Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N kemur það ekki að sök', þó aS stjórnarskrá rikisins banni hvít- um mönnum landvist þar. Frjálsa svertingiríkiS hefir alls ekki orSiS fögur tilraun eSa til eftirbreytni. Þar gengur flest á trjefótum, atvinnuvegirnir eru í ömurlegu ástandi og fjárhags- vandræSi hafa jafnan veriS mik- il í landinu. Lílrería hefir hvaS eftir annaS fengiS fengiö útlend lán gegn veSi í tolltekjum lands- ins, og afleiSingin hefir svo orSiS sú, aS nú eru öil fjármál ríkisins undir erlendu eftirliti. Hafa Am- eríkumenn Jretta eftirlit meS liöndum og hafa sjerstakan er- indreka eSa umboSsmann til þess aS framkvæma þaS. 1 raun rjettri er þessi erindreki einvaldur um fjármál Líberíu eins og sakir standa. A hann heima í höfuS- staSnum, sem heitir Monrovia í höfuSiS á liinum fræga forseta Ameríku manna, Monroe. StærS landsins er tæplega á viS ísland, og meS því aS strand- lengjan ein er bygS aS marki, þá er sá byggilegi hluti landsins þjettbýll. Fjær sjónum taka viS Mynd tekin aö morgni dags af ver- öndinni á forsetahöllinni. Það er veriö aö viöra plöggin forsetans, Mr. King. Svartur má'.afœrsluniaöur að flylju rieðu í hœstarjettinum í Líheríu. myrkviSir, eins og í Kongo. StrandlendiS er mjög frjósamt en hitinn meiri en hvítir menn geta þolaS, meSalhiti ársins um 28 stig. JarSyrkja er lítil, vegna þess aS svertingjar eru lítt hneigSir fyrir hana og kunna eigi nýtísku ræktunaraSferSir; helst er þar ræktaS kaffi. Úr Iandi er flutt kaffi, gúmmí, pálmaviSarolía og kokoshnetur, fílabein, litarefni og kakaó. Dá- lítiS er unniS úr jörSu af gulli og kopar. Fvrsti negrinn, scm varS for- seti í Liberíu bjet Stephen Allen Benson; þaS var áriS 1855. Land- iS dafnaSi vel í fyrstu, en þegar Svertingjar frá Ameriku hættu aS flytja þangaS fór brátt öllu aS hnigna. En fyrir alvöru versn- aSi ástandiS upp úr árinu 1871, eftir aS landiS liafSi tekiS mjög óhagstætt ríkislán, og nú má segja, aS stjórnin sje alls ekki starfhæf og raSi ekki viS neitt. Ef til vill hafa embættsmenn hennar fundS upp á því snjall- ræSi aS fara aS versla meS þræla, þegar stjórnin hætti aS geta greitt þeim laun. REQENT ritvjelar eru siðasta nýjvng í sinni grein. REGENT er aðallega ferdavjel en full- nægir þó að ollu leyti venjulegum rit- storfum. REtiENT kostar aðeins kr. 275.00. Leitið upplýsinga um REtiENT ritvjelarhjá 0. Johnson & Kaaber. Þann 15. mai var opnuð útsala á Laugavegi 33 fvrir framleiSsIuvörur ullarverksmiSj unnar „GEFJUN“ á Akureyri. Þar verSur stöSugt fyrirliggjandi: Lopi, margar tegundir og litir. Band, — ■ — . —— Karlmannafataefni, margar tegundir. Yfirfrakkaefni, Kápuefni, — — Kjólaefni, — — Drengjafataefni, — — Ullarteppi, alls konar. Rennilásstakkar, Sportbuxur. Vörurnar eru sjerstaklega vandaSar og verSiS lágt. Vel þvegin ull (og ullartuskur) er tekin í skiftum fyrir vörur verksmiSjunnar. Vel þvegin ull ( og ullartuskur) er tekin til vinslu, ef þess er óskaS. 1 sambandi við útsöluna starfar fyrsta flokks sauma- stofa. ForstöSumaSur hennar er GuSmundur Vikar klæðskeri. Þar geta menn fengiS saumuð föt eftir. Saumalaun (ásamt ,,tilleggi“), fvrir karlmannsfatn- að úr Gefjunardúkum, verða 57 krónur. Föt úr hin- um ágætu Gefjunardúkum, saumuð eftir máli í fyrsta flokks saumastofu, kosta þannig kr. 83,00 — 118,00, eftir verði dúkanna. Engum verður lánaS, en alt er selt svo vægu verði sem unt er. Sími útsölunar og saumastofunnar verður 538. Samband fsl. Samvinnufél. Vatnsveitan í Köln var nýlega að bora fyrir vatni, því að vatnslindir bœjarins voru að þrotum komnar. Ekki fannst gull við borunina, eins og þegar forðum var verið að bora i Öskjuhlíð, en í stað þess lenti borinn í ölkeldu einni neðanjarðar, svo að í stað vatns gaus ólgandi kolsýruvatn up úr jörðinni. Var lind þessi skírð Engilbertusarlindin, og við frekari rannsóknir kom fram, að kolsúrar vatnslindir eru víða undir borginni, á 50—400 metra dýpi, og að efnasam- setning vatns þessa var mjög lík og hins fræga Karlbad-vatns, sem mikið er notað til lækninga. Vatnið er 18— 20 stiga heitt. Gera nú Kölnarbúar ráð fyrir, að stofna heilsubrunna og keppa við liina kunnu lieilsubótar- staði Þýskalands og Tjekkóslovakíu. Á Dalarö skamt frá Stokkhólmi varð nýlega vart við björn, sem lík- lega hefir komist þangað með ísjaka. Var nú gerður út leiðangur til að vinna á birninum, en það tókst ekki. Segja ménn, að bjarnarveiðar hafi ekki verið reyndar svo nálægt Stokk- hólmi síðan á dögum Karls tólfta. -----------------x----- Enskur flugmaður, sem heitir Glen Kidston flaug nýlega frá London til Kap í Suður-Ameríku á sex dögum og er það met. Kidston þessi hefir lent í ýinsum æfintýrum, þó ekki sje hann nema rúmlega þrítugur. Þegar hann var 15 ára, var herskipið „Iloug“, sem liann var nýliði á, skot- ið í kaf og eftir að hann hafði synt kringum skipið í marga kluggutíma bjargaði annað herskip honum, en það var skotið í kaf líka, svo að Kid- ston varð að neyta sundkunnáttu sinn ar í annað sinn. 1927 tók hann þátt í kappsiglingum á vjelbátum og hvolfdi þá báti hans, en honum og konu hans varð bjargað, nær dauða en lífi. Árið eftir hrapaði hann í flugvjel suður i Egyptalandi og lenti í ánni Níl, og í liittifyrra ók hann með 95 kílómetra liraða á símastaur. Sama liaustið hrapaði undir honum þýsk flugvjel og komst hann einn iífs af frá þvi slysi. ---x----- Kvikmyndaleikkonan Bebe Daniels var nýlega gerð að heiðursofursta í flugher bandaríkjamanna og er sagt að hún sje injög liróðug af þeirri nafnbót. ----x---- Um miðjan april komu á pósthúsið í London jirir sekkir af brjefum, sem öll voru til prinsins af Wales. Öll þessi brjef, en þau skifta þúsUndum, eru frá ungum stúlkum í Argentínu, Peru og Brasilíu, sem sjeð hafa prins- inn á ferðalagi hans um jiessi lönd nýlega, og eru nú að bjóða honum að eiga sig. Brjefin eru frá stúlkum allra stjetta, fátækum búðarstúlkum og rík- um höfðingjadætrum, en sagt er, að prinsinn ætli að hafa öllum tilboð- unum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.