Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Þótt víða sjeu notaðir lit- skrúðugir þjóðbúningar og fallegir, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Suður-Þýskalandi og slavnesku löndunum í Evrópu, er talið að hvergi sjeu þjóðbúningarnir eins í- burðarmiklir og á Spáni. Á mgndinni hjer til vinstri sjást tvær hefðarfrúr í skart- búningi á leið i samkvæmi. En spgrjum ungu stúlkurn- ar hvort það muni vera þægilegt að ganga í svona klæðum. I St. Petersburgh í Florida er eitt skrautlegasta sjóbað í heimi, þar sem auðkýfing- ar hafast við í frístundum sínum. Myndin til hægri er þaðan. Kvenfólk í Englandi og Skotlandi hefir áirlega lcappmót í hock- egleik sín á milli, og er þetta viðburður, sem fylgt er með mikl- um áhuga. Myndin sýnir skozka flokkinn þegar hann er að ganga inn á leikvöllinn, er siðasta kappmót var haldið. Gengur hljóðfæraflokkur með „bag-pipes“ í fylkingarbroddi. Myndin hjer að ofan er úr síðustu kvikmynd Chaplins „City Lights“, sem nú er verið að sýna í fleslum stórborgum erlendis. Hefir mynd þessi vakið afar milda athygli, ekki síst fyrir það, að Chaplin gerir sjer ekki eins mikið far og vant er, um að vera hlægilegur, en leikur hans er sagður töfrandi eigi að síður. 1 norðlægari löndum eru það liljurnar, sem mest er selt og keypt af, fyrir páskana. En suður i Róm kaupa menn pálma til þess að skreyta híbýli sin með á páskunum og sýnir myndin pálmasala á torginu þar. Myndin hjer að ofan sýnir hve snöggum umskiftum vorvind- arnir og sólin valda. Hún er tekin suður i Alpafjöllum og sýnir útsprungin vorblóm neðan við fannhjarnið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.