Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 17

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 17
PÁLKINN 17 Dap eftir dap Wónar RALEICH THE ALL-STEEL BICYCLE ótrauðlega mörgum þús- undum manna, sem nota þetta hjól sjer til þarfa og skemtunar. — Hinn mikli styrkleiki Raleigh er a8 ' þakka hinum hörðu þolraunum, sem hjólið er látið standast. Sönn hyggindi kjósa hinn reynda Raleigh til þess að hjóla á. Verðlistar og allar upplýsingar ÁSGEIR 3IGURÐSSON Hafnarstræti 10—12. Aðalumboð fyrir Island. Besta fægi og hreinsunarduftið. Hafið það ávalt við hendina. Tin verður eins og silfur og kop- ar eins og gull. Það rispar ekki viðkvæmustu málma. Notið VI M á öll eldhúsáhöld. Það er selt í dósum og pökkum og fæst al- staðar. á hverju heimili. MV 120-10 LEVER BHOTHEDS LIMITtU P0«T SUNL.’CHT. ENGLAND. Horfna miljónin. Skáldsaga eftir Edgar Wallace. ur á fingrafara-kenningunni“, sagði hann. „Hún hefir aldrei verið reynd til fullnustu. Hvernig er hægt að fullreyna hana, fyr en við liöfum fingraför liverrar einustu mann- eskju í öllu landinu? Við höfum aðeins fingraför nokkurra þúsund glæpamanna; og af því að tvö þerra eru elcki eins, drögum við þá ályktun, að tvö af 40 miljónum sjeu ekki eins, og það finst mjer hæpin rökvísi. Jeg viðurkenni að kerfið komi að notum, þegar maður er að eltast við gamla glæpa- menn, en að minni skoðun nær það ekki lengra. Það getur hugsast, að þetta sama fingrafar sje til hjer í Scotland Yard“, sagði hann. „Það er ekki nema eitt tilfelli af miljón“, sagði Bill Dicker góðlátlega. „Þjer sýnist þetta vera eins og hvert annað skítugt fingra- fara, en frá sjónarmiði sjerfræðingsins er munurinn gífurlegur“. Hann rendi sjer niður af borðinu, gekk út að dyrunum og kallaði á ritara sinn. „Farið með þetta ofan til Barings fulltrúa og spyrjið han hvort hann þekki það“. „Vitanlega gerir hann það ekki“, sagði Jim spottandi. „Þvi að þetta fingrafar er vitan- lega eitt af þessum fjörutíu miljónum“. Það var ekkert undarlegt við framkomu Bill Dickers. Hann hafði tröllatrú á fingra- förum og notaði hvert tækifæri til þess, að gera efunarmenn í þeim efnum forviða. Hann hjelt áfram að tala um þessa aðsúgsför þeg- ar ritarinn kom aftur með kort í hendinni. „Er það skrásett ?“ spurði hann vantrúaður. „Já, herra forstjóri“, svaraði ritarinn. „Herra Baring segir, að þetta sjeu fingraför Joseph Felmans“. Það lá við að Dicker hrifsaði kortið af manninum og svo las hann hægt fyrir Jim: „Felman hefir þrisvar verið dæmdur fyrir fjárþvingun. Aldur 56 ár; þrír tugthúsdómar, tveir vægari dómar — og hlustaðu nú vel á Jimmy: Felman er vanur, að koma sjer fyr- ir i vist hjá heldra fólki, ýmist sem þjónn eða bryti, til þess að kynnast með þessu móti riku fólki og útvega sjer vitneskju um mál, sem hægt sje að nota til að særa út úr því f je“. Jim greip símtólið og hringdi til lögreglu- þjónsins, sem var á verði. „Jeg fjekk brjef liingað fyrir klukutíma. Sendill kom með það. Hver var það?“ „Miðaldra maður, herra fulltrúi", var svar- að. „Hann sagðist vera bryti lijá Coleman. Hann hjet Parker“. Þeir horfðust í augu þegjandi. Parker! Maðurinn, sem hafði vísað Walton upp á herbergið. Þessi trúverðugi og hægláti þjónn Colemans, síðasti maðurinn, sem Sepping gat grunað! Sömu hugsunini skaut upp í huga Dickers. „Farðu varlega, Jimmy“, sagði hann. „Þessi maður getur hjálpað þjer að ná í vinninginn —■ lijálpað þjer að koma Kupie að óvörum“. „Heldur þú að hann sje Kupie?“ „Haim þekkir Kupie, það er jeg viss um“, svaraði Dicker. „Og það er deginum ljósara, að hann á margan leik á borði, í þessari stöðu. Coleman starfar í fjármálaráðuneyt- inu og starfsbræður lians eru sennilega oft boðnir til hans í veislur; og hverjum dettur í hug að gruna þennan ráðsetta bryta? Ef þú hittir Coleman að máh —“ Jimmy hristi höfuðið. „Jeg skal varast, að tala við Coleman um það, þvi hann er ein- sem ekki myndi hika við að gefa í skyn, að þeir vissu um leyndarmál Parkers. Það tek- mitt hfandi fyrirmynd bjálfa af því tagi, hvernig karlinn hefir komist yfir Parker. Og ur mig viku njósnir, að komast að því, jeg held varla að jeg þori að „skyggja“ Park- er sjálfan“, hjelt liann áfram hugsandi. „Það er ekki sá leikur til í spihnu, sem Parker skilur ekki“. Hinsvegar voru það ýmsar rannsóknir, sem framkvæma mátti, án þess að styggja veiðina. Siðdegis sama dag kom gömul kona að eldhúsdyrunum hjá Parker og reyndi að selja ýmislegt girnilegt smádót. Henni gekk orðalaust að komast inn i eldliúsið, og þeg- ar liún ljet þess getið, að hún væri ekki að- eins varningskona heldur líka spákona, varð dvöl hennar talsvert löng þarna í eldhúsinu. „Varningskonan“ fór svo heim til Jimmy til þess að gefa skýrslu. Hún var kvenspæj- ari, sem hafði verið í þjónustu Scotland Yard í mörg ár. „Parker hefir verið hjá Coleman í tvö eða þrjú ár“, sagði hún. „Hann á frí sídegis á fimtudögum og laugardögum og hann liefir altaf nóg af peningum. Stofu- stúlkan heldur að hann sje f járhættuspilari, því að hún hefir stundum sjeð hann vera að fást við spil i herbergi sínu. Það var eins og liann raðaði spilunum i ákveðna röð. Að öðru leyti vissi fólkið ósköp lítið um drei standa opið og þrifar sjálfur til i þvi“. hann, því að hann lætur herbergið sitt al- Þegar konan var farin, liafði Jim fataskifti og gekk yfir á Portland Place til þess að tala við Dóru. Hann hafði gert lienni boð um, að liann mundi koma. Áhugi lians fyrir þessari lieimsóknhafðinú tvöfaldast, og þegar hann liringdi á dyrnar hjá Coleman klukkan hálf átta og Parker kom til dyra, þá veitti hann manninum mikla athygli. Hvað sem öðru leið þá gat aldurinn svarað til þess, að hann væri Felman; hann var hæruskotinn og magur, með stórt nef og þunnar varir. Hann tók hatt Jimmys og yfirhöfn og vísaði honum inn í dagstofuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.