Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 15

Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 15
F Á L K 1 N N 15 »Ekkert rykið megnar mót oss meðan notað getum PROTOS*. TILVALIN JÓLAGjOF PROTOS RYKSUGA Endurbætt 1928. Áður góð, nú betri. Fæst hjá raftækja- sölum. A ANDERSEN & LAUTH hafa altaf stórt úrval af fataefnum, hvort heldur er fyrir eða eftir allar hátíðar. Alt til einkennisfatnaðar og eins einkennishúfur. Andersen & Lauth Austurstr. 6. Júlíus Ðjörnsson Raftækjaverslun Austurstræti 12. 1 ó 1 a g j a f i r! PROTOS Ryksuga. PROTOS Bonevjel, Vandaðar, nytsamar og vel þegnar jólagjafir. Therma rafmagnsstraujárn • / t • •• f er jolagjof, sem marga húsmóður hefir glatt. Therma brauðrist <s mundi hver sá kjósa sjer í jólagjöf, sem smakkað hefir steikt franskbrauð. ,Onduler‘ járn, Therma hárjárns ofnar hituð með rafmagni til að hita með ,,Onduler“-járn. eru einnig fyrirliggjandi. Framhald af 3. siðu. um áhrifavald Jesú Krists. Og 19 aldir hafa staðfest ómótmæl- anlega, að hann sje heimsins mesti áhrifamaður. Alt, sem háleitast er og göfugast i lifi þjóðanna, er frá honum runnið, svo að jafnvel æstnstu fjand- menn hans eru i þakkarskuld við hann. Áhrif hans á guðræknislíf þjóða og einstaklinga eru vitan- lega stórfeldust. Alt, sem til er, af sönnu guðs trausti er runnið frá honum, af rótuin þess guðs- trausts, sem var sterkasta aflið í sálu hans. Trúiu á algóðan guð og kærleiksríkan föður allra manna, er hans verk fyrst og fremst. Hann hefir með lífi sínu og dauða gefið mönnunum djörfung til þess að hefja hug- ann í hæð í ölluin kringumstæð- um lífsins þrátt fyrir syndar- og sektarmeðvitund og tilfinn- ingu óverðleika til allrar guðs náðar. Hið óbifanlega traust til guðlegtar handleiðsln, sem verið hefir rekaflið mesta í lífi svo margra miljóna um fullar 19 aldir, er hans verk. Og frá hon- um er sú bjartsýni runnin, sem þrátt fyrir alla synd, óhrjáleik og vonsku, sem enn er í heim- inum, inissir þó aldrei sjónar á því, að þessi heimur er guðs heimur — þrátt fyrir alt, elsk- aður af guði — þrátt fyrir alt, og er haldið uppi ai' almáttug- um líknandi krafti kærleika hans —- þrátt fyrir alt. Og hvaðan eru hinar göfug- ustu hugsjónir mannanna komn- ar, nema frá honum — frá Jesú Kristi! Mannúðarhugsjóniiut, þ. e. hugsjón hins almenn bróður- kærleika, eigum vjer honum að þakka, því að hún grundvallast á ineðvitundinni um, að guð er t'aðir vor allra og vjer því Iíka hans börn. Hjarta kristindóms- ins er kærleikskrafan — kraf- an um kærleilta til allra manna, einnig til óvina vorra. Jafnrjett- is-hugsjónin, sem er henni ná- slcyld, er og frá honuin runnin: Allir menn eiga sama rjett til gæða lífsins, eins og þeir hafa söniu skyldum að gegna við guð og inenn. Frá honum er runnin þessi kenning Páls: „Hjer er ekki Gyðingur nje grískur, ekki þræll nje frelsingi, eltki karl nje kona, heldur eru allir einn mað- ur í Kristi Jesú“. Fyrir áhrifin frá honum hefir hið svívirðilega þrælahald verið afnumið meðal siðaðra þjóða. Fyrir áhrifin frá honuin hefir konan smámsam- an verið hafin úr þeirri niður- lægingu rjettleysisins, sem hún hafði orðið að búa við öldum saman og á enn við að búa hjá ýmsum heiðnum þjóðuni t. a. m. á Indlandi, í Kína o. v. Fyrir áhrifin frá honum hafa orðið hin mestu aldahvörf í heimi barnanna. „Leyfið börnunum til mín að koma“ hefir orðið mesta máttarorð í lífi kristinna þjóða fram á þennan dag. Fyrir áhrif- in frá honum hei'ir öll löggjöf þjóðanna orðið margfalt mann- úðlegri en áður, og sú lagagrein er nú varla til í lögum kristinna þjóða, þar sem ekki sjái votta fyrir áhrifum hans. Og fyrir á- hrii' frá honum hefir möhnuin vaxið meðvitund um skyldur jþeirra gagnvart öreigum og ör- kumlamönnum, gagnvart ekkj- um og föðurleysingjum, gagn- vart gamahnennum og fáráðling- um, gagnvart drykkjumönnum, glæpamönnnm, föngum o. s. frv. Áhrifunnm frá Jesú Kristi er það að þakka, að ellin er í heiðri höfð, æskan virt, fullorð- insárunum sómi sýndur, kven- legt eðli í hávegum haft og hæfi- legt lillit tekið til mannlegs lífs. Undir þeirri trú, sem við hann er kend, eigum vjer, jafnt vinir sem óvinir, alla þá hagsmuni, sem dýrmætastir þykja í mann- legu fjelagi. Og loks frá honum hefir kristinn maður von eiiífs lífs, er gjörir lifið þolanlegt, mannlegt fjelag mögulegt, sviftir dauðann ógnuin hans og gröf- ina myrkri hennar. En hvað er það, sem, mann- lega talað, veldur þessuin óvið- jafnanlegu áhrifum Jesú Krists? Þvi veldur vafalítið þetta tvent öllu öðru fremur, að þar sem hann er, sjáum vjer guðs barnið ágætasta, sem nokkuru sinni lifði á þessari jörð, og mann- vininn dýrlegasta, sem saga mannkynsins kann að nefna. En hvorttveggja þetta er svo ó- viðjafnanlegt, frá livaða hlið sem það er skoðað, að vjer stöndum undri lostnir frammi fyrir þvi og fullir lotningar. í hvorutveggja tillitinu stendur hann alveg einn sjer á meðal mannanna. Og fyrir þetta hvort- tveggja verður hann ekki aðeins hinn áhrifamesti allra manna, heldur og um leið hinn nndur- samlegasti allra manna, — svo undursamlegur, að mannlegu hyggjuviti er ofvaxið að gera fulla grein fyrir því. En, guði sje lof! vjer höfum vitnisburð hans sjálfs viðvíkjandi leyndardómi veru hans, og hann ætti að geta nægt, þótt mannlegu hyggjuviti sjc ofvaxið að afhjúpa þann leyndardóm. Og vitnisburðurinn er þessi: „Faðirinn er í mjer og jeg i föðurnum". Hvernig þetta má ske, er oss ekki' opinberað, en trúnni nægir þessi vitnisburð- ur sjálfs lians, eins og hann nægði vinum hans forðum, svo fagurlega, sem hann liregður birtu yfir alt líf haiis hjer á jörðu. En yjer höfum líka vitn- isburð vina hans út frá samlífi þeirra við hann. „Vjer sáum dýrð hans, sem dýrð eingetins sonar frá föður“, vottar Jóhann- es. „í honum bjö fylling guð- dómsins líkamlega" vottar Páll, og á öðrum stað segir hann full- um fetum: „Guð var í Kristi“. Mnndum vjer nokkuru sinni þessa heims geta komist nær ráðningunni á þessum leyndar- dómi guðhræðslunnar i lífi Jesú Krists? Jeg efast uin það, en þetta ætti þá líka að nægja oss eins og það nægði vinum hans og vottum forðuin. En það ætti og að vera oss öflug hvöt til að leita samfjelags við hann, sem aftur er skilyrðið fyrir þvi, að einnig vjer fáum komið auga á hið sama og þeir. En sá er þá líka tilgangurinn með minningarhátíð Jesú Krists, að minning afreka hans í heim- inum verði oss einmitt máttug livöt til þess að leita samfjelags við hann sem lifandi persónu- leika, svo að áhrifin frá honum verði einnig sýnileg í voru lífi, og alt vort líf fáí horíð þess vott, að cinníg vjer höfum kom- ið auga á „dýrð eingetins sonar frá föður", hjá þessum heims- ins mesta áhrifamanni. . Guð gefi oss ölium náð til þess, að vjer mættum uppskera þá hlessun á nálægri fæðingar- og minningarhátíð Jesú Krists, þvi að þá og aðeins þá geta jól- in orðið oss í fylstu merkingu g l e ð i I c g j ó l.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.