Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 31

Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 31
F Á L K I N N 31 RÆÐILEfi DÆGRAÐVÖL Eftir PHILIPPS OPPENHEIM. Hún hló. — Hann fær einstöku sinnum þessi Ahyggjuköst, sagði hún, en svo hitt veifið gleymir hann, að nokkuð. gangi að sjer, enda er ekkert að honum. Seinasta sjer- viskan í honum er sú; að hljóðara sje í skrifstofunni milli kl. eitt og hálftvö en endranær, en varla getur það verið annað en ímyndun, því við heyrum aldrei neitt til fólksins, sem er i húsinu. Eins og flestar heilbrigðar stúlkur gat Ann samið sig að smekk fjelaga síns hvað há- degisverð snerti, enda þótt hún gerði sjer ekki mikla rellu út úr þvi atriði daglega. Þegar Windergate var laus við störf sín gat hann verið skemtilegur maður. Hún fann til saknaðar, er hún lauk við kaffið og sígar- ettuna. — Þakka yður fyrir þenna ágæta há- degisverð, sagði hún um leið og hún setti upp hanskana. — Jeg býst við, að hr. Rocke sje kominn aftur núna, ef þjer vilduð líta inn til hans. — Jeg held jeg verði að gera það, svar- aði Windergate, — enda þótt jeg eigi ekkert sjerstakt erindi. — Þjer hafið náttúrlega ekki frjett neitt? Windergate gretti sig dálítið. — Nei, sagði hann. — Jeg er hræddur um, að þetta sje eitt dæmi þess, að vitfirringur leiki á tvo fullvita menn. En einhverntima náum við í hann. — Það vona jeg líka, sagði Ann, með á- kafa. — Það var kænska vitfirringsins, sem bjargaði honum úr klóm oklcar, sagði Wind- ergate, er þau gengu af stað til skrifstof- unnar. En það verður þrákelkni vitfirrings- ins, sem kemur honum í hendur okkar, fyrr eða seinna .... Þau voru komin að húsaröðinni þar sem skrifstofur Rockes voru. Ann leit á snagana og sá, að lykilinn vantaði. — Þá er hann inni, sagði hún, og gekk á undan að lyft- unni. — Er hr. Rocke löngú kominn inn? spurði hún stúlkuna í lyftunni. — Veit það ekki, svaraði hún, —- jeg er alveg nýkomin. Þau fóru úr lyftunni þar sem hún stað- næmdist og gengu svo upp síðasta stigann. Ann opnaði dyrnar á ytri skrifstofunni, gekk i gegn um hana og opnaði innri dyrnar. — Hjerna er hr. Windergate að finna yður, sagði hún. Maðurinn við skrifborðið hreyfði sig ekki. — Hr. Windergate .... endurtók Ann. Hún rak upp óp, áður en hún fengi lokið við setninguna. Eitthvað var einkennilegt við liinar óeðlilegu og máttlausu stellingar mannsins, sem skelfdi hana. Hún hl jóp til, en Windergate varð fljótari. Hann stóð milli hennar og mannsins við skrifborðið. — Ungfrú Lancaster, sagði hann, — þjer rettuð að fara inn í skrifstofuna yðar. Reyn- ið að vera rólegar. Hringið þjer fyrir mig til Scotland Yard og biðjið að senda Harrison og Kimball hingað, undir eins. Hvað hefir komið fyrir? spurði hún, skjálfandi. — Jeg er hræddur um, að hann sje dauð- ur, svaraði Windergate, alvarlega. Hjer er skotsár á gagnauganu. — .... Dyrnar milli skrifstofuherbergjanna opn- uðust snögglega, og Rocke kom inn. — Hver djöfullinn er þetta? svaraði hann, önuglega. Daniel, Windergate og Sir Francis Worton, almenl þektur undir nafninu Q 20, sem var merki skrifsofu hans í utanríkisráðuneytinu, hittust hálfum mánuði seinna í skrifstofu Daniels, til þess að ráðgast sín á milli. — Það getur ekki hjá því farið, að morð, sem framið er á sjálfum injer, veki sjer- staka athygli mína, sagði Daniel, er hann sne’ri sjer á stólnum og bauð þeim sígarettu. — Jeg veit ekki, hvort það er imyndun ein, Windergate, en mjer finst þú ganga slælegar fram í þessu máli, en þú átt vanda til. — Þetta er ekki annað en afbrýðissemi gagnvart keppinaut þínum, sagði Winder- gate, brosandi. Það fer svo fjarri þessu, að við höfum meira að segja gengið feti lengra en við töldum hj'ggilegt að láta uppi. En jeg get sagt þjer nafn mannsins, sem var skot- inn meðan hann sat í stólnum sínum. — Hefir þá nokkur sagt til, hver hann væri ? — Ekki af frjálsum vilja, svaraði Wind- ergate hugsandi. — Eins og þið vitið, fund- ust engin skjöl á líkinu, en smá-brúða i pappaöskju fanst í einum vasanum. Við gerðum fyrirspurnir meðal kaupmanna, sem versla með slíkan varning, og fundum loks einn, sem hafði nýskeð pantað brúður hjá þýskum umboðsmanni, sem var á ferð hjer i London. Þá var allur vandinn búinn. Mað- urinn hjet Israel Kasters, og leigði eitt her- bergi i skrifstofubyggingu einni i Tottenham Court Road. — Jeg get bætt ofurlitlu við þessar upp- lýsingar, sagði Worton. — Kasters kom hing- að með velþektum, þýskum fjármálamanni, fyrir nokkrum vikum. Hann varð eftir og Ijet það í ljósi, að hann ætlaði að setja hjer upp einskonar verslun. Skrifstofa mín hefir haft stöðugar spurnir af honum síðan hann kom, en ekki komist að neinu markverðu. Hann virðist hafa verið iðinn og duglegur maður. Hið eina, sem grunsamlegt var við hann, að hann hefir verið í einhverju sambandi við menn í Berlín, sem við höfum illan grun á. Daniel fleygði sigarettustubbnum á arin- inn, og fjekk sjer nýja úr opna kassanum, sem var hjá honum. Hann var orðinn alvar- legri á svip, og málrómur hans var annar- legur. — Mjer finst fyrri helmingur leyndar- dómsins vera leystur með þessum upplýsing- um, sagði hann. — Koma Israels Kasters í skrifstofu mína á þeim tíma, sem ástæða var til að halda, að enginn væri þar, fer að verða skiljanleg. Verk mitt í utanríkisráðuneytinu, síðasta hálfa mánuðinn, hefir verið að lesa úr leyniskeytum, sem fjellu í hendur eins um- boðsmanns okkar í Berlín. Jeg hef stundum tekið með mjer sumt af þeim skeytum, sem ekki eru sjerlega áríðandi og lesið úr þeim hjer. Það hefir Kasters eflaust frjett, og komið i þeim tilgangi að ná í þau. Þið mun- ið sjálfsagt, að í vasa hans fanst lítið rofjárn. járn. Worton kinkaði kolli, hugsandi. — Yið vitum sannleikann í málinu, Daniel, svo það er ekki nema rjett, að við gerum Windergate að trúnaðarmanni okkar. Þessi plögg, sem umboðsmaður ekkar í Þýskalandi náði i, hafa meðal annars inni að halda lista yfir alla staði þar, sem leynilegar vopnabiigðir eru geymdar í Þýskalandi. Þýskur sendimað- ur hjer í landinu mundi áreiðanlega gera alt, sem í hans valdi stæði til að ná í slílct skjal aftur. — Jeg skil það vel, sagði Windergate, — og þar með er fengin skýringin á því, að maðurinn var staddur í skrifstofunni. En þá erum við einmitt komnir að dularfulla kafl- anum af sögunni: Hversvegna var Kasters myrtur við verk sitt sem njósnari og inn- brotsþjófur, og hver myrti hann? — Fyrsta atriðið, sem við verðum að gera okkur ljóst, sagði Worton, — er það, hvort maðurinn var myrtur sem Israel Kasters eða í misgripum fyrir Daniel Rocke. Þegar dreg- ið er fyrir gluggana hjerna er ekkert skiljan- legra, en að maður, sem kemur inn um dyrn- ar þarna og skýtur á nokkurra stikna færi, haldi, að sá sem situr við borðið, sje heima- maður. Þið sjálf hafið játað, að ykkur hafi missýnst fyrst i stað. — Mjer finst það fyllilega trúlegt, að mað- ur, sem kemur hingað í þeim tilgangi að myrða Rocke, geli skotið í misgripum, ann- an mann, sem situr við horðið hans, og hald- ið, að alt sje í lagi, sagði Windergate. En áttu nokkru óvini, sem liklegir væru til að grípa til slikra ráða? Daníel hristi höfuðið. — Jeg get ekki hugsað mjer það, sagði hann. — Eini hættu- legi maðurinn, sem jeg veit, að myndi ekki hika við slíkt, er maðurinn, sem gekk úr greipum okkar á Salisbury-sljettunni. En þar sem við erum ekki að elta hann, sem stendur, virðist heimskulegt að ímynda sjer, að hann færi að hætta Hfi og limum á þenna hátt. Sem fyrsta flokks vitfirringur, er hann sjálfsagt langsamlega of kænn til þess. — Menn mínir hafa verið að aðgæta hús nokkurt í Hampstead í tilefni af því máli, sagði Wintergate. Ef nú þeir væru á rjettri leið, gæti hann hæglega ímyndað sjer, að þú stæðir fyrir þeim njósnum. — Aðalgallinn er, sagði Daniel, — að fjöldi manna sá Israel Kasters fara hjer inn í húsið, en engin sála hefir sjeð neinn ann- an mann, sem neitt væri að athuga við. Sá sem myrti Kasters, getur þó ekki hafa flogið eða komið inn um gluggann. — Satt er það, svaraði Wintergate. Ann barði að dyrum og kom inn. — Hjer er ung stúlka, sem vill tala við yður, hr. Rocke, sagði hún. — Einmitt, sagði Daníel hálf napurlega. Jeg hjelt þjer hefðuð hugmynd um, að jeg er ekki viðlátinn, sagði hann. Ann Ijet sjer ekki bregða, en rómur hennar varð dálítiið kuldalegri. — Þessi unga stúlka hefir einhverjar upplýsingar að gefa um málið, sem þið eruð einmitt að tala um, skilst mjer. Hún virðist vera í æstu skapi. — Látið þjer hana koma inn, þegar í stað, sagði Daníel. Mennirnir þrír litu upp forvitnislega þeg- ar unga stúlkan kom inn. Hún var lagleg, en ekki laus við frekjusvip. Hún var í fleginni treyju og mjög stuttu pilsi. — Jeg vildi gjarna tala við hr. Rocke, sagði hún og varð hálf-vandræðaleg á svipinn. — Það er jeg, sagði Daníel. Hvað get jeg gert fyrir yður? Okkur skildist þjer hafa einhverjar upplýsingar að gefa um það, sem bar við hjer í skrifstofunni í næstsiðustu viku. — Já, jeg hef nokkuð að segja yður, ját- aði stúlkan, hálf utan við sig. — Jeg hefi verið að húast við skilaboðum frá yður, dög- um saman. — Frá mjer? át Daniel eftir. — Hvers- vegna það? Stúlkan ypti öxlum. — Jeg get fundið yð- ur seinna, sagði hún. — Þjer virðist vera önnum kafinn. Hún sneri sjer til að fara. Daníel rjetti út hendina: — Bíðið þjer augnablilc, sagði hann. — Jeg þekki yður ekki strax. Þjer eruð lyftustúlkan, er það ekki ? — Ekki endilega „lyftustúlka“, ef yður er sama, svaraði hún og reigði liöfuðið. — Jeg

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.