Fálkinn - 19.05.1934, Page 9
F Á L K I N N
7
KVEÐJIA
TIL ÍSLANDS.
Aðalskilyrðið fyrir pví að sambandsp jððirnar, IslencLingar og
Danir,geti sicilið hvor aðra til fulls er pað,að menn fái að kynnast
peim högum og háttum,sem pjóðirnar báðar lifa við.
Heill fylgi " Fállcanum " , sem nú flýgur út um allt ísland
i petta sinn með hveð^ur frá Lanmörku.
Islaod — Dairaiork,
Eftir TH. STAUNIN G.
Mjer er ljúft að nota tæki-
færi, er boðist hefir, til að senda
íslenzku þjóðinni kveðju mína.
I Danmörku eru enn þann dag í
dag menn meðal alþýðu, sem
skoða Islendinga sem nokkurs-
konar Dani. Þetta kemur vitan-
lega ekki fram nema manna á
milli.
Enda þótt jeg nú viti, að
þarna er hallað rjettu máli, og
að íslendingar sjeu þegnar sjálf-
stæðs ríkis, finst mjer samt
brydda á faílegri hugsun í hróð-
urliug Dana, er ófróðum mönn-
urn finst það vera sama þjóðin.
ísland fjekk aftur sjálfstæði
sitt 1918 án þess að vopnagnýr
heyrðist frá Dana hálfu og lield-
ur ekki andlegur vopnagnýr, og
þetta er einmitt ástæðan til, að
alþýða manna er ekki farin að
skilja það enn, að Islendingar
sjeu þegnar framandi ríkis.
Raunhæf málalok þau, er feng-
ust 1918, voru eðlileg afleiðing
þess, sem á undan var gengið,
og andi sá, er kom fram í sam-
bandslögunum, liefir ætíð verið
mjer gleðiefni.
Engu að siður er það ósk mín,
að norrænn bróðurhugur ætíð
ríki í skiftum Islands og Dan-
merkur á komandi tímum. Það
væri til óhapps eins, ef Norður-
landaþjóðirnar slitu eðlilegri
samvinnu, er liæglega getur átt
sjer stað án þess að koma i
hága við sjálfstæðið. Það mætti
ef til vill meira að segja lialda
því fram, að frjáls samvinna að-
eins geti átt sjer stað milli sjálf-
stæðra ríkja.
Enginn Dani mun reyna að
raska þeim úrslitum, sem urðu
og örlögum þeirra verða Islend-
ingar einir að ráða, en öll danska
þjóðin ber þá ósk í hrjósti, að
bræðralagið milli íslands og
Danmerkur og milli Norðurlanda
yfirleitt megi haldast og þrosk-
ast á öllum sviðum, fjárhagsleg-
um og andlegum, þar sem sam-
eiginleg heill og áhugamál mæt-
ast.
Alþjóðasamvinna á móti vindi
að sækja nú á dögum. Götur
þær, sem farið liefir verið inn á
í fjármálunum á síðustu árum,
hafa ekki stytt fjarlægðina milii
landanna, nema siður sje, því í
stað samvinnu er nú komin
kenningin um „að vera sjálfum
sjer nógur“. Mun við svo húið
standa um stund, en þetta á-
stand ætti einmitt að hvetja
Norðurlandaþjóðirnar til að taka
höndum saman á því litla sviði,
sem þær geta kallað sitt.
Jeg sendi frændþjóðinni á ís-
landi kveðju mína, óska henni
frama og góðs gengis, og það er
von mín, að íslenska og danska
þjóðin enn um langan aldur snúi
hökum saman og herjist í hróð-
erni fyrir viðhaldi norræns anda
og góðrar sambúðar milli Norð-
urlandaþ j óðanna.
Th. Stauning.