Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Yfir þvert ísland á skíðum. Eftir HELGE TORVÖ sem liann nú lifir, búið sjer til nýjan líkama]. Vísindamennirn- ir munu verða mjer ósammála [á víst að vera spíritistarnir, andatrúarmennirnir, ekki scien- tists eins og þar stendur, heldur spiritualists], en jeg er ennþá af efni gerður, likamlegur (mate- rial), og meðan jeg er af efni gerður (material) finst mjer jeg vera eins maður og jeg var á jörðinni. [Orðið material er í öðrum staðnum í gæsarlöppum, en þær stafa auðsjáanlega ekki frá Conan Doyle] Price spyr: Hvað haldið þjer um framtíð spiritismans hjer i landi, (Eng- landi) haldið þjer að liann muni renna saman við liið vísinda- lega? Doyle segir: .... Jeg er sannfærður um eitt, þó að marg- ir af vinum minum muni ekki taka undir það með mjer: það sem verið er að reyna með spiri- tismanum, mun takast með stór- fenglegri vísindalegri útskýringu (explanation). [,,Útskýring“, sem setur hreina náttúrufræði í staðinn fyrir dulfræði, er þegar komin fram, og er því spá Doyles um að svo muni verða, meir en lítið merkileg]. Price: prófessor Julian Huxley segir, að trúin (religion) muni að lokum breyt- ast í vísindi. [Menn taki eftir þvi, að orðið devolve er notað, en ekki evolve]. Doyle svarar: Það mun fara svo; þegar maðurinn losnar betur við ótta [fear of complex- es bögumæli fyrir the fear-com- plex] og verður í nánara sam- bandi við alheiminn, þá mun hann skilja hinn ótakmarkaða veruleika lífsins, og það er ekki trú. [Þetta er framúrskarandi illa orðað, en það sem átt er við er þetta, að mennirnir komast á vísindastigið í þeim efnum sem spíritisminn fæst við, þegar þeir öðlast þekkingu á sambandinu við lífið á stjörnunum]. Öll trú- arbrögð munu líða undir lok, eins og sagan sýnir oss, að sum trúarbrögð eru þegar undir lok liðin. Jeg lít dálítið öðruvísi á þetta nú, en jeg gerði meðan jeg lifði á jörðinni. II. Flest í svörum þessum, sem eignuð eru Conan Doyle, er af- arilla orðað, og þarf enginn að ætla, að hinn mikli rithöfundur og ræðuskörúngur hafi ekki bet- ur til stefnt. En orð hans hafa færst mjög úr lagi, sakir rangra sannfæringa og vanþekkingar þeirra sem að tah þessu stóðu hjer á jörðu. En jafnvel þessi af- skræmdu svör eru þó afar merki- leg, þvi að það er alveg augljóst, að svörin eru ekki frá rótum til- búin (ósjálfrátt) af Harry Price og miðhnum. Sannleikurinn brýst í gegn, þrátt fyrir alt, og það kemur greinilega fram, að Conan Doyle er að reyna til að segja þetta sama, sem jeg hefi nú alllengi verið að leitast við að fá menn til að skilja: að lifið eftir dauðann er líkamlegt og á öðrum jörðum, en ekki í neinum öðrum lieimi. En afleiðingarnar af þeim skilningi munu verða liinar stórkostlegustu. III. Fleiri hafa átt býsna fróðleg- a)" viðræður við hinn framliðna Conan Doyle, en Harry Price. Er af slíku sagt á mjög eftirtektar- verðan liátt í tímaritinu Bulletin des Polaires, apríl 1931 og áður. Les Polaires er fjelag franskra dulrænumanna, og er nafnið ein- kennilegt: hinir heimskautslegu eða norðlægu; hafa dulrænu- rnenn þessir mikla trú á norðr- inu og búast við einhverjum sem er nefndur Celui qui attend, sá sem bíður; búast þeir við mjög þýðingarmikilli fræðslu úr þeirri átt. Þessir menn hafa nú fengið samband nokkurt við Conan Doyle, einn maður úr fjelagi þeirra tekið þátt í sambands- fundum í Lundúnum. Er sagt að skamt sje til mikilla tíðinda, og að boðskapur sá sem Conan Doyle muni reyna að koma fram, verði um þá viðburði; er talið að gera megi ráð fyrir hinum stórkosllegustu breytingum. Hygg jeg að þetta sje rjett mælt. Tel jeg vafalaust, að fyrir miðja öldina sje stærri tiðinda von, en áður hafa orðið hjer á jörðu. En hvort þessar gjörbreytingar verða til góðs eða ills, er undir þvi komið hvort mönnum auðn- ast að læra að meta, eins og rjett er, sannindi, sem að vísu fyrst hafa verið i ljós leidd i landi, sem norðarlega liggur á hnettinum. Er því óhætt að segja, að liinum frönsku dulrænumönnum ferst giftusamlega, er þeir horfa svo mjög í norðurátt; liefi jeg sagt þeim að mjer sje ekki alveg ó- kunnugt um „þennan sem bíður“ og kenningar hans, og hefir því verið vel tekið, og hefir mjer þó ekki virst ástæða til að segja mikið af, að sinni. — Býst jeg v.ð að rita síðar meir nánar um þessa frönsku norðurhorfsmenn og það sem fram kemur í rit- um þeirra. 14.—18. maí. Helgi Pjeturss. Við sjóðum egg í Geysi. (Fyrir nokkrum árum fór L. H. Miiller kaupmaður, hinn kunni fröm- uður skiðaíþróttarinnar hjer á landi yfir þvert ísland á skíðum að vetrar- lagi og hafði það aldrei verið gert áður, svo menn viti. í för með hon- um voru tveir menn. Eflaust átti sú för einna mestan þátt í þeim vax- andi áhuga, sem síðan hefir orðið vart hjer á suðurlandi í þessum efn- um síðan og ljósast má sjá að hinni auknu starfsemi Skíðafjelags Reykja- víkur, sem aldrei hefir verið meiri en i vetur. Norðlingar hafa löngum verið meiri skíðamenn en Sunnlendingar og iþróttin verið iðkuð talsvert mik- ið í ýmsum sveitum norðan lands; þó frekar til gagns en gamans. En nú er það einn staður á norðurlandi, sem langsamlega skarar fram úr öll- um stöðum þessa lands, hvað iðkun skíðaiþróttarinnar snertir og það er Siglufjörður. Það eru nokkur ár síð- an Siglfirðingar fóru að halda árleg skiðakappmót og i vetur rjeðust þeir í að fá til sín norslcan kennara, Helge Torvö að nafni, sem dvalist hefir þar undanfarna mánuði. Er skíðagöngum þar nú komið í það horf, sem óhjá- kvæmilegt er til allra verulegra fram- fara: að börnin iðka skíðagöngur. — Og nýlega fetaði Torvö í fótspor landa síns og brá sjer hingað suður á skíðum, ásamt Guðmundi Skarp- hjeðinssyni skólastjóra á Siglufirði. — Fer hjer á eftir ágrip af ferðasögu þeirra fjelaga, sem Torvö hefir góð- fúslega ritað handa „Fálkanum". Um páskana datt okkur Guö- mundi Skarphjeðinssyni í liug, að gaman væri að bregða sjer suður yfir land á skíðum. Svona ferð liafði verið farin áður og tekist ágætlega, en við höfðum hug á að fara aðra leið, vestlæg- ari, sem aldrei hafði verið farin áður að vetrarlagi. Á þessari leið gafst færi á að sjá marga fagra og merkilega staði. Völdum við þessa leið: Af Siglufirði í Skaga- fjörð og um Skagafjarðardali, Hveravelli, milli Hofsjökuls og Langjökuls, fram hjá Hvítár- vatni, suður hjá Bláfelli austan- verðu til Geysis. Þaðan um Þing- velli til Beykjavikur. Þessi ferð var hin ánægjuleg- asta og ógleymanleg frá upphafi til enda, og veðráttan liagaði sjer þannig, að alt fór vel. Menn geta gert sjer í hugarlund, hvernig tilfinningar bærast í brjósti þess manns, sem eftir þriggja daga ferð á eilífri fönn, stendur alt í einu á Hveravöllum, þar sem grasið er grænt og grundin heit og notaleg undir fótum manns. Alt í kring sýður og bullar í heit- um hverunum, og þar getur mað- ur á svipstundu velgt upp mat- I tjaldstað á fönn. HEMBEMTSPRENT BANKASTRÆTI 3 REYKJAVÍK SÍMI 635 PRENTSTOFA HEFTISTOFA HÖFUM ALLSKONAR SKRIF- PRENT- OG LÍM-PAPPÍR, KARTON, NAFN- SPJÖLD (HANDGERÐ OG VENJULEG) í MISM. STÆRÐUM OG GERÐUM

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.