Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudags hugleiðing. F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsta og þektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gteraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar. Kringumstæðurnar. Matth. 7, 24. 25. Iðulega hættir trúuðum mönnunt við þeirri yfirsjón að afsaka með þvi ósigra trúarlífsins, að aðstæðurnar sjeu svo erfiðar og andhverfar. Ekki er heldur farið leynt með það. „Þjer eruð lánsamur. Þjer getið liæglega lifað kristilega. Öðru máli gegnir um mig, kringumstæður mínar eru þannig, að mjer er það alveg ó- mögulegt". Og svo byrja endalausar raunatölur um erfiðar kringumstæð- ur. Ýmist er ytri eða innri aðstæðum gefið að sök, að manni sje ómögu- legt að vera liamingjusamur og bjart- sýnn trúmaður. Við skulum nú hugleiða livernig þessu er varið með kringumstæðurn- ar. Fyrst þetta um erfiðar ytri að- stæður: Vantrúaður eiginmaður, ó- þjáll verkstjóri, ljótt orðbragð fje- laganna, eða að börnin sjeu svo mörg, ómögulegt að fá tíma eða næði. At- hugum nú þetta eða eitthvað annað af öllu því, sem maður venjulega til- nefnir. Þvi getur enginn neitað, að kring- umstæðurnar eru iðulega óhagstæðar. Nær engri átt að bera á móti því. Hversu niörg eiginkona á ekki bágt i sambúðinni við vantrúaðan mann, sem þar að auki er ef til vill of- drykkjumaður, sem ber hana og mis- þyrmir henni. Trúaðir verkamenn eiga ekki æfinlega sjö dagana sæla í samstarfi við menn, sem spotta alt lieilagt og hafa yndi af illu orðbragði. Ekki dreg jeg í efa, að kringumstæð- urnar geta verið mótdrægar. En geta slíkar kringumstæður tafið fyrir þroska trúarlífsins, og er til þess ætl- ast? Óefað ekki. Hversu erfitt átti ekki Jesús! Hann var þeim manni sam- vistum, sem hann vissi að mundi svikja sig og ofurselja til dauðans á krossinum; þenna mann hafði faðir- inn gefið honum að lærisveini! Það voru óblíð kjör. En lifði ekki Jesús fyrir því áhyggjulausu og síglöðu trú- arlífi? Páll ritar í lok Filippíhrjefsins: „Allir hinir heilögu biðja að heilsa yður, en einkanlega þeir, sem heyra til húsi keisarans“. (Fil. 4, 22.). Keisarinn, sem hjer er átt við, var enginn annar en Neró. Eins og kunn- ugt er var hann maður lastafullur og grimmur, harðstjóri verstu teg- undar. Og þó voru kristnir menn í húsi hans! Á meðal þjónustufólksins og við hirðina, voru sanntrúuð Guðs börn. Það hefir óefað ekki verið hægt um leik fyrir þetta trúaða fólk. En i baráttunni við erfiðar kringum- stæður, hefir það borið sigur úr být- um. Er nú mögulegt að kringumstæður þínar sjeu bágari en þessara trúuðu manna, í húsi rómverska keisraans? Naumast get jeg trúað því. En sama hjálp stendur þjer til boða. Vertu þvi ekki að bíða eftir því 'að kringum- stæðurnar batni. Kringumstæðurnar verða aldrei þannig, að þú getir þjón- að Guði heils hugar fyrirhafnar- eða baráttulaust. Hugleidu nú hvernig þú hefir koin- ist í þessar kringumstæður. Hefir ekki Guð sjeð um að svo yrði? Þegar þú kvartar yfir kringumstæðunum, þá möglar þú gegn Guði, og finnur að stjórn hans og handleiðslu. Jesús kvartaði aldrei yfir að Guð hefði gefið honum Júdas að læri- sveini. Vjer skulum því ekki stara oss blind á erfiðar kringumstæður. Vjer munum meira en sigra, ef vjer aðeins horfum á Jesú. Vjer munum þá sannreyna, að náð hans nægir oss. Já, Guði sje lof að riáð hans nægir oss undir erfiðustu kringumstæðum. Hægt er að eignast reynslu fyrir því. En náð lians nægir oss því aðeins, að vjer látum það ekki miklu máli skifta, hvernig kringumstæðurnar eru heldur beinum sjónum vorum til Drottins. Framhald. inn sinn og hitað kaffi. í lækn- um er vatnið alveg mátulega heitt til þess aS taka sjer hress- andi baS. MaSur vill helst ekki taka sig up af slíkum staS, þeg- ar maSur er kominn þangaS. Og fagurt er aS líta þarna af liæS- inni suSur á milli jöklanna! Þarna er Langjökull og Hofsjök- ull sinn á hvora liöndina, ghtr- andi og tignarlegir og l)rúa lægSina á milli sín dimmbláum skuggum. Til vinstri teygja Kerl- ingafjöll sig fram meS sólroSna tinda er gnæfa viS himinn. Jeg nefni þetta aSeins sem eitt af fáu, sem fyrir augun har þarna inni i hinni lieitu Paradís islenska vetrarrikisins- Þetta var nú björtu hliSarn- ar á ferSalaginu, en þaS hafSi líka aSrar dekkri Enginn skyldi ætla aS þaS sje barnaleikur aS fara yfir þverar óbygSir íslands Criiðm. Skarphjeðinsson. aS veti-arlagi. Ónei, þegar öllu er á botninn hvolft er þaS mesta erfiSi og krefst þess aS maSurinn talci á því, sem hann á til. Eng- inn skyldi leggja upp í slika ferS, án þess aS vera vel þjálfaSur og viS fulla lieilsu í alla staSi. Þessi leiS er um 400 kílómetrar og af henni verður aö ganga um 300 km, annaShvort á skíSunum eSa skónum sínum. Og þeir eru ekki fáir þröskuldarnir og erfiSleik- arnir, sem orSiS geta á vegi manns. Fyrst og fremst byljir og frosthörkur, þoka og ófærar ár, aö ónefndum spottunum sem fyrir okkur urSu og voru svo snjólausir, aS viS urSum aS bera bæSi skíSin og sleSann meS far- angri okkar, sem í ferSabyrjun vóg 108 kg. ÞaS ber ekki aS skilja svona ferSalag sem svo, aS maSur gangi lausbeislaSur. Nei, maSur Helge Torvö. ÞJER HJELDUÐ AÐ ÞAÐ VÆRI SMJÖR - EN ÞAÐ VAR: Ágúst Fr. Giiðmundssoii verður fertugur á morgun. Jóhann P.Pjetursson fyrv. sýslu- skrifari, nú í Hafnarfirði, verð- ur 65 ára 27. þ. m. Hveravellir, óasinn í eyðimörkinni. Grasflötin sem við tjöldum á er volg og í baksýn sjást hverirnir. verSur bæSi aS ganga og draga. SleSinn rneS öllum útbúnaSi okk- ar vóg nfl. yfir 200 pund. Þar sem færSin er slæm má geta nærri aS þaS er versti þrældóm- ur aS hafa slíkan bagga i eftir- dragi. Og jeg get heldur ekki neitaS því, aS viS sögSum oft margt ljótt um sleSann á leiS- inni. En þegar ferSinni er lokiS og maSur er glaSur og heilbrigSur eftir á, gleymist alt mótlætiS eins og dögg hverfur fjniir sólu, og maSur man aSeins alt þaS ljúfa. Danskar og erlendar Bækur Fagrar bókmentir og kenslubækur fást fljótast frá EINAR HARCK Dönsk og erlend bókaverslun. Fiolstræde 33. Köbenhavn K. Biðjið um bókaskrá, senda ókeypis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.