Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 10
10 PÁLIINN Hinn 31. þ. m. eru 15 ár liðin, síð- an .aðalsjáorusta heimsstyrjaldar- innar var háð við Jótland, milli Þjóðverja og Breta. Þann dag láta Þjóðverjar nýjan bryndreka hlaupa af stokkunum, þann stærsta sem þeir hafa smíðað síðan stríðinu lauk. Verður það að ýmsu leyti full- komnasta herskip, sem smíðað hef- ir verið í heiminum, búið öllum nýjustu tískutækjum og á að stand- ast betur atlögur, en hin stærstu skip Breta, „Rodney“ og „IIood“. í sambandi við þetta afmæli er rjett að birta myndir þær, sem sjást hjer til vinstri. Önnur myndin sýnir þýska beitiskipið „Seyditz“ eins og það var útlits eftir orustuna. Var það mjög illa útleikið og stórt gat eftir lcúlu á annari hliðinni, eins og myndin sýnir. Á hinni myndinni sjest holan sjálf; er lu’in ekkert smá- ræði, heldur líkust hellismunna. Myndir þessar hafa ekki verið birt- ar opinberlega fyr en nú alveg nýlega. Japanar eru í flestu frábrugðnir Evrópuþjóðunum, þó að þeir í nær heila öld hafi reynt eftir megni að semja sig að siðum þeirra í flest- um efnum. Einkum er það til sveita, að fornir þjóðsiðir og hættir haldast enn í dag, bæði hvað snertir híbýla- háttu og búnaðaraðf'erðir. 1 borgun- um verður að vísu annað uppi á teningnum. Stórborgarstrætin í Jap- an líkjast borgarstrætum vestur- landa; byggingarlag húsanna er líkt og sporvagnar og bifreiðar þjóta fram og aftur um strætin. Flest fólk hefir sama klæðaburð og Evrópu- fóllc, en þó sýnir myndin, hjer til hægri, að svipurinn á götulífinu er annar en hjá vestrænum þjóðum. Myndin er tekin á Ginzagötu í Tokíó á fögrum vordegi. Er það að- algata borgarinnar■ : ' : ' I fC ' ' ' ^ 'v Mi Bústaður forsætisráðherrans enska er í Downing Street nr■ 10 í London, en auk hans hefir ráðherrann til afnota sveitabústað, skamt frá London, er nefnist „Chequers". Þar er ráðlierrann í tómstundum sínum og þangað býður hann merkuslu út- lendum gestum, sem að garði bera. Er oft skrafað um málefni sem al- heim varða á „Chequers“ en ekki síst varð staðurinn frægur á ófriðar árunum, í forsætisráðherratíð Lloyd George, sem var þarna öllum stund- um, sem hann mátti við koma. Um þessar mundir er von á þýska kansl- aranum og utanríkisráðherranum í heimsókn til Englands og verða þeir meðal annars gesiir Ramsay Mac Dinalds á „Chequers“ í þeirri ferð. Er mynd af þessum stað lijer til vinstri. Ilver veit nema gert verði nýtt samkomulag með Bretum og Þjóðverjum undir þessu þaki bráð- lega?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.