Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 13

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 13
PALKINN 13 Yngstu lesendurnir. V o r I e i k i r. „Vorið er komið og grundirnar gróa“ og nú geta börnin fyrir alvöru farið að leika sjer úti og njóta góða veðursins. Það er að vísu langt síðan að þið fóruð að leika ykkur úíi, því að það liafið þið gert í allan vetur, en það er eitthvað annað að vera úli í sumarblíðunni, i sólskini og hita, en i snjónum og skammdeginu. Nú ætla jeg að kynna ykkur gamla leiki, sem hljóta að vera flestum gleymdir, því að jeg sje aldrei að börnin leiki sjer að þeim. En í mínu ungdæmi voru þeir algengir. Fyrst ætla jeg að kenna ykkur leik, sem lieitir: Boltinn í hol- una. /3> Leiknrinn í fullum gangi. Þið veljið ykkur harðan bala fyrir leikvöll og gerið þar nokkrar kringl- óttar holur. Fær liver þátttakandi eina liolu. Sá sem byrjar leikinn stendur fjögur skref frá næstu hol- unni og á svo að skjóta bollanum eftir endilangri holuröðinni. Eigandi holunnar, sem boltinn lendir í, stendur líka fjögur skref frá sinni liolu. Undir eins og boltinn er kominn í holuna bregður hann við, grípur boltann og hrópar „stattu" við hin börnin, sem liafa notað lækifær- ið til þess að komast sem lengst undan. Og nú á hann að reyna að hilta eitthvert leiksystkina sinna með boltanum. Þó má liann flytja sig þrernur skrefum nær þeim sem hann vill hitta, áður en hann kastar. Mistakist honum kastið svo að hann hittir ekki, er svolítil steinvala látin í holu hans og svo á hann að reyna að velta boltanum í holu á ný. (Mis- takist honum þetta, fær hann nýjan stein i holu sína og svo fekur sá við, sem næstur er konum í röðinni og reynir sig). Sá sem liefir fengið þrjá steina i sína holu verður að ganga úr leik. Þá keinur næst leikurinn: Hvolpur- inn í holuna. IIvolpurinn er rekinn. í þessum leik eru lika gerðar holur í balann, eins og í þeim fyrri, en bilið milli þeira liaft lengra og hol- urnar látnar vera i liring en ekki í beinni línu. Holurnar eiga að vera einni færri en þáttakendurnir. Allir iiafa prik í tiendi, um einn meter á lengd. Svo er telft um hver eigi að byrja, og sá sem fyrir valinu verður tekur prik sitt og slær boltann, sem liggur á jörðinni og reynir að hitta ein- hverja holunia. Þetta er kallað að „reka hvolpinn“. En liinir í leiknum reyna að verja liolurnar, liver sína en auk þess eiga þeir í sameiningu að verja lioluna sem er í miðjunni. Hafa þeir prik sitt hver ofan í sinni holu, en ef boltinn nálgast miðholuna hleypur einhver varnarmaðurinn þaiigað og verður þá að yfirgefa sína holu á meðan, með því að hlaupa þangað og slinga prikinu sinu í hana; og sá sem á holuna, sem bolti hefir lent í eða sem hvolprekinn liefir náð í, verður að taka við og reka livolp- inn. Komi hvolprekinn boltanum í miðholuna má liann velja um þá hol- una í hringnum sem hann vill lielst og eigandi holunnar verður að taka við af honum og reka hvolpinn. Eimiaust lijólaskip. Þið skerið eða sagið ykkur skip úr þunnri fjöl og að aftan skerið þið út lausa fjöl eins og myndin sýnir, og og festið hana með gúmmíbandi, og snúið síðan upp á fjölina eins og bandið þolir. Svo setið þið bátinn á vatnið og sleppið litlu fjölinni, sem snýst nú áfram. Ef þið gerið ylckur sinn hátinn hvert getið þið látið þá fara í kappsiglingu. Gjarðarleikur. Þið hengið gjörð einhversstaðar upp, þar sem hún getur leikið i lausu lofti og látið hana róla fram og aflur. Svo standið þið sinn hvoru megin við gjörðina og kastið bolta á milli ykkar gegnum hana meðan hún er á lireif- ingu. Iíf ykkur mistékst að hitta „ Jeg stæri mig af léreptunum mínum“ Þvottar þvegnir með RINSO verða hvítari og endast lengur LEVIR DROTHERH LIMITED PORT 8UNLIOHT, ENOLAND w-r p.a-oA)> segir húsmóðirin „Þessvegna þvæ jeg aldrei hin fínu lök og dúka mína í öðru en Rinso. Rinso fer svo vel með þvottana, það naer út öllum óhreinindum án harðrar núningar og gerir þvottana hvíta án þess að bleikja þá. Siðan jeg fór að brúka Rinso i hvíta þvotta, verða þeir hvítari og endast lengur, svo J>að er spamaður við pað líka.“ Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki—55 aura ISlORPVOniHM gjarðaropið eða þið missið boltann, eruð þið úr leik og næsti maður tek- ur við. Þetta er alls ekki eins auðveld- ur leikur og þið haldið. Tóta frænka. ist á, og fjórir drengir oltið út úr. Þeir komu sjer saman um að láta engan vita um hve ólánlega hafði tekist til fyrir þeim og urðu þvi held- ur en ekki undrandi þegar þeir lieyrðu sex fjelaga sína skellihlæja að þeim einhverstaðar í nánd, en þeir gátu ekki sjeð þá. Getið þið fund- ið þá? iMálninga- vorur Veggfóöur : : ■ Landsins stærsta úrval. : » MALARINN« Reykjavik. Ungur maður í Canyon City i Colo- rado, John Walker að nafni, var fyr- ir skömmu tekin af lífi fyrir ein- liverjar misgerðir. Síðustu dagana fyrir aftökuna var hann að skrifa brjef í sifellu og skrifaði móður sinni 240 brjef alls í fangelsinu. Vildi hann uinfram alt, að móðir hans, sem ef 71 árs gömul, fengi ekki að vita, að hann yrði tekinn af lífi og komst því að samkomulagi við fangelsisstjórn- ina og vini sína um, að henni yrði sagt, að sonurinn hefði verið dæmd- ur í 20 ára fangelsi, og hefði fengið leyfi íil að skrifa henni brjef einu sinn i á mánuði. Svo eiga kunningj- arnir að senda henni þessi 240 brjef lians, eitt á mánaðar frcsti. Með þessu móti endast brjefin, er hann ljet eft- ir sig í 20 ár, og er varla ráð fyrir ger- andi að móðirin lifi lengur. Hann vill láta hana deyja í þeirri trú, að hann liafi ekki verið liflátinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.