Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 9
F A L K I N N 9 O ‘"'illliii'’ O •'l|illlii"' O i",illliii'’ O •"|lllIll", O ",|illlii"' O ••"illiii"' •"'illlii"’ o •",illlii"' O ,"|illlii"’ O ‘"'illlii"’ O •"|illlii"’ 0‘"|illlii"' O •"|illlii"’ o =. = £5 £= ° Fyrsta sumarfríið hans Sigga. | f . f O SAGA EFTIR: STEINGRIM GUÐMUNDSSON O a s. O Siggi taldi dagana með óþolinmæði, líkt og krakki sem á von á gjöfum á afmælisdaginn. Það var samt ekki svo að skilja, að þetta sje nein barnasaga um lieimtufrekan krakka. Ó nei, það er nú öðru nær. Þetta er saga um raunalegasta atvikið í lífi lians Sig- urðar Metúsalemssonar frá Aust- fjörðum. Og hann er enginn krakki og því síður heimtufrekur. Sigurður var um þrítugt þegar þetta gerðist. Frá því fyrsta að hann mundi eftir sjer, var hann kallaður Siggi og stundum Siggi Met. En þegar krakkarnir sem gengu með honum til prestsins,, voru að stríða honum kölluðu þeir hann Sigga Jerúsalemsson og þá fauk í hann, sem ekki er láandi. Þó kunni liann best við — og kann sjálfsagt enn — að vera kallaður Siggi, en heldur ekki ineira. Jæja, Siggi taldi dagana með ó- þreyju. Nú var aðeins vika eftir. Og þá — eftir viku — kæmi fyrsti dag- urinn i fyrsta sumarfriinu hans. Hefði einhver talað við Sigga fyrir einu ári og minst á við liann að taka sjer sumarfrí, þá hefði hann áreiðanlega brosað að fjarstæðunni og gefið þeim sem á slíkt hefði minst í nefið og losnað þannig við að ræða slíka fjar- stæðu. — En nú er öldin önnur. Alt var hreytt frá í fyrra. Hinn ófyrirleitni Amor hafði nefnilega haft Sigga fyr- ir skotmark. Og bókstaflega umsnúið öllu iífi 'hans. Öllu hafði hann breylt, verustað bg hugsunarhætti; í einu orði sagt öllu, — nema því að Siggi tók ennþá í nefið, en guð einn veit hve lengi það verður. — Siggi hafði frá blaulu harnsheini unnið fyrir sjer sjálfur. Föður sinn hafði hann aldrei þekt, liann þekti miklu betur nafna hans sáluga, sem getið er um í biblíusög- unum. Og inóðir Sigga dó þegar liann var á bernskuskeiði. Aldrei liafði liann hugsað um annað en að vinna og vinna. Þannig safnaðist Sigga fje, svo nú er hann sjálfum sjer nógur, livað aura snerti. — Til þess nú á fullorðins aldri að sjá sig um og vinna sjer inn um leið nokkrar krónur, brá hann sjer til Reykjavíkur um veturinn og þá varð það sem Amor litli hitti hann, i fyrsta skifti á æfinni — og skaut. — Siggi bjó hjá gömlum lijónum, sem bjuggu einliversstaðar í nýbygðinni á vestanverðu Skólavörðuholtinu, í- búðin þeirra voru tvær lierbergis- kytrur í kjallara og svaf Siggi og hafði aðalbækistöð sina í öðru þeirra. Einnig borðaði Siggi bjá þeim hjón- um og hafði annan viðurgerning fyr- ir lítið gjald og var liarðánægður með lífið. Ásamt íbúð gömlu hjón- anna var þvottaherbergi í kjallaran- um og þar var það sem Siggi kynt- ist Amor kaliinum. Vinnukona húseigandans var ung slúlká og þvoði hún þvott þeirra i kjallaranum og varð eins og gengur og gerist málkunnug Sigga. Og af því hann var greiðugur og hjálpfús, gerði hann stúlkunni ýmislegan smágreiða, svo sem vinda með henni þvott, ef hann þá ekki var að vinna úti i bæ. Svo bar það við einn slíkan þvotta- dag, þegar Siggi sneri tauvindunni af kappi miklu, að vinkona vinnu- konunnar kom að lieimsækja liana. Og það var með henni, sem Amor litli var að flækjast, þegar liann skaut Sigga. Vinkonurnar brugðu sjer fram á ganginn til að tala saman, en Siggi slóð með hendina á vinduhandfang- inu og hugsaði — um stúlkuna sem var að tala frammi á ganginum. © Aldrei hafði liann sjeð neina jafn að- laðandi. Hvernig skyldu augun vera lit’? Og hárið? Hún hlaut að liafa drengja- koll“, því liann sá ekkert hár. Og fín var hún, sjálfsagt hafði hún góða at- vinnu eða hún var þá rík. Siggi leit niður eftir sjálfum sjer og roðnaði. Að það skyldi endilega hittast svo á að hann var í vinnufötunum, meðstór- ar bætur á hnjánum, sem voru miklu dekkri en efnið í buxunum. Og jæja, það gerði ekki mikið til, liún liafði víst ekki tekið eftir honum. Því sjálf- sagt fanst honum að svona falleg slúlka lilyti að vera trúlofuð. Slíkar voru hugleiðingar aumingja Sigga þegar vinnúkonan kom inn afiur. — Svo byrjuðu þau aftur að vinda. Ekki hafði Siggi kjark til að spyrja hver þessi stúlka væri. — Að end- ingu rauf vinnukonan þögnina og spurði hvernig honum hefði litist á vinkonu sína. Siggi eldroðnaðiút und- ir eyru og svaraði hikandi að hann hefði eiginlega ekki tekið eftir henni, en hún væri sjálfsagt myndarleg stúlka. Já, vinnukonan hjelt nú það. Hún væri myndarlegasta, besta og stiltasta stúlkan sem lnin þekti og væru liennar vinkonur þó engin af- lirök. Enda væru allir karlmenn vit- lausir í lienni, en liún lili ekki við þeim. „En“, bætti hún við, „ekki er i'jarri, að hún liafi tekið eftir þjer. Hún spurði mig áfjáð hver þú værir og hvað þú gerðir og sagði að þú værir svo ólíkur öllum mönnum sem liún hefði tekið eftir“. Nú var Sigga nóg boðið. Hann liafði hitnað undir lofræðunni um stúlkuna, en nú varð liann að hvíla sig og þurka svitann af enninu með rauðdropótta tóbaks- klútnum sínum. Og liann gat ekkert sagt, ekkert liugsað. Aðeins þurkað andlitið og svo sneri hann vindunni ákafar en áður. — Um kvöldið gat Siggi ekki sofnað. Hann bylti sjer í rúminu og altaf stóð brosandi stúlka fyrir sjónum hans. Og hann var orðinn það gamall að liann grunaði hvað jietta var. Hann fann að hann varð að kynnast stúlk- unni, kyssa liana, klappa henni og — og giftast henni. Ekkert minna dugði. Vinnukonan hafði sagt að hún hefði tekið eftir honum, en sú sæla...... Siggi sofnaði loksins og hann dreymdi eins og stóru börnin dreymir, — að þau sjeu orðin fullorðin. Fyrst eftir þetta vann Siggi svo að segja daga og nætur — en ekkert dugði. Þráin eftir stúlkunni varð öllu yfirsterkari. Og alt í einu varð Siggi hygginn. Hann sá að nauðsynlegasti milliliðurinn milli sin og hamingjunn- ar var vinnukonan. Þó gat hann ekki sagt henni frá hugarástandi sínu; heldur varð liann að koma því svo fyrir, að hún hjálpaði honum óaf- vitandi. Siggi kom svo að máli við vinnu- konuna og hauð henni með sjer á „bió“ og sagði, afsakandi, að ef liún vildi síður fara með sjer ein, þar sem hún væri trúlofuð, þá skyldi hún taka einhverja vinkonu sina með líka. Vinnukonan varð auðsjáanlega glöð og spurði hvort liann hefði nokkuð á móti, að stúlkan sem hann hefði sjeð í þvottakjallaranum kæmi með. Siggi duldi vel gleði sína og samþykti samstundis. — Og þannig voru fyrstu atvikin í hinni miklu byltingu, sem Ainor kom á stað í lífi Sigga. — Vinnukorian kynti svo Sigga stúlk- unni. Margrjet hjet liún Jónsdótir, að norðan. Og eftir bíóferðina þurfti hann engan millilið. Margrjefi leist auðsjáanlega ekki síður á Sigga, en honum á hana. Og áður en langt leið voru þau trúlofuð. Að vísu opinber- uðu þau ekki trúlofunina, en ástin var ekki minni fyrir það. — Aldrei hafði Sigga órað fyrir þvi, að mann- anna börn gætu lilotið slíka sælu. Fanstæðingurinn, sem alla daga hafði farið á mis við ást og umhyggju, var bliður og lítillátur eins og barn. Orð og skoðanir Margrjetar — Hann mátti kalla liana Möggu — voru honum lög. Hann klæddi sig eins og hún vildi, vann þegar húri vildi, — og gaf henni það, sem liún vildi. Um alla hennar hagi vissi Siggi. Fáðir liennar var stórbóndi fyrir norðan og hún var einkabarn hans pg var hún hjer í Reykjavík til að menta sig. Hún liafði eiginlega ætlað að vera á kvennaskólanum um vetur- inn, en svo liafði hún orðið veik um haustið og hafði nú hara timakenslu í ýmsu, sem ungri stúlku má að gagni koma. — Þessi velur var indælasti tíminn, sem Siggi hafði lifað. Margrjet var altaf blíð og góð..Þó kom það stund- um fyrir, að karlmenn voru hjá lienni , þegar Siggi heimsótti hana. Einu sinni danskur maður og tvisvar islenskir menn. Og ekki var laust við að' Sigga liði hálfilla fyrst. En svo gat hann auðvitað ekkert sagt, þar sem þetla voru kennarar liennar. Þó hefði hann lieldur kosið að kennar- arnir liefðu verið kvenmenn. — Þannig leið veturinn. Og ekki ior Siggi til Austfjarða um vorið, svo sem hann hafði ætlað sjer um haustið. Margrjet ætlaði nefnilega ekki norð- ur, heim til sin, fyr en i júlí. Siggi kom sjer þssvegna í vinnu á fisk- verkunarstöð yfir suinarið. — Þegar sá tími kom, að skilnaðurinn nálgaðist, sagði Margrjet að hann skyldi ekki skrifa sjer, fyrr en eftir ■ að hún væri búin að skrifa honum og það ætlaði hún ekki að gjöra, fyr en lnin hefði fengið blessun og sam- þykki foreldra sinna vegna lieitorðs- ins. Auðvitað var liún ekkert barn, sem ekki gat gert eftir vilja sínum, án foreldra samþykkis. Hún var þó 28 ára. En hún sagði að lritt væri þó skemtilegra. Og Siggi sagði já og amen við þessu. — Svo kom að því, að Margrjet fór norður. Hún fór með síldveiðaskipi, því hún sagði að það væri ódýrara. Hún er altaf svo hygginn liugsaði Siggi og var ánægður með ráðdeild- ina í lienni. Áður en hún fór bað liún liann um að láta sig fá nokkrar krón- ur, til að kaupa fyrir eitthvað handa foreldrum sínum, sem gjöf frá henni og honum. Gamli maðurinn myndi áreiðanlega borga það einhvernveg- inn aftur. Og Siggi gaf henni 200 kr. með góðu geði. — Svo sigldi Margrjet með síldardalli til átthaganna. Og daprir voru fyrstu dagarnir hjá Sigga eftir burtför henn- ar. Honum fanst bærinn breytast. Sólin fanst honum ekki eins björt og áður. Eina liuggunin var vinnan og svo nóttin með unaðslegu draumun- um, þar sem Margrjet var drotningin. Mánuður leið og ekkert frjetti Siggi frá Margrjeti. en ekki minkaði traust lians á lienn fyrir það. — Og þá var það sem Siggi fjekk einkennilegustu hugmyndina, sem nokkru sinni hafði myndast í heila hans. Fyrst var hún óljós og óframfærin. En smátt og smátt varð hún ákveðnari og skýrari og loks varð hún honum eins óþol- andi og þráin forðum eftir Margrjeti, — eða kannske það hafi verið sama þráin. Siggi fjekk nefnilega þá liug- mynd að taka sjer sumarfrí. F'erðaSl norður og heim til Margrjetar og biðja liennar formlega hjá foreldrum hennar. Og nú fór hann að hugleiða hvaða leið yrði best að fara. Hann vissi hvar tengdaforcldrar hans, til- vonandi, bjuggu og hann komst að þeirri niðurstöðu, að best væri að fara með „Suðurlandinu" til Borgar- ness og þaðan með bil norður. Ekkert var til fyrirstöðu að Siggi fengi sig lausan úr vinnunni, þar sem hann gat útvegað mann í sinn stáð. — Siggi taldi dagana með óþolinmæði. Nú var aðeins vika eftir, þá rynrii upp fyrsti dagurinn í fyrsta sumar- fríinu hans. — Vikan leið eins og all- ar aðrar vikur, livorki lengri eða skemri, þó aumingja Sigga fyndist hún óralöng. — Ys og arg var á liafnarbakkanum þar sem „Suðurlandið“ lá ferðbúið. Þarna ægði saman krökkum og kvenn- fólki, síðskeggjuðum sveitamönnum og fölleitum skrifstofumönnum og búðarlokum, sem voru að fara i suni- arfrí. Kunningjar höfðu sjeð Sigga með grænmálaða ferðatösku í liend- inni, sem hafði inni að halda smá- vegis góðgæti handa kærustunni og 3 fl. af „Dog-brand“ handa tengda- pabba, ásamt nauðsynlegustu fötum Sigga. Landfestar voru leystar, skipið skreið út um hafnarmynnið og ferð- in hófst. Ekki var langt komið þegar sjóveik- in lijelt innreið sína í skipið. Siggi var sjóhraustur vel og vanur að stiga ölduna, enda varð hann brátt stoð og stytta kvenfólksins og krakk- anna, færði þeim vatn og lijálpaði á alla lund. — Þegar til Borgarness kom stóð fjöldi manns á bryggjunni. Mest bar þar á mönnum með livitar húfur og gengu þeir mann frá manni og spurðu hvert ferðinni væri lieitið. Þetta voru bifreiðastjórar á farþegaveiðum. Áður en langt leið hafði einn slíkur kló- fest Sigga og samdist þeim fljótlega. Siggi vildi komast sem fyrst á stað, þvi fyr kæmist hann til Margrjetar sinnar. En þó gat það ekki orðið, fyr en snemma næsta dag. Ekki segir svo af ferð Sigga fyrr en liann fór að nálgast áfangastaðinn. Bærinn, þar sem Margrjet átti lieima, var skamt frá bílveginum. Bif- reiðarstjórinn sagði honum að hann yrði svo sem fjórðung stundar að ganga þangáð, en ekki sást samt hær- inn frá veginum. Siggi spurði einskis frekar og sagði ekkert frá ferð sinni nánar. Loksins kom sú stóra stund, er Siggi skyldi stíga af bílnuni og yfir- vinna síðustu þrautina, — gönguna heim að bænum. Hann borgaði far- gjaldið, tók grænmáluðu töskuná sína; kvaddi samferðamennina og hjelt á stað óþolinmóður, en ánægð- ur. En sá fögnuður. En live hanri lilakkaði til að sjá heimilið hennar Margrjetar og hana sjálfa og foreldra hennar og alt, alt. Reisulega stein- — húsið hafði sýnt honum mynd af þvi. Alt í einu datt honum i hug að liann myndi vera rykugur í framan og illa greiddur. Hann stáðnæmdist við smá lækjar sitru, tók upp vasa- spegil og greiðu, strauk framan úr sjer með vasaklútnum sínum, greiddi sjer vel og vandlega og tók svo i nefið; svo hjelt liann áfram. Nú hlaut hann að sjá bæinn frá næstu hæð. Svo kom liann upp á liæð- ina og — bærinn blasti við, baðað- ur i brennheitum sólargeislum. Siggi stóð sem steini lostinn. Hann fiiaut að vera á rangri leið. Bílstjórinn hafði sagt honum ósaft til vegar. Því Siggi sá engan háreistan bæ, með stóru rennisljettu túni; eklcert, sem bar vott um ríkidæmi og höfð- ingsskap, — þvert á móti. Bærinn sem blasti við, var kotbýli komið að falli. Túnið var kargaþýfj. Lyngholt var fyrir ofaiv bæinn en framundan niýri og móar. Siggi settist til að átta sig. Bölvaði öllum bílstjórum — og þráði Mar- grjeti meira en fyr. Svo tók hann þá ákvörðun að fara lieim að bænum og greiða úr vandræðunum. Siggi barði nokkur þung högg á hurðina, sem hjekk á annari löminni. Kvenmaður kom til dyra og Sig'ga brá. í svartkámóttu andlitinu undir ógreiddu hárflókunum sá Siggi and- litsdrætti, sem hann kannaðist við. Ef þessi kona væri lirein, strokin og Framliald á bls 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.