur að leggja
af stað. Nú voru hamarshögg
og axarhljóð hætt að heyrast frá
skipinu. Ný og snjóhvít segl
hjengu við skafnar rár og hiðu
eftir því að greitt væri iir þeiin,
svo að þau gæti flutt skipið eitt-
hvað út í heim. Og þá um kveld-
ið voru allir að tala um brottför
skipsins, hvort það mundi dreg-
ið á flot á næsta flóði, og hver
mundi verða hafnsögumaður,
þegar það legði af stað. Þá var
eins og ísköld hella legðist um
hjartað i brjósti hennar.
Þau hittust í siðasta sinni í
þurri fjörunni, og þaðan sáu
þau skipsljósin tindra og blika í
náttmyrkrinu. Það var logn og
bárurnar voru svo litlar við
ströndina, að niðurinn af þeim
var eins og hvískur. Hann lagði
titrandi höndina yfrum hana.
Hann lók hana í faðm sjer og
sagði henni, að hann elskaði
hana af heilum hug, og talaði
ýmist á sínu máli eða hennar
og ruglaði öllu saman. Hún sá
ijósin á skipinu þyrlast og
hringsnúast fyrir augum sjer,
en ölduniðurinn varð eins og
heillandi hörpusláttur. Hann
sagðist ætla að koma aftur til
þess að sækja hana. Hann tal-
aði um að fela hana í skipinu.
Hann talaði um að verða eftir á
landi, svo að skipið færi á flóð-
inu, án þess að sakna hans. En
loksins urðu þau ásátt um, að
hann skyldi gera skyldu sína og
fara og segja foreldrum sínum,
hvað honum þætti vænt um
stúlku, sem hann hefði kynnst
i öðru landi, og svo skyldi hann
sækja hana. Og hann gaf henni
gjöf, — hann tók silkiklút, sem
hann hafði um hálsinn, og lagði
um hálsinn á henni. Og daginn
eftir stóð hún á klettinum og
veifaði silkiklútnum hvað eftir
annað, en þoldi varla að horfa á
eftir skipinu, því að augun voru
þrútin af gráti. Og þarna stóð
hún til kvelds, þangað til myrkr-
ið hafði hjúpað segl skipsins,
sem ekki voru orðin stærri að
sjá en fluguvængir við sjóndeild-
arhringinn. Eftir þetta mændi
hún út á hafið dag eftir dag og
var svo grunnhyggin að vona,
að skipið kæmi einhverntíma
aflur. Og altaf hafði hún bless-
aðan hálsklútinn til taks og ætl-
aði að veifa honuin, þegar pilt-
urinn kæmi, og einhverntima
lætur hún hann um hálsinn og
gengur með hann ofan í fjöru,
þar sem þau sátu sainan síðasta
kvöldið, og þetta verður henni
til huggunar. Því að jeg hugsa
sem svo: Spor hans eru horfin
úr mjúkum sandinum, orð hans
eru eins og hver önnur minning,
en um hálsinn á injer hefi jeg
menjagrip, sem hann hefir farið
höndum um“.
„Svo að þetta er þá ekki saga“,
hvislaði stúlkan.
„Vist er jiað saga, eins og jeg
sagði þjer“, svaraði gamia kon-
an og andvarpaði, „eða hvernig
hefði jeg annars átt að kunna
hana?“
Lauslega þýtt. — O. IV. R.
,Sögurfrávígvellinum‘.
Hinn góðkunni norski blaða-
maður, aðalritstjóri stórblaðsins
„Aftenposten" í Osló, Fröis Frö-
island, dvaldi ófriðarárin á
Frakklandi, sem frjettaritari þess
blaðs, sem hann nú stjórnar. —
Greinir hans og frásögn atburða
allra sem gerðusl á vígvellinum,
þóttu einhverjar hinar bestu, er
blöðin fluttu um þær mundir.
Fröisland var alstaðar nálægur,
þegar eitthvað gerðist, ýmist í
aðalherbúðum herstjórnarráðs-
ins eða hjá hermönnunum í
fremstu skotgröfunum, þar sem
sprengikúlum rigndi dag og nótt
yfir hermennina og fallbyssukúl-
urnar umrótuðu öllu. Frásögn
Fröisland var lifandi, skýr og
þrungin af innsýni, þar som
því var við komið og hann ekki
sagði frá virkilegum atburðum.
Það var líf hermannanna og
ógnir ól'riðarins sein hann lýsti
betur en flestir aðrir frjettarit-
arar.
Nú eru liðin 10 ár siðan
ófriðnum lauk og margt af því,
sem þar gerðist, er gleymt. Ekk-
ert er því eðlilegra en að einmitt
Fröisland horfi aftur í tímann
og minnist jiess, sem hann sá og
heyrði árin sem hann dvaldi
meðal hermannanna á Frakk-
landi. Það hefir hann gert í al-
veg óvenju skemtilegri bók, „For-
tellinger fra Fronten", sem ný-
lega er komin út á Gyhlendals
forlagi í Osló.
Bók Fröislands lýsir átakan-
lega og lifandi lífi og örlögum
þeirra hermanna, sem hann
kyntist. Þar kennir margra
grasa, gaman og alvara fer þar
saman jöfnum höndum, stíllinn
er lipur og kjarnmikill. Maður
leggur ekki bókina frá sjer, ef
maður byrjar á henni, fyr en
hún er lesin á enda. — Það er
verulega góð bók, sem Fröis-
land hefir ritað.
Á^~2-JV
Jóla-aldinin
verður tvímælalaust
best að kaupa
hjá okkur.
íuu*mdi,
Stærsta aldinverslun borgarinnar.
n
id
iu. Reykjarpípur,
1. Tóbaksílát,
r
0
| Vindlar og Cigarettur.
V WMfST' A1I!» 1 UI _l.l_
<*
c
(•
(•
Allir þurfa að líta til okkar fyrir jólin.
Tóbaksversl. LOMDON
Austurntræti 1. Sími 1818.
Gleraugnabúðin, Laugav. 2
selur bestu jólagjafirnar, t. d.: vasa- og ferðamanna-
hnífar, áttavitar, sjónaukar, barómeter, hitamælar, gler-
augu og falleg gleraugnahulstur, lindarpennar, blý-
antar o. m. fl.
Komið I
Skoðið •
Hlífarstígvjel
eru nauðsyn-
leg kulda
og bleytu.
Kærkomin jólagjöf.
Hvergi á landinu jafnmikið úrval og
hjá okkur.
Verð við allra hæfi.
HVANNBERGSBRÆÐUR.