Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 18

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 18
18 F Á L K I N N ■imiiiiMMiiimiiiiiiiiiMMiiimiitiitMiiimiiiimimiiaiiuuw Nýjasta nýtt! frá SHELL hefir þann stutta tíma sem hann hefir verið hjer á markaðnum, hlotið einróma lof allra húsmæðra. REYNIÐ hann strax í dag ef þjer hafið ekki þegar gert það og hús- gögn yðar munu verða sem ný. Nafnið er næg trygging fyrir gæðum vörunnar 5 65 aura LUX handsápa Þessi ágæta nýja sápa er þrungin þeim unaösiega ilm, sem dýrustu sápur éinar hafa, en er þó seld sama verði og al- menn sápa. Ber langt af öðrum sápum, bæði að ilmgæðum og mýktaráhrifum á hörundið. Finnið hve silkimjúk hún er. Andið að yður hinum unaðslega ilm hennar. LUX handsápan fæst i næstu búð. LUX \\ioui SÁPA XLTS 50-10 LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. ENGLAND: í heildsölu hjá I H. Benediktsson & Co. I Reykjavík. Sími 8 (4 línur) ■iiiiimiMimimiiimiimiiiiimimiiimiimiMiiimiiiiiiiiiii í bænum Texaco í Mexikó „refsa“ menn trjám, sem ekki bera góðan á- vöxt og mikinn. í ár hefir eplaupp- skeran brugðist og í tilefni af þvi var framin refsingarathöfn gegn þeim. Voru valin úr tíu trje og garðyrkju- menn látnir kaghýða þau. Síðan var lialdin ströng ræða og trjen ámint um að haga sjer betur næsta ár. ----x----- Lang forsætisráðherra í Nýja Suð- urwales í Ástralíu hefir komið sjer út úr húsi, fyrst lijá bæjarstjórninni og svo hjá öðrum. Hann þurfti á húsnæði að halda til stjórnmála- funda, en fyrst neitaði bæjarstjórnin um ráðhúsið og síðan var honum neiia’ð um önnur samkomuhús í borginni, vegna þess að hann sæti á svikráðum við ensku stjórnina. „Ungfrú Coleman er farin út, herra full- trúi“, mælti hann. „Farin út? endurtók Jim forviða. „Jeg hafði aftalað við liana að koma núna“. „Svo? það var undarlegt‘“ Parker talaði rólega og kurteislega. „En jeg býst við, að hún komi bráðum aftur, því að hún sagði við mig, að ef einhver kæmi á meðan, skyldi jeg biðja hann um að bíða. Hafið þjer lesið kvöldblöð:n?“ „Já, jeg liefi gert það“, svaraði Jimmy. „Það er hræðilegt, að blöðin skuli hafa birt alt þetta um 'Walton“, sagði Parker og velti vöngum. IJerra Coleman er mjög reið- ur yfir því. Vilanlega; menn i hans stöðu langar ekki til, að verið sje að hafa slíkt í hámæli“. „Auðvitað“, svaraði Jim þurlega. „En hvað álítið þjer annars um þetta mál, Park- er? Haldið þjer, að Walton hafi yfirgefið húsið sjálfviljugur?“ „Jeg liefi alls ekki myndað mjer neina skoðun á þvi, herra fulltrúi, en hefði ein- hver ráðist á herra Wallon, þá hlyti jeg að hafa heyrt það, eða að minsta kosti hefði vinnufólkið, sem var niðri í anddyrinu heyrt það, en það heyrði ekki neitt“. „Kannske Kupie hafi heyrt til hans“, sagði Jimmy og einblíndi framan í mann- inn. „Þjer eigið við fjárþvingunarþorparann?“ sagði Parker óbifanlegur. „Það er undarlegt þetta — nærri þvi eins og í skáldsögu. Hafið þjer horðað miðdegisverð?“ Jimmy kinkaði kolli en brytinn hneigði sig og fór út. Jimmy reikaði um í dagstofunni. Það var auðsjeð að Dóra hafði verið þar inni seinni hluta dagsins. Opin bók lá á grúfu á borð- inu við sófann; og það sást á púðanum, að hún hafði legið á honum, en á arinhill- unni lá kort, boðsbrjef í utanríkisráðuneyt- ið og umslag, sem Jim giskaði á, að leikhús- miðar væri í. Meðan liann var sem ákafast að brjóta lieilann um Parker, kom hann sjálfur inn, með silfurslcutul, sem hann setti á borðið. „Jeg leyfði mjer að koma með bolla af kaffi lianda yður“, sagði hann og bætti svo við; „Brúkið þjer sykur eða rjóma, herra?“ „Nei hvorugt, þ,akka yður fyrir“, svaraði Jimmy og hrytinn helti bollann fullan. Hyer svo sem Parker annars var, þá var hann ágætis bryti. Hann var varkár og gæt- inn og hafði fult vald yfir hverri hreyfingu sinni, alveg eins og fullkomnum þjóni sæm- ir; það var aldrei asi á honum og honum fipaðist aldrei. „Hvað gerið þjer við tím- ann, þegar þjer eruð ekki að stjana við gesti“, spurði Jim gletnislega, en Parker breytti ekki svip fyrst í stað. Svo brosti hann eilitið. „Það er svo fátt, sem maður á mínum alclri getur haft fyrir stafni i fristundunum, herra“, svaraði hann. „Jeg fer stöku sinnum á liljómleika og á sumrin labba jeg um skemtigarðana livenær sem jeg á frí. Jeg hefi ekkert gaman af kvikmyndunum, þær þreyta líka augun í mjer; en stundum gefur hr. Coleman mjer aðgöngumiða í leikhús — jeg hefi mest gaman af skemtileikjum“. Hann tók við bollanum lijá Jimmy og setti hann á bakkann. „Þegar maður er orðinn fimtíu og sjö ára gamall, kærir maður sig ekki um harmsöguleiki“, sagði hann. Þó þykir mjer gaman að sjá alvarlega leiki eftir Shakespeare við og við“. Jimmy hlustaði án þess að taka eftir; og svo fann hann til einkennilegrar kendar; hann var að sofna og streittist við að halda augunum opnum. En svefninn yfirbugaði viljann. Honum fanst það hlægilegt, að sofna þarna í dagstofu Dóru, en rödd Park- ers liafði svo róandi áhrif á hann. Og svo áð- ur en hann gat skilið hvað verða vildi datt liöfuðið aftur á stólbakið og hann var stein- sofnaður. XI. KAPITULI. Það fyrsta sem Jimmy Sepping skynjaði, þegar liann fjekk meðvilundina aftur, var hann væri í Scotland Yard og væri að rann- saka fingraför með Dicker, cn ein af lín- unuin á pappírnum vildi elcki vera kyr, áköf barsmið á dyrnar. Hann dreymdi að þangað til Dicker tólc nagla og litla reglu- stiku og negldi hana á blaðið. Svo heyrði hann raddir, sem kölluðu: „Hver er þarna inni ?“ IJann hafði höfuðverlc og var svo skræl- þur í munninum, að lungan loddi við góm- inn. Ilann einbeitti viljaþreki sinu og sett- ist upp, og við rafljósið, sem lijekk í miðju lofti sá hann, að hann var staddur í litlum klefa með járnrúmi. Hvar var liann? Hann fól andlitið í höndum sjer og reyndi að hugsa sig um. Hvar var hann ? Hlerar voru fyrir gluggunum. Hann slangraði út að dyr-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.