Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 21

Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 21
F Á L K I N N 21 miður gefst íslendingum sjaldan færi á að heyra fremsta ’söng- mann sinn, og er þá bót í máli, að geta heyrt óminn af rödd hans i hljóðrita. Pjetur er íslendingur í húð og hár. Hann liefir ekki þurft að afbaka nafnið sitt til þess að ná hylli sÖngmentuðustu þjóðarinn- ar í heiminum, það eru önnur vopn sem hafa rutt honum brautina til frama, þessum ágæt- asta núlifandi söngvara íslands og hinum eina, sem náð hefir fullum sigri. ísland hefir aldrei Iagt honum eyrisvirði lil styrkt- ar, meðan han.n var að ryðja erfiðasta áfanga listabrautarinn- ar. En á tiu ára afinæli iullveld- isins var hann sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar. Hafa fáir betur til hans unnið. íslending- urinn Pjetur Jónsson hefir verið góður fulltrúi þjóðar sinnar og aukið sæmd hennar. Myndirnar sýna Pjetur söngvara i þessum lilutverkum: efstur til vinstri Lohcngrin, til-liægri i Ernani, í miðju Vasco da Gama, neðst i „Aida“, „Meistersinger" og Tannhiinser. ojCjódafög. Ungfrú Guðmunda Nielsen frá Eyrarbtikka er fyrir löngu land- fræg fyrir áhuga sinn á hljóm- list. Hún er borin og barnl'ædd á hinu góðkunna Nielsens-heim- ili á Eyrarbakka. Nú hefir hún i nokkur ár fengist við að safna lögum; hentugt sönglagahefti fyrir almenning. Vjer höfum hitt ungfrú Nielsen að máli og spurt hana um heftið, hvernig á iitkomu þess stæði. „Jeg hefi nokkur undanfarin ár fundið til þess, hve mikill skortur er á hentugu hefti fyr- ir allan almenning, bæði fyrir pianó og orgel. Jeg hefi talað vð marga hljómlistadýrkendur um máJið og allir lokið upp einum munni uin nauðsyn þess. Nú hefir hljóðfærahúsið ráðist í að gefa út safnið. Nafnið verð- ur „Ljóðlög". Innihaldið er þannig valið, að sjerhver maður hlýtur að finna eitthvað, er lionum líkar. Fyrst eru 4 dúettar, svo koma 4 sóló- söngvar með íslenskum lexta. Eitt sóló-lagið er eftir mig. Jeg sýndi Haraldi og Dóru Sigurðs- son söng þenna i sumar, þeim fanst hann góður. Auk þess eru nokkur önnur lög, svo sem Menuett eftir Paderewski, Píla- grimakór úr „Tannháuser", Litanie eftir Schubert. Tfsfnsfi u?~ prQsíur l flngvGrJafanclt. Til vinstri Sigurbjörn A. Gislason og frú lmns, en lil hœgri síra Gisli .lónsson og frú hans og (lóltir. í New Jersey dó nýlega áttræð kerl- ing, Elisabeth Warren. Hiin ljet eftir sig uin 50,000 krónur, en hafði gert allar ráðstafanir um það hvernig út- för hennar ætti fram að fara. Hún var svo vegleg, að allar eigur liennar fóru í kostnað við jarðarförina svo erfingjarnir fengu ekkert. Jeg hafði rekist á það í norskum blöðum, að suður í Galatz i Rúmeniu starfaði norsk- ur prestur að kristniboði meðal Gyðinga, sem þar eru fjölmenn- ir. Vissi jeg að hann hjet Gísli, eða Gisle, eins og Norðmenn skrifa og var af „Johnsonar- ættinni" nafnkunnu, en annars vissi jeg ekkert um ínanninn, þangað til i vor að ung stúlka,' skátaforingi úr Reykjavík sagði mjer frá honum. Hún var þá ný- komin frá Búdapest. Skömmu seinua áttum við hjónin þvi láni að fagna, að fá að gista á heimili sra Gísla rúma viku og kynnast þá sjerkennileg- um og ágætuin prestshjónum, sem við gleymum aldrei. — — Sra Gisli er 4. maður i beinan karllegg frá Gísla Jónssyni, er fór utan til guðfræðináms árið 1782 og gerðist siðan prestur í Noregi, en kom aldrei til íslands aftur, þótt honum væri boðinn Hólastóll el'tir andlát Sigurðar Stefánssonar Hólabiskups, 1798. Faðir Gisla þessa var Jón Jak- obsson, síðar sýslumaður á Espihóli, en móðir hans var Rósa, dóttir Halldórs prests á Staðarhrauni Sigurðssonar. Er merk embættismannaætt og fjöl- menn í Noregi komin út af þess- um sra Gísla. Eru nafnkunnastir sonarsonur hans, Gísli Johnson guðfræðiprófessor í Osló (d. 1894) og hróðursonur þess Gísla: Jóhannes Johnson, kristniboði á Madagaskar og góðkunnur rit- höfundur meðal Norðmanna (d. 1920). Sra GísJi í Budapest misti föð- ur sinn ungur, en ólst upp hjá móður sinni, er var sænsk og hjet Charlotta Dahlgreen. Hann tók guðfræðispróf i Osló árið 1902, dvaldi svo við þýska og enska háskóla til frekari undir- búnings undir æfistarf sitt og fór siðan á vegum norsks Gyð- ingatrúboðsf jelags til Rúmeníu. Þar var hann í 19 ár, en flutlist fyrir (i árum til Budapest. Hann er tungumálamaður meiri en alment gerist, les 12— lá tungumál og talar þau flest, t. d. öli Balkanmálin. Hann prje- dikar á frönsku einu sinui í mán- uði í litilli kirkju, sem sainhygð er við prestsetur hans í Biula- pest og hefir auk þess stóran söfnuð „Kristtrúar-Gyðinga" i borginni. A þýsku er sá óskírði „söfnuður“ kallaður „Verein Christusgláubiger Juden“. Hann hefir skrifað yfir 30 rit á þýsku, ætluð mentuðum Gyð- ingum, sem öll bera vitni um frábærar gál'ur hans, trúaralvöru og sjerkennileik. Hann er hinn mesti vinur íslands og minnist oft á, að þar er land forfeðra hans. Þótti honuin meira en lít- ið vænt.um heimsókn okkar ís- lendinganna. Sra Gisli bjó með móður sinni mörg ár. Hún andaðist eitt ófrið- arárið, er Þjóðverjar sátu um Galatz, hafði borðað fisk úr Dón- á, sem eitraður var orðinn. Árið 1922 kvæntist liann ungverskri prestsdóttur, Mörtu Maríu Jan- kö, af slavneskri aðalætt; eiga þau eina dóttur er heitir Guðrún Espolín. Er Espolínsnafnið enn algent í ætt hans í Noregi, en vakti hina mestu undrun meðal móðurfrænda litlu stúlkunnar i Ungverjalandi. Það má hafa eftir honum, að aldrei hafi honum þótt vænna um blaðagreinar en þær, sem kyntu hann „löndum“ hans á íslandi, enda stefni hugur lians út þangað er hann getur farið í heimsókn til Norðurlanda. í snmhandi við þa'ð sem að fram- an er sagt, væri ckki iir vegi, að segja ineð fáum orðum frá Ung- verjalandi. Myndirnar, sem lijer fylgja sýna betur en nokkur orð, hve hart landið var leikið við friðarsamning- ana. I>að var 325.411 ferkilómetrar með nærri 21 miljón íhúa fyrir ófrið- inn, en eftir hann aðeins 91.114 fer- km. með tæpri 7 yk miljón íhúa. Xágrannarikjunum, Rúmeniu, Ser- híu, Tjekkoslovakíu og Austurriki var úthlutað öllu liinu. Þjóðerni voru marghreytt í landinu, en þó bjuggu yfir 3 miljónir Madjara í hjeruðuin þeim, sem tekin voru, og i Transilvan- íu, sem Rúmenar fengu, voru um 700 þús. „Saxóna" af þýskum ættstofni, er öldum saman liöfðu staðið á öndverð- um meið við Rúmena, en lynt vel við Madjara. Má nærri geta að gremja og hatur rikir víða uin land út af þessum leikslokum. Bætir ekki úr, að allir óá- nægðir ibúar lierteknu lijeraðanna eru hart leiknir á ótal vegu af valdliöf- unum, einkum í Rúmeniu og Serbiu. í Transilvaníu cr t. d. hannað að lesa ungversk hlöð, jafnvel innflutnings- hann á kirkjulegum timaritum frá Ungverjalandi, og sje út af brugðið eru menn barðir eins og rakkar eða varpað i fangelsi. Ungverjar segja að það sje nú hæg- ur vandi fyrir sigurvegarana að tala um frið og sættir, en þeir liafa kúgað og sundurlimað þjóðirnar, seiu undir urðu — og það eru skiljanleg ummæli öllurn kunnugum. Eu — „vjer slepp- um aldrei voninni um viðreis ætt- jarðarinnar“, er alment og alvöru- þrungið viðkvœði Ungverja. S. k. Gislason.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.