Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.05.1931, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N móðir Steingríms var frú Þór- unn Hannesdóttir, Finnssonar biskups í Skálholti. Tvítugur fór hann utan og tók próf í mál- fræði við Hafnarháskóla en gerðist kennari við Latínuskól- ann þegar heim kom og var það ætíð síðan. Reklor skólans varð hann árið Í90k og hafði látið af því stafi hokkrum vikum áð- ur en hann andaðist, 2i. áqúst Í913. Fá skáld eiga því láni að fagna, að vera svo mikils metn- ir af samtíð sinni, sem Stein- grímur var. Þegar á háskólaár- unum varð hann þjóðkunnur fgrir tjóð sín og hróður skálds- ins fór sívaxandi eftir því sem timar liðu fram. Hvert manns- barn á landinu kann eitthvað af Ijóðum eftir hann og margir mikið. Kvæði lians eru sungin i samkvæmum og fólk elskar þau, þessi fögru og látlausu Ijóð, sem tala svo vel máli hjartans. Hinn Ijúfi blær þeirra töfrar, og háðið í þeim hittir jafnan mark- ið. Þá er það eigi síður fyrir þýð- ingarnar, sem íslendingar munu lengi minnast Steingríms. Hann hefir auðgað íslenskar bókment- ir í þeim efnum meira en flest- ir aðrir og honum á þjóðin að þakka það, að hún getur lesið ýms frægustu rit erlendra þjóða á sínu máli, í leikandi og lipr- um þýðingum. Sá minnisvarði, sem Stein- grímur Thorsteinsson hefir sett sjer mun reynast haldgóður og tímans tönn mun seint á honum vinna. Hier birtast þrjár myndir úr leikritinu „Hall- steinn“ og Dóra“ auk þeirra, sem birtar voru í . næstsíðasta . blaði. Þær eru allar úr fjórða þætti, þeim kafla leiksins, sem öll- um mun hafa þótt eftirtektar- verðastur. Ein myndin sýnir leiksviðið tómt, önnur er af Har- aldi Björnssyni í hlutverki Hall- steinn en sú þriðja er af ung- frú Þóru Borg se*n Dóru. Bóndi nokkur í York í Bandaríkj- unum átli hund, sem hann hafði vanið á, að sœkja fyrir sig smáhluti, sem hann henti frá sjer. Nú bar svo við, að bóndi gekk einn dag niður að sílungatjörn og var hundurinn með honum. Hafði bóndinn með sjer dynamit-patrónu, sein hann kastaði út í íjörnina í þeirri von, að nokkrir silungar vörpuðust á land við spreng- inguna en aðrir flytu uppi. En jafn- skjótt og bóndinn hafði varpað út patrónunni þaut hundurinn á eftir lienni út i tjörnina til þess að ná henni. Nú vissi bóndinn, að snati mundi færa sjer morðtólið aftur og óttaðist að það mundi springa og drepa liann. Tók karl til fótanna og hljóp sem hann gat undan, þangað til loks að hann varpaði sjer örmagna til jarðar. Hundurinn kom að vörmu spori og lagði patrónuna hjá liús- bónda sínum. En patrónan gerði eng- an óskunda, því að kveikitundrið i henni hafði vöknað og slokknað í því, um leið og það kom í vatnið. ----x----- Hinn 19. þ. m. voru liðin 100 ár frá fœðingu þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinsson. Fædd- ist hann á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi en þar bjó þá faðir Iians, Bjarni amtmaður. En Friðrik P. Möller fyrv. póst- meistari á Akureyri varð 85 ára 18. maí. Daníel Bernliöft bakarameist- ari verður sjötugur 26. maí. Hef- ir hann átt heima þessi sjötíu ár í húsinu í Bankastræti 2, þangað til hann fluttist þaðan nú í vor. Ólafur Johnson ræðismaður verður fimtugur 29. maí. Komið sem fyrst; sérstaklega þeir sem hafa spurt um þau. Glerauflnabúðin, Laugav. 2 BltUUN — SÍMI 2222

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.