Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 15

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 15
F A L K I N N 15 Kosningagetraun! Hver vill eignast íslendingasögurnar ásamt Eddunum báðum og Sturlungu, bundnar í prýðilegt band. -- Fyrir alls ekki neitt? Fálkinn gefur sig ekki a'ð stjórnmálum og þessvegna getur hann sjeð sjer fært, að hjóða lesendunum skemtilegustu getraunina, sem ennþá hefir verið hoðin lesendum íslenskra hlaða. Sem sje þá, að segja fyrirfram til um,hverjir verði kosnir á þing við kosningai-nar 12. júní. — Eini hængurinn á þessu var sá, að framhoðsfresturinn er svo stuttu fyrir kosningar að blaðið verður varla kom/ö svo snemma út á land, að fjöldi allur af lesendum þar nái að svara í tæka tíð, eftir að þeir hafa lesið blaðið. Því að ÖLL SVÖR VERÐA AÐ VERA KOMIN 12 JÚNÍ og eigi síðar en kl. 4 siðdegis þann dag, til afgreiðslu Fálkans, Banka- stræti 3, árituð „Vikublaðið Fálkinn Reykjavík“ og auk þess í vinstra horni að ofanverðu: „Kosningagetraun“. Þó skal það tekið fram, að menn sem vilja taka þátt í sam- kepninni geta sent þátttöku sína í lokuðu brjefi, svo framarlega sem þeir eru kaupendur ,Fállcans‘, jafnvel þó að þeir hafi ekki fengið blaðið, en þeir liafa frjett um getraunina. Senda þeir þá aðeins blað, með árituðum nöfnum þeirra 36 þingmanna, sem þeir hyggja, að kosnir verði á þing, og setjí í pósl þannig, að stimpillinn á brjefinu sýni, að brjefið hafi verð sett á póst 11. júní i síðasta lagi. — Hinir, sem liafa fengið blaðið, áður en þeir leysa gátuna verða að klippa úr blaðinu frambjóðendalistann, sem fylgir hjer á eftir og stryka undir nöfn þeirra 36, sem þeir liyggja að verði kosnir. Aðalverðlaunin eru ein: Islendingasögurnar allar í prýðisfögru bandi ásamt Eddum og Sturlungu. En auk þeirra verða: fimm aukaverðlaun, öll i góðum bók- um. Reykjavík: (A-listi: J.) Hje'ðinn Valdimarsson, Sigurjón Á. Ólafsson, ÓLafur Friðriksson, Jónína Jónatans- dóttir. (B-iisti: K.) Guðjón Bene- diktsson, Ingólfur Jónsson, Brynj- ólfur Bjarnason, Rósinkrans ívars- son (C-listi: F.) Helgi Briem, Jónas Jónsson, Björn Rögnvaldsson, Pálmi Loftsson, (D-listi: S.) Jakob Möller, Einar Arnórsson, Magnús Jónsson, Helgi H. Eiríksson. Hafnarfjörður: Bjarni Snæbjörns- son læknir (S.). Stefán Jóh. Stefáns- son lirm. (J.). Gullbringu- og Kjósarsýsla: Ólaf- ur Thors (S.). Brynjólfur Magnússon (F.). Guðbrandur Jónsson (J.). Árnessýs'a: Lúðvík Nordal læknir (S.). Jörundur Brynjólfsson (F.). Magnús Torfason (F.). Einar Magn- ússon kennari (J.). Felix Guðmunds- son kirkjugarðsvörður (J.). Eiríkur Einarsson (U.). Rangúrvallasýsla: Jón Ólafsson bankastjóri (S.). Skúli Thorarensen (S.). Síra Sveinbjörn Högnason (F.). Páll Zóphóníasson (F.). Gunnar Sig- urðsson (U.). Vestmannaeyjar: Jóbann Jósefsson (S.). Hallgrímur Jónasson lcennari (F.). Þorsteinn Viglundsson (J.). ís- leifur Högnason (K.). Vestur-Skaftafellssýsla: Gisli Sveins son sýslumaður (S.). Lárus Helga- son (F.). Austur-Skaftafellssýsla: Sigurður Sigurðsson frá KálfafelJi (S.). Þor- leifur Jónsson (F.). Suður-Múlasýsla: Magnús Gíslason sýslumaður (S.). Árni Pálsson bóka- vörður (S.). Ingvar Pálmason (F.). Sveinn Ólafsson (F.). Jónas Guð- mundsson (J.). Pjetur Lárusson (J.). Seyðisfjörður: Sveinn Árnason (S). Haraldur Guðmundsson (J.). Norður-Múlasýsla: Árni Jónsson frá Múla (S.). Árni Vilhjálmsson læknir (S.). Halldór Stefánsson (F.). Páll Hermannsson (F.). Norður-Þingeyjarsýsla: Jón Guð- inundsson, Garði(S.). Benedikt Sveins- son (F.). Björn Ivristjánsson (F.). Suður-Þingeyjarsýsla: Björn Jó- hannesson, Grenivík (S.). Ingólfur Bjarnason (F.). Aðalbjörn Pjeturs- son (K.). Akureyri: Guðbrandur ísberg (S.). Iíristinn Guðmundsson (F.). Erling- ur Friðjónsson (J.). Einar Olgeirs- son (K.). Eyjafjarðarsýsla: Einar Jónsson kennari (S.). Garðar Þorsteinsson (S.). Einar Árnason (F.). Bernliarð Siefánsson (F.). Guðmundur Skarp- hjeðinsson (J.). Halldór Friðjónsson (J.). Steingrímur Aðalsteinsson (K.). Elisabet Eirílcsdóttir (K.). Skagafjarðarsýsla: Magnús Guð- mundsson (S.). Jón Sigurðsson (S.). Brynleifur Tobíasson (F.). Steingrím- ur Steinþórsson (F.). Steinþór Guð- mundsson (J.) Laufey Valdimars- dóttir (J.). Austiir-IIúnavatnssýsla: Þórarinn Jónsson (S.). Guðmundur Ólafsson (F.). Vestur-II únavatnssýsla: Pjetur Magnússon (S.). Ilannes Jónsson kaupfjelagsstjóri (F.). Sigurður Grímsson (J.). StrandasýSfa: Maggi Magnús (S.). Tryggvi Þórhallsson (F.). Norður-lsafjarðarsýsla: Jón A. Jónsson (S.). Finnur Jónsson (J.). Björn H. Jónsson skólastj. (F.). ísafjörður: Sigurður Kristjánsson ritstj. (S.). Vilmundur Jónsson (J.). Vestur-ísafjarðarsýsla: Thor Thors (S.). Ásgeir Ásgeirsson (F.). Sira Sigurður Einarsson (J.). Rarðastrandasýsla: Hákon Kristó- fersson (S.). Bergur Jónsson (F.). Árni Ágústsson (J.). Dalasýsla: Sigurður Eggerz (S.). Jónas Þorbergsson (F.). Snœfellsnes og Itnappadalssýs'ia: Halldór Steinsson (S.). Hannes Jóns- son dýral. (I7.). Jón Baldvinsson (J.). Mýrasýsla: Torfi Hjartarson (S.). Bjarni Ásgeirsson (F.). Borgarfjarðarsýsla: Pjetur Otte- sen (S.). Þórir Steinþórsson (F.). Sveinbjörn Oddsson (J.). FYRTSA SUMARFRÍIÐ, niðurl. förðuð, þá væri hún nauðalik.... „Hvaðan er máðurinn?" Siggi rakn- aði við ávarpið. Síðan heilsaði hanh konunni og spurði livað bærinn hjeti. Jú, nafnið var hið sama. „Má ekki bjóða manninum inn eða livert ætlar hann að halda?“ Siggi þáði boðið og gekk á eftir henni inn skuggaleg göngin og inn í baðstofukytruna. Þar svaf barn í einu rúminu. Bústinn og rjóður hnokki. Iíonan sagði, að mað- urinn sinn og kaupakonan kæinu bráðlega heim, þau væru við heyskap skamt frá. Hún bauð honum einnig hressingu eða þegar bóndi kæmi. Siggi þakkaði fyrir og kvaðst biða öónda, því hann þyrfti að tala við hann. Iíonan brá sjer fram aftur, en Siggi fór að reyna að ráða þessa erf- iðu gátu. Bæjarnafnið sama. Konan nauðalík Margrjeti. En hitt alt? For- eldrar Margrjetar, steinhúsið, auður- inn, myndarskapurinn og Margrjet sjálf? Guð einn mátti vita hvað þelta átti að þýða. Einliver hræðilegur mis- skilningur var kominn inn í líf Sigga. En liann ætlaði að greiða úr þess- ari vandræðaflækju og ennþá var hann sannfærður um að alt mundi verða Margrjeti til liróss og honum sjálfum til hamingju. Sigga komu nú flöskurnar í tösk- unni í hug. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að óhætt væri fyrir sig að taka eina upp og gæða sjálfum sjer á henni og einnig bónda er hann kæmi. — Þegar bóndi og kaupakonan komu heim, sat Siggi sætkendur inni i bað- stofu og ljek vð linokkann, sem hafði sofið er Sigga bar áð garði. Hús- freyja hafði sagt bónda sínum frá komumanni og hann heilsaði Sigga vingjarnlega. — Eflir máltíðina fóru þeir Siggi og bóndi út, til að talast við eftir beiðni Sigga og græna taskan var tekin með. Þeir settust úti á túni, undir kálgarðsvegginn. Siggi rjetti bónda áteknu flöskuna og byrjaði svo að segja bó.nda af ferð sinni og högum. Andiit Sigga ljómaði af gleði þeg- ar hann rifjaði upp hamingjusömu stundirnar frá vetrinum. Orðin runnu af vörum hans, feimni haml- aði honum ekki. Og áhyggjurnar voru lcæfðar í víninu. Sigga fanst eins og hann væri ekki að segja sögu sína, heldur aðeins væri að endursegja eitthvað sem hann hefði lesið eða heyrt og lifað sig inn í. „Og svo langar mig til að vita hvaða samband er á milli Mar- grjetar xninnar og ykkar hjónanna“, mælti Siggi að lokum og saup á fiösk- unni, rjetti hana síðan að bónda, og drakk hann til botns. Bóndi hafði hlustað með athygli á frásögu Sigga, en enginn svip- brigði á andliii hans gáfu til kynna hver áhrif hún hafði á hann. Svo byrjaði hann að tala og Siggi fjekk málið uppLýst og þá komu tár i augun á aumingja Sigga. Feg- urstu draumarnir urðu að engu. AH sem Sigga hafði fundist glæst og göfugt var aumt og auðvirðílegt. — Bóndi sagði sannleikann, napran og raunalegan. Margrjet var systir konu hans. Fátæk og foreLdralaus lifði hún í síldarvinnu á sumrin, en á vet- urna var hún trúlofuð. Aumingja Siggil Hann hafði verið leikfang drós- arinnar. Nú skyldi hann ýmislegt, sem áður hafði verið honum ráðgáta. Og bölvuð vinnukonan, sem hafði hrósað Margrjeti, auðvitað fyrir borgun. Hnokkinn litli heima á bænum var barn Margrjetar. Faðirinn var vafa- samur og ekkert fengu þessi fátæku hjón fyrir uppeldið, Margrjet skrif- aði þeim ekki einu sinni linu, hvað þá meira. Og kannske átti hún fLeiri króa einhversstaðar hjá öðrum. Ekkert var hægt að fortaka í því efni. — En þó allir loftkastalar Sigga liryndu til grunna, undir kálgarðs- veggnum, þarna á Norðurlandi, þá gat ekkert drepið góðmensku hans. Hann opnaði aðra flösku til — nú þurfti ekkert að geyma handa tengdapabba — dreypti á henni og. rjetti siðan að bónda. Eftir að þeir höfðu setið undir káLgarðsveggnum lengi, lengi gengu þeir heim á hlað, sáttir og syngjandi og leiddust. Þeir höfðu gert með sjer samning, eftir tillögu Sigga, sem sprottin var af góðmensku og trygð við minning Margrjetar. Þeirrar Margrjetar, sem var samkvæmt ástadraumum og vonum Sigga, en sem nú var ekki lengur til. — Siggi ætlaði að vera hjá þeim hjón- um fyrst um sinn og vinna fyrir bónda. Iíauplaust ætlaði hann að vinna, því kaupið átti að ganga upp í meðlagið með lausaleikskróanum hennar Margrjelar. — Og ef Siggi er ekki þarna fyrir norðan enn, þá er hann piparsveinn á Austfjörðum — nema hann sje þá dáinn. Hljómmyndir. ÁST OG Það er sjálfur hlutverkið í þessari mynd, sem Gamla „TYGGEGUMMÍ“ Maurice Chevalier Bíó sýnir um hvítasunnuna og ætti ------------------ sem leikur aðal- Framh. á bls. 19.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.